Innlent

Ætla í skemmtigarð og moka í sumar

Bræðurnir Rúnar Daði, 5 ára, og Emil Orri, alveg að verða 3ja ára.
Bræðurnir Rúnar Daði, 5 ára, og Emil Orri, alveg að verða 3ja ára.
Bræðurnir Rúnar Daði Vatnsdal og Emil Orri Vatnsdal Sveinssynir eru frá Akureyri, en fluttu til Noregs með mömmu sinni og pabba um áramótin.

Er gaman að eiga heima í Noregi? Rúnar: Já það er mjög gaman. Emil: Já

Hvað er skemmtilegast að gera? Rúnar: Fara í skemmtigarð. Emil: Ég man það ekki.

Hvað er besta fótboltaliðið? Rúnar: Þór & Ålgård. Emil: Þór, ekki KA.

Hvað ætlar þú að gera í sumar? Rúnar: Fara í skemmtigarð og heimsækja Örnu í Danmörku. Emil: Moka.

Hvað langar þig að verða þegar þú verður stór? Rúnar: Slökkviliðsmaður og málari, eins og pabbi minn. Emil: Málari.

Hver er besti vinur þinn? Rúnar: Styrmir, og frændurnir mínir Sverrir og Siggi. Emil: Rúnar og afi Siggi á Akureyri.

Hvað er uppáhaldsmaturinn þinn? Rúnar: Pitsa, lasanja og hakk og spagettí. Emil: Weetabix og súkkulaði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×