
Ísland er ómótaður leir
Á þessu ári hefur margt og mikið gerst og þótt ýmislegt hefði betur mátt fara erum við óneitanlega á góðri leið með að endurheimta stöðu okkar meðal fremstu þjóða heims. Þökk sé aðgerðum stjórnvalda hefur hagur heimilanna í landinu batnað verulega, kaupmáttur aukist, atvinnuleysi lækkað og sé miðað við landsframleiðslu hafa skuldir heimilanna ekki verið lægri síðan 2004. Ríkisstjórnin á talsvert hrós skilið fyrir þessa vinnu og þá sérstaklega fjármálaráðuneytið fyrir að taka skref í átt að því að frelsa þjóðina undan höftunum.
En þótt við séum nánast búin að rétta skútuna á réttan kjöl, er í raun of snemmt að fagna. Við verðum að búa okkur undir allskyns veður og vinda næstu ár og setja okkur langtímamarkmið til þess að tryggja það að við séum að sigla í rétta átt. Nú þurfa verkin einfaldlega að tala!
Íslendingar þurfa að hætta að bera sig saman við Norðurlöndin og þurfa að horfast í augu við þá staðreynd að við séum smáþjóð. Við erum býsna háð verslun og viðskiptum og ættum því að móta kerfið okkar til þess að tryggja einstök og örugg skilyrði fyrir bæði einstaklinga og fyrirtæki. Skattar í landinu ættu því almennt að vera fáir, lágir, flatir og skiljanlegir en ættu einnig ekki að mismuna atvinnugreinum. Ég vona því að ríkisstjórnin ráðist í enn frekari skattalækkanir og einfaldi þar með skattkerfið á næstu árum.
Þá væri gaman að sjá aukna alþjóðavæðingu eiga sér stað en ég held að fátt myndi koma sér betur fyrir Ísland en að laða að sér talsvert af erlendum einstaklingum og fyrirtækjum til þess að hrista upp í hlutunum og veita íslenskum vinnumarkaði aðhald. Aðrar þjóðir hafa gert annað eins og njóta nú góðs af. Að öðru leiti ættu stjórnvöld ávallt að hafa framtíðina að leiðarljósi og gera allt sem í þeirra valdi stendur til þess að tryggja það að nýsköpun fái að njóta sín. En það eru einmitt frumkvöðlar heimsins sem taka óumbeiðnir áhættu til þess að leysa þau vandamál sem mannkynið stendur frammi fyrir.
Sem ungum Íslending langar mig að lifa í landi sem er í fremstu víglínu og þá þurfa stjórnvöld einfaldlega að leggja sitt af mörkum til þess að bjóða upp á þetta öryggi og frelsi. Þótt ég stikli hér á stóru þá er kjarni málsins sá að Ísland hefur allt til þess að verða fremst meðal þjóða. Langtímamarkmið og reynsla annara smáþjóða þurfa bara að vera okkur að leiðarljósi og þá ættu björtustu tímar Íslands einungis að vera handan við hornið.
Skoðun

Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna
Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar

GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland
Sigvaldi Einarsson skrifar

Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex
Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar

Verri framkoma en hjá Trump
Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Landið talar
Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar

Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf?
Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar

Ísrael – brostnir draumar og lygar
Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar

Ein af hverjum fjórum
Silja Höllu Egilsdóttir skrifar

Vertu drusla!
Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar

Þegar hið smáa verður risastórt
Sigurjón Þórðarson skrifar

Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!!
Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar

Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu
Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Feluleikur ríkisstjórnarinnar?
Lárus Guðmundsson skrifar

Ég heiti Elísa og ég er Drusla
Elísa Rún Svansdóttir skrifar

Grindavík má enn bíða
Gísli Stefánsson skrifar

Aðventukerti og aðgangshindranir
Kristín María Birgisdóttir skrifar

Lífið í tjaldi á Gaza
Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar

Gaza og sjálfbærni mennskunnar
Elva Rakel Jónsdóttir skrifar

Börnin og hungursneyðin í Gaza
Sverrir Ólafsson skrifar

Kynbundið ofbeldi
Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar

Aðdragandi aðildar þarf umboð
Erna Bjarnadóttir skrifar

Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann
Kári Stefánsson skrifar

Þétting byggðar er ekki vandamálið
Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar

Þrengt að þjóðarleikvanginum
Þorvaldur Örlygsson skrifar

Ert þú drusla?
Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar

Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún?
Einar Ólafsson skrifar

Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi!
Gunnar Alexander Ólafsson skrifar

Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans
Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar

Lýðheilsan að veði?
Willum Þór Þórsson skrifar

Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings
Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar