Höfuðborg eða hjáleiga? Freyja Gunnlaugsdóttir skrifar 27. ágúst 2015 07:00 Á síðustu vikum hefur mikið verið fjallað um slæma stöðu tónlistarskóla í Reykjavík og átök ríkis og Reykjavíkurborgar um hver eigi að greiða kennslukostnað við nám á framhaldsstigi í tónlist. Þessi deila hefur haft gríðarleg áhrif á starfsemi þeirra skóla sem sérhæfa sig í kennslu á því námsstigi og ef ekki finnst lausn á henni mun hún valda tónlistarnemendum í Reykjavík enn alvarlegri skaða en þegar er orðinn. Málið á sér þó langan aðdraganda og hafa þessi átök um tónlistarmenntun varað árum saman.Forsaga Árið 1989 voru málefni tónlistarskólanna færð yfir til sveitarstjórnarstigsins. Þá tóku sveitarfélögin alfarið að sér að greiða kennslukostnað en til þess voru þeim tryggðir sérstakir tekjustofnar. Árið 2003 tók Reykjavíkurborg einhliða ákvörðun um að hætta að greiða fyrir kennslu nemenda sem áttu lögheimili utan Reykjavíkur. Sú ákvörðun hafði áhrif á tónlistarnám margra. Einkum bitnaði hún illa á nemendum við skóla sem sérhæfðu sig í kennslu á framhaldsskólastigi, líkt og Tónlistarskólann í Reykjavík, Tónlistarskóla FÍH og Söngskólann í Reykjavík. Fram að þessu hafði þótt eðlilegt að fólk sækti framhaldsmenntun til höfuðborgarinnar enda voru það þessir skólar sem öðrum fremur undirbjuggu nemendur undir atvinnumennsku í tónlist og frekara háskólanám. Þeir 257 nemendur sem stunduðu nám í Reykjavík en áttu ekki lögheimili þar á þeim tíma urðu því að semja sérstaklega um það við sín sveitarfélög að þau greiddu með tónlistarnámi þeirra. Sveitarfélögin tóku þessum óskum nemenda misjafnlega. Ef lögheimilissveitarfélagið neitaði að greiða með nemendunum urðu þeir að reyna að færa lögheimili sitt til Reykjavíkur eða stunda nám í sínu sveitarfélagi, þar sem í flestum tilfellum var ekki boðið upp á samsvarandi nám. Þetta fyrirkomulag leiddi því til þess að nemendur voru bundnir vistarböndum í sínu sveitarfélagi. Í framhaldi af þessum aðgerðum Reykjavíkurborgar vöknuðu upp spurningar um hvort ríkið ætti frekar að greiða með nemendum á framhaldsstigi til þess að losa um þessa átthagafjötra og nemendum væri frjálst að velja hvar þeir stunduðu tónlistarnám. Árið 2004 kom strax í ljós að þeir fjármunir sem spöruðust með ákvörðun Reykjavíkurborgar höfðu ekki verið notaðir til þess að fjölga tónlistarnemum þar, sem voru meginrök borgaryfirvalda, heldur einfaldlega verið teknir úr málaflokknum.Samkomulag um eflingu tónlistarnáms Þann 13. maí 2011 undirrituðu fulltrúar ríkis og sveitarfélaga samkomulag um eflingu tónlistarnáms á Íslandi. Samkomulagið var gert eftir nokkurra ára deilur ríkis og sveitarfélaga um hver ætti að bera kostnað af kennslu á framhaldsstigi í tónlistarskólum landsins. Deilan átti fyrst og fremst rætur að rekja til fyrrnefndrar ákvörðunar Reykjavíkurborgar. Við gerð samkomulagsins var ekki haft neitt samráð við þá skóla í Reykjavík sem hafa flesta nemendur á því námsstigi sem það náði til. Þrátt fyrir það bundu tónlistarskólarnir miklar vonir við samkomulagið, því það átti að bæta fyrir niðurskurð undangenginna ára, jafna aðstöðumun nemenda og skýra hver bæri ábyrgð á kennslukostnaði. Strax sama haust kom í ljós að ríki og Reykjavíkurborg lögðu ólíkan skilning í inntak samkomulagsins. Fulltrúar Reykjavíkur héldu því fram að nám á framhaldsstigi í tónlist væri sambærilegt námi í framhaldsskólum og á ábyrgð ríkisins og drógu því allt það fjármagn sem borgin hafði lagt til framhaldsstigsins út úr málaflokknum. Aftur á móti bentu fulltrúar ríkisvaldsins á að lögum samkvæmt væri rekstur tónlistarskóla á ábyrgð sveitarfélaga. Allar götur síðan hafa ríki og Reykjavíkurborg deilt um hver eigi að greiða þennan kennslukostnað, engir þjónustusamningar hafa verið gerðir við skólana um kennslu á þessu skólastigi og skólarnir hafa hvað eftir annað staðið frammi fyrir greiðsluþroti og því að geta ekki greitt kennurum sínum laun. Ítrekað hafa skólarnir hafið skólastarf að hausti án þess að rekstrargrundvöllur þeirra sé tryggður. Tónlistarskólunum hefur verið bjargað fyrir horn með bráðabirgðaúrræðum og neyðarlánum en ennþá hefur engin framtíðarlausn fundist. Á meðan fjárhagsleg ábyrgð á kennslukostnaði hefur ekki verið skilgreind er rekstur þeirra skóla sem sérhæfa sig í kennslu á framhaldsstigi í uppnámi og framtíð þeirra óörugg.Hver ber ábyrgðina? Deila Reykjavíkurborgar og ríkis snýst fyrst og fremst um hver eigi að greiða kennslukostnað á framhaldsstigi í hljóðfæraleik og mið- og framhaldsstigi í söng. Reykjavíkurborg hefur eitt allra sveitarfélaga á landinu kosið að skilja samkomulagið á þann veg að ríkið beri alla ábyrgð á kennslu í tónlist á framhaldsstigi. Önnur sveitarfélög hafa aftur á móti greitt þann kostnað sem vantar upp á kennslukostnað í framhaldsnámi. Eins og fram hefur komið í máli Halldórs Halldórssonar, formanns Sambands íslenskra sveitarfélaga, og Elínar Pálsdóttur, forstöðumanns Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga, eru það sveitarfélögin sem bera ábyrgð á rekstri tónlistarskólanna og verða því að brúa bilið og greiða það sem vantar upp á kennslukostnað á framhaldsstigi. Röksemdir Reykjavíkurborgar í þessari deilu verða að teljast hæpnar. Samkvæmt verkaskiptasamningi milli sveitarfélaga og ríkisins sem hefur verið í gildi frá 1989, sem byggist á lögum um tónlistarskóla, taka sveitarfélögin alfarið að sér rekstur tónlistarskóla og launagreiðslur til þeirra. Til þess að takast á við þetta verkefni voru sveitarfélögunum tryggðir sérstakir tekjustofnar sem ekki hefur verið hreyft við þrátt fyrir sinnaskipti borgarinnar. Skilningur Katrínar Jakobsdóttur, fyrrverandi menntamálaráðherra, og Illuga Gunnarssonar núverandi menntamálaráðherra, á samkomulaginu er sá sami: Þær 520 m.kr. sem ríkið setti inn í málaflokkinn árið 2011 var ætlað að vera viðbótarfjármagn til eflingar tónlistarkennslu og til þess að losa átthagafjötra tónlistarnemenda á framhaldsstigi, en átti ekki að kosta alla kennslu á því námsstigi.Menningarborg Reykjavík er höfuðborg Íslands og verður að standa undir nafni sem slík. Styrkur íslensks tónlistarlífs byggist á því góða starfi sem hefur verið unnið í tónlistarskólum landsins á undanförnum áratugum. Það eru ekki síst þeir skólar sem sérhæfa sig í kennslu á framhaldsstigi í Reykjavík sem hafa lagt grunninn að blómlegu tónlistarlífi á Íslandi. Það er mikilvægt að efnilegir tónlistarnemendur hvaðanæva af landinu hafi aðgang að þeim skólum. Reykjavíkurborg ætti að tryggja sér sess sem menningarborg með því að verja það sem er gott í menntakerfinu, taka ábyrgð á tónlistarskólunum og tryggja að sú kynslóð tónlistarnemenda sem nú vex úr grasi fái eins góða menntun og kostur er. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 01.11.25 Halldór Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir skrifar Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Arnaldarvísitalan Starri Reynisson skrifar Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson skrifar Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Sjá meira
Á síðustu vikum hefur mikið verið fjallað um slæma stöðu tónlistarskóla í Reykjavík og átök ríkis og Reykjavíkurborgar um hver eigi að greiða kennslukostnað við nám á framhaldsstigi í tónlist. Þessi deila hefur haft gríðarleg áhrif á starfsemi þeirra skóla sem sérhæfa sig í kennslu á því námsstigi og ef ekki finnst lausn á henni mun hún valda tónlistarnemendum í Reykjavík enn alvarlegri skaða en þegar er orðinn. Málið á sér þó langan aðdraganda og hafa þessi átök um tónlistarmenntun varað árum saman.Forsaga Árið 1989 voru málefni tónlistarskólanna færð yfir til sveitarstjórnarstigsins. Þá tóku sveitarfélögin alfarið að sér að greiða kennslukostnað en til þess voru þeim tryggðir sérstakir tekjustofnar. Árið 2003 tók Reykjavíkurborg einhliða ákvörðun um að hætta að greiða fyrir kennslu nemenda sem áttu lögheimili utan Reykjavíkur. Sú ákvörðun hafði áhrif á tónlistarnám margra. Einkum bitnaði hún illa á nemendum við skóla sem sérhæfðu sig í kennslu á framhaldsskólastigi, líkt og Tónlistarskólann í Reykjavík, Tónlistarskóla FÍH og Söngskólann í Reykjavík. Fram að þessu hafði þótt eðlilegt að fólk sækti framhaldsmenntun til höfuðborgarinnar enda voru það þessir skólar sem öðrum fremur undirbjuggu nemendur undir atvinnumennsku í tónlist og frekara háskólanám. Þeir 257 nemendur sem stunduðu nám í Reykjavík en áttu ekki lögheimili þar á þeim tíma urðu því að semja sérstaklega um það við sín sveitarfélög að þau greiddu með tónlistarnámi þeirra. Sveitarfélögin tóku þessum óskum nemenda misjafnlega. Ef lögheimilissveitarfélagið neitaði að greiða með nemendunum urðu þeir að reyna að færa lögheimili sitt til Reykjavíkur eða stunda nám í sínu sveitarfélagi, þar sem í flestum tilfellum var ekki boðið upp á samsvarandi nám. Þetta fyrirkomulag leiddi því til þess að nemendur voru bundnir vistarböndum í sínu sveitarfélagi. Í framhaldi af þessum aðgerðum Reykjavíkurborgar vöknuðu upp spurningar um hvort ríkið ætti frekar að greiða með nemendum á framhaldsstigi til þess að losa um þessa átthagafjötra og nemendum væri frjálst að velja hvar þeir stunduðu tónlistarnám. Árið 2004 kom strax í ljós að þeir fjármunir sem spöruðust með ákvörðun Reykjavíkurborgar höfðu ekki verið notaðir til þess að fjölga tónlistarnemum þar, sem voru meginrök borgaryfirvalda, heldur einfaldlega verið teknir úr málaflokknum.Samkomulag um eflingu tónlistarnáms Þann 13. maí 2011 undirrituðu fulltrúar ríkis og sveitarfélaga samkomulag um eflingu tónlistarnáms á Íslandi. Samkomulagið var gert eftir nokkurra ára deilur ríkis og sveitarfélaga um hver ætti að bera kostnað af kennslu á framhaldsstigi í tónlistarskólum landsins. Deilan átti fyrst og fremst rætur að rekja til fyrrnefndrar ákvörðunar Reykjavíkurborgar. Við gerð samkomulagsins var ekki haft neitt samráð við þá skóla í Reykjavík sem hafa flesta nemendur á því námsstigi sem það náði til. Þrátt fyrir það bundu tónlistarskólarnir miklar vonir við samkomulagið, því það átti að bæta fyrir niðurskurð undangenginna ára, jafna aðstöðumun nemenda og skýra hver bæri ábyrgð á kennslukostnaði. Strax sama haust kom í ljós að ríki og Reykjavíkurborg lögðu ólíkan skilning í inntak samkomulagsins. Fulltrúar Reykjavíkur héldu því fram að nám á framhaldsstigi í tónlist væri sambærilegt námi í framhaldsskólum og á ábyrgð ríkisins og drógu því allt það fjármagn sem borgin hafði lagt til framhaldsstigsins út úr málaflokknum. Aftur á móti bentu fulltrúar ríkisvaldsins á að lögum samkvæmt væri rekstur tónlistarskóla á ábyrgð sveitarfélaga. Allar götur síðan hafa ríki og Reykjavíkurborg deilt um hver eigi að greiða þennan kennslukostnað, engir þjónustusamningar hafa verið gerðir við skólana um kennslu á þessu skólastigi og skólarnir hafa hvað eftir annað staðið frammi fyrir greiðsluþroti og því að geta ekki greitt kennurum sínum laun. Ítrekað hafa skólarnir hafið skólastarf að hausti án þess að rekstrargrundvöllur þeirra sé tryggður. Tónlistarskólunum hefur verið bjargað fyrir horn með bráðabirgðaúrræðum og neyðarlánum en ennþá hefur engin framtíðarlausn fundist. Á meðan fjárhagsleg ábyrgð á kennslukostnaði hefur ekki verið skilgreind er rekstur þeirra skóla sem sérhæfa sig í kennslu á framhaldsstigi í uppnámi og framtíð þeirra óörugg.Hver ber ábyrgðina? Deila Reykjavíkurborgar og ríkis snýst fyrst og fremst um hver eigi að greiða kennslukostnað á framhaldsstigi í hljóðfæraleik og mið- og framhaldsstigi í söng. Reykjavíkurborg hefur eitt allra sveitarfélaga á landinu kosið að skilja samkomulagið á þann veg að ríkið beri alla ábyrgð á kennslu í tónlist á framhaldsstigi. Önnur sveitarfélög hafa aftur á móti greitt þann kostnað sem vantar upp á kennslukostnað í framhaldsnámi. Eins og fram hefur komið í máli Halldórs Halldórssonar, formanns Sambands íslenskra sveitarfélaga, og Elínar Pálsdóttur, forstöðumanns Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga, eru það sveitarfélögin sem bera ábyrgð á rekstri tónlistarskólanna og verða því að brúa bilið og greiða það sem vantar upp á kennslukostnað á framhaldsstigi. Röksemdir Reykjavíkurborgar í þessari deilu verða að teljast hæpnar. Samkvæmt verkaskiptasamningi milli sveitarfélaga og ríkisins sem hefur verið í gildi frá 1989, sem byggist á lögum um tónlistarskóla, taka sveitarfélögin alfarið að sér rekstur tónlistarskóla og launagreiðslur til þeirra. Til þess að takast á við þetta verkefni voru sveitarfélögunum tryggðir sérstakir tekjustofnar sem ekki hefur verið hreyft við þrátt fyrir sinnaskipti borgarinnar. Skilningur Katrínar Jakobsdóttur, fyrrverandi menntamálaráðherra, og Illuga Gunnarssonar núverandi menntamálaráðherra, á samkomulaginu er sá sami: Þær 520 m.kr. sem ríkið setti inn í málaflokkinn árið 2011 var ætlað að vera viðbótarfjármagn til eflingar tónlistarkennslu og til þess að losa átthagafjötra tónlistarnemenda á framhaldsstigi, en átti ekki að kosta alla kennslu á því námsstigi.Menningarborg Reykjavík er höfuðborg Íslands og verður að standa undir nafni sem slík. Styrkur íslensks tónlistarlífs byggist á því góða starfi sem hefur verið unnið í tónlistarskólum landsins á undanförnum áratugum. Það eru ekki síst þeir skólar sem sérhæfa sig í kennslu á framhaldsstigi í Reykjavík sem hafa lagt grunninn að blómlegu tónlistarlífi á Íslandi. Það er mikilvægt að efnilegir tónlistarnemendur hvaðanæva af landinu hafi aðgang að þeim skólum. Reykjavíkurborg ætti að tryggja sér sess sem menningarborg með því að verja það sem er gott í menntakerfinu, taka ábyrgð á tónlistarskólunum og tryggja að sú kynslóð tónlistarnemenda sem nú vex úr grasi fái eins góða menntun og kostur er.
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun