Hryðjuverkamaður eða glæpamaður! Bára Friðriksdóttir skrifar 27. febrúar 2015 07:00 Það er samúð með Dönum og Frökkum sem fyllir hugann um þessar mundir. Við horfum hljóð á hvernig hryðjuverk hafa verið að ryðja sér til rúms í heiminum frá aldamótum. Friðsamleg andmælin sem heyrðust í Noregi, þá Frakklandi og nú Danmörku eru gagnleg. Það sýnir allt annað en ofbeldi, það sýnir: „Je suis Charlie“, „Ég er blaðið Charlie og tjáningarfrelsið“, „Ég stend með Dönum og grunni dansks samfélags“, „Ég stend við hlið bróður og systur sem kennir til undan ofbeldi heimsins“. Þetta er svolítið svona eins og að rétta hina kinnina. Það er virðing í því og styrkur.Hugsum hlutina upp á nýtt Við stöndum frammi fyrir þessum skelfilegu atburðum og reynum að fóta okkur í því sem er að gerast. Það hefur verið talað um hryðjuverk og hefur það nánast alfarið verið tengt við múslíma. Það hefur komið af stað fordómum svo að múslímar upplifa t.d. strangt og tortryggið flugvallaeftirlit, fá ekki sama viðhorf í búðinni, eiga minni von um vinnu á Vesturlöndum o.s.frv. Sem betur fer er að koma breyting í orðræðuna og langar mig að stíga inn í hana. Það er hvorki gagnlegt né sanngjarnt að tengja hryðjuverkamann við átrúnað eða ríki. Hryðjuverkamaður er ýktur glæpamaður og ekkert annað. Margfaldur glæpamaður sem fremur kaldrifjuð morð til að skaða sem flesta. Hann skaðar líka sína eigin trúbræður og systur því (trúin) menningarsamfélagið býður hnekki út af framkomu hans. Þetta snýst ekki um að vera múslími eða vestrænn, þetta eru glæpamenn sem berjast fyrir ákveðinn málstað. Helle Thorning-Schmidt orðaði þetta vel er hún sagði eftir árásirnar í Danmörku: „Þetta er barátta milli einstaklingsfrelsis og myrkrar hugmyndafræði.“Munur á Breivík og hryðjuverkamanni? Það má horfa á Breivík út frá svipaðri hugsun. Nasísk hugmyndafræði hans ætlaði að koma á nýju jafnvægi með því að ryðja annarri hugmyndafræði út af borðinu. Alveg skelfilegt en tökum eftir; hann var kallaður glæpamaður en ekki hryðjuverkamaður. Var það af því hann kom frá landi með kristin grunngildi? Í mínum huga er Breivík ekki kristinn og múslímarnir sem framið hafa ódæðin síðustu misseri eru heldur ekki múslímar, svo langt ganga þessir einstaklingar frá grunnhugmyndum átrúnaðar. Þetta eru reiðir og illskeyttir glæpamenn. Síðasta dæmið sannar það þegar ótíndur glæpamaður tók hvatningu frá öðrum glæpamönnum og myrti fólk í tvígang í Kaupmannahöfn til að taka undir starfsaðferðir annarra glæpamanna sem hvatt hafa fólk í öðrum löndum til að fremja hryðjuverk í sínum heimahögum. Þetta eru glæpaverk og þau hafa ekkert með trú að gera. Ef Íslendingur brýst inn í hús náunga síns, þá eru ekki allir Íslendingar innbrotsþjófar. Þó að einn sem játar trú á Allah fremji hrottalegt morð þá eru ekki allir múslímar morðingjar. Nefnum hlutina sínum réttu nöfnum, hér eru stórglæpamenn á ferð sem brjóta lög Guðs og allra manna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Olafsdóttir Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmar Heiðdal Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson Skoðun Ég neita að trúa... Guðlaug Kristjánsdóttir Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Olafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmar Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Sjá meira
Það er samúð með Dönum og Frökkum sem fyllir hugann um þessar mundir. Við horfum hljóð á hvernig hryðjuverk hafa verið að ryðja sér til rúms í heiminum frá aldamótum. Friðsamleg andmælin sem heyrðust í Noregi, þá Frakklandi og nú Danmörku eru gagnleg. Það sýnir allt annað en ofbeldi, það sýnir: „Je suis Charlie“, „Ég er blaðið Charlie og tjáningarfrelsið“, „Ég stend með Dönum og grunni dansks samfélags“, „Ég stend við hlið bróður og systur sem kennir til undan ofbeldi heimsins“. Þetta er svolítið svona eins og að rétta hina kinnina. Það er virðing í því og styrkur.Hugsum hlutina upp á nýtt Við stöndum frammi fyrir þessum skelfilegu atburðum og reynum að fóta okkur í því sem er að gerast. Það hefur verið talað um hryðjuverk og hefur það nánast alfarið verið tengt við múslíma. Það hefur komið af stað fordómum svo að múslímar upplifa t.d. strangt og tortryggið flugvallaeftirlit, fá ekki sama viðhorf í búðinni, eiga minni von um vinnu á Vesturlöndum o.s.frv. Sem betur fer er að koma breyting í orðræðuna og langar mig að stíga inn í hana. Það er hvorki gagnlegt né sanngjarnt að tengja hryðjuverkamann við átrúnað eða ríki. Hryðjuverkamaður er ýktur glæpamaður og ekkert annað. Margfaldur glæpamaður sem fremur kaldrifjuð morð til að skaða sem flesta. Hann skaðar líka sína eigin trúbræður og systur því (trúin) menningarsamfélagið býður hnekki út af framkomu hans. Þetta snýst ekki um að vera múslími eða vestrænn, þetta eru glæpamenn sem berjast fyrir ákveðinn málstað. Helle Thorning-Schmidt orðaði þetta vel er hún sagði eftir árásirnar í Danmörku: „Þetta er barátta milli einstaklingsfrelsis og myrkrar hugmyndafræði.“Munur á Breivík og hryðjuverkamanni? Það má horfa á Breivík út frá svipaðri hugsun. Nasísk hugmyndafræði hans ætlaði að koma á nýju jafnvægi með því að ryðja annarri hugmyndafræði út af borðinu. Alveg skelfilegt en tökum eftir; hann var kallaður glæpamaður en ekki hryðjuverkamaður. Var það af því hann kom frá landi með kristin grunngildi? Í mínum huga er Breivík ekki kristinn og múslímarnir sem framið hafa ódæðin síðustu misseri eru heldur ekki múslímar, svo langt ganga þessir einstaklingar frá grunnhugmyndum átrúnaðar. Þetta eru reiðir og illskeyttir glæpamenn. Síðasta dæmið sannar það þegar ótíndur glæpamaður tók hvatningu frá öðrum glæpamönnum og myrti fólk í tvígang í Kaupmannahöfn til að taka undir starfsaðferðir annarra glæpamanna sem hvatt hafa fólk í öðrum löndum til að fremja hryðjuverk í sínum heimahögum. Þetta eru glæpaverk og þau hafa ekkert með trú að gera. Ef Íslendingur brýst inn í hús náunga síns, þá eru ekki allir Íslendingar innbrotsþjófar. Þó að einn sem játar trú á Allah fremji hrottalegt morð þá eru ekki allir múslímar morðingjar. Nefnum hlutina sínum réttu nöfnum, hér eru stórglæpamenn á ferð sem brjóta lög Guðs og allra manna.
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar