Engin uppgjöf á Djúpavogi og fiskvinnslan endurreist Kristján Már Unnarsson skrifar 27. ágúst 2015 20:45 Tekist hefur að endurheimta tvo þriðju hluta þeirra fiskvinnslustarfa sem töpuðust á Djúpavogi þegar Vísir í Grindavík ákvað að loka í fyrra. Samstöðu heimamanna er þakkað. Tilkynningin í fyrravor þótti reiðarslag fyrir Djúpavog enda var fiskvinnsla Vísis stærsta atvinnufyrirtækið. Skilaboðin til starfsmanna þóttu stuðandi; þið getið bara flutt öll til Grindavíkur. Á Djúpavogi neituðu menn hins vegar að gefast upp. Í fréttum Stöðvar 2 sést línubáturinn Sunnutindur SU, áður Þórkatla GK, koma inn með afla til vinnslu í heimabyggð en fyrirtækið Búlandstindur keypti hann til Djúpavogs í vor til að styðja við fiskvinnsluna. Elís Grétarsson, framkvæmdastjóri Búlandstinds ehf., segir að samið hafi verið við Vísi um að fá húsin. Tæki og tól hafi verið keypt til að halda áfram vinnslunni.Frá Djúpavogi við Berufjörð. Í þorpinu búa nú um 330 manns en í sveitarfélaginu öllu um 420 manns.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Fimm bátar landa nú reglulega hjá Búlandstindi. Fyrirtækið er í eigu Ósness á Djúpavogi og Fiskeldis Austfjarða en það vinnur einnig eldisfisk. Elís segir að áður hafi starfað yfir 50 manns hjá Vísi og nú séu starfsmenn orðnir um 35 talsins. „Það hefur tekist ótrúlega vel að vinna úr þessu og það sýnir hvað samfélagið er í raun sterkt í grunninn,“ segir Andrés Skúlason, oddviti Djúpavogshrepps. Hér er byggðakvóti lykilþáttur, að sögn Elíss. „Það vantar svolítið mikið upp á aflaheimildirnar. Það þyrfti að vera minnst helmingi meira, þannig að vel ætti að vera,“ segir Elís. Andrés oddviti bendir á að 50 manns hafi flutt burt á einu bretti. Við svipaðar aðstæður hafi það gerst í mörgum öðrum samfélögum að húsin, sem fólkið flutti úr, hafi selst sem sumarhús.Andrés Skúlason, oddviti Djúpavogshrepps.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.„En hér gerðist það ekki. Hér hafa húsin selst, ungt fjölskyldufólk, kraftmikið, verið að kaupa þessi hús. Þannig að þetta sýnir fyrst og síðast hvað íbúarnir hafa mikla trú á byggðinni sinni. Þannig að hér er sko engin uppgjöf,“ segir Andrés. Djúpivogur er því ekki deyjandi samfélag: „Nei, nei. Djúpivogur verður hérna áfram, hef ég trú á,“ segir framkvæmdastjóri Búlandstinds. Tengdar fréttir Vísismálið áminning til stjórnvalda Bæjarráð Ísafjarðarbæjar segir útilokað fyrir eigendur Vísis hf. að loka starfsstöðvum á Þingeyri, Húsavík og Djúpavogi, án samráðs við þá sem tengist málinu. 14. apríl 2014 07:00 Þeir fara með kvótann á einu bretti burt Aðalsteinn Baldursson, formaður Framsýnar stéttarfélags á Húsavík, segir bæjarfélagið í áfalli eftir að tilkynnt var um lokun fiskvinnslunnar í bænum. 29. mars 2014 09:00 Íbúar Djúpavogs í stríð við stjórnvöld: "Við neitum að gefast upp“ Sveitastjórn Djúpavogs fer óhefðbundnar leiðir til þess að mótmæla áhrifum fiskveiðistjórnunarkerfisins á sveitarfélagið. Tveir kvikmyndagerðarmenn, sem ólust þar upp, hafa nú gert áhrifaríkt myndband sem sýnir samstöðu íbúa Djúpavogs í baráttunni gegn stjórnvöldum. 20. maí 2014 14:01 Lokun á Djúpavogi frestað um eitt ár Pétur Hafsteinn Pálsson, framkvæmdastjóri Vísis hf. var gestur Björns Inga í Eyjunni á Stöð 2 í gær. 26. maí 2014 10:16 Mest lesið Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Viðskipti erlent Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Viðskipti erlent Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap Viðskipti innlent „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Neytendur Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Viðskipti erlent Syndis kaupir Ísskóga Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Fleiri fréttir Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Sjá meira
Tekist hefur að endurheimta tvo þriðju hluta þeirra fiskvinnslustarfa sem töpuðust á Djúpavogi þegar Vísir í Grindavík ákvað að loka í fyrra. Samstöðu heimamanna er þakkað. Tilkynningin í fyrravor þótti reiðarslag fyrir Djúpavog enda var fiskvinnsla Vísis stærsta atvinnufyrirtækið. Skilaboðin til starfsmanna þóttu stuðandi; þið getið bara flutt öll til Grindavíkur. Á Djúpavogi neituðu menn hins vegar að gefast upp. Í fréttum Stöðvar 2 sést línubáturinn Sunnutindur SU, áður Þórkatla GK, koma inn með afla til vinnslu í heimabyggð en fyrirtækið Búlandstindur keypti hann til Djúpavogs í vor til að styðja við fiskvinnsluna. Elís Grétarsson, framkvæmdastjóri Búlandstinds ehf., segir að samið hafi verið við Vísi um að fá húsin. Tæki og tól hafi verið keypt til að halda áfram vinnslunni.Frá Djúpavogi við Berufjörð. Í þorpinu búa nú um 330 manns en í sveitarfélaginu öllu um 420 manns.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Fimm bátar landa nú reglulega hjá Búlandstindi. Fyrirtækið er í eigu Ósness á Djúpavogi og Fiskeldis Austfjarða en það vinnur einnig eldisfisk. Elís segir að áður hafi starfað yfir 50 manns hjá Vísi og nú séu starfsmenn orðnir um 35 talsins. „Það hefur tekist ótrúlega vel að vinna úr þessu og það sýnir hvað samfélagið er í raun sterkt í grunninn,“ segir Andrés Skúlason, oddviti Djúpavogshrepps. Hér er byggðakvóti lykilþáttur, að sögn Elíss. „Það vantar svolítið mikið upp á aflaheimildirnar. Það þyrfti að vera minnst helmingi meira, þannig að vel ætti að vera,“ segir Elís. Andrés oddviti bendir á að 50 manns hafi flutt burt á einu bretti. Við svipaðar aðstæður hafi það gerst í mörgum öðrum samfélögum að húsin, sem fólkið flutti úr, hafi selst sem sumarhús.Andrés Skúlason, oddviti Djúpavogshrepps.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.„En hér gerðist það ekki. Hér hafa húsin selst, ungt fjölskyldufólk, kraftmikið, verið að kaupa þessi hús. Þannig að þetta sýnir fyrst og síðast hvað íbúarnir hafa mikla trú á byggðinni sinni. Þannig að hér er sko engin uppgjöf,“ segir Andrés. Djúpivogur er því ekki deyjandi samfélag: „Nei, nei. Djúpivogur verður hérna áfram, hef ég trú á,“ segir framkvæmdastjóri Búlandstinds.
Tengdar fréttir Vísismálið áminning til stjórnvalda Bæjarráð Ísafjarðarbæjar segir útilokað fyrir eigendur Vísis hf. að loka starfsstöðvum á Þingeyri, Húsavík og Djúpavogi, án samráðs við þá sem tengist málinu. 14. apríl 2014 07:00 Þeir fara með kvótann á einu bretti burt Aðalsteinn Baldursson, formaður Framsýnar stéttarfélags á Húsavík, segir bæjarfélagið í áfalli eftir að tilkynnt var um lokun fiskvinnslunnar í bænum. 29. mars 2014 09:00 Íbúar Djúpavogs í stríð við stjórnvöld: "Við neitum að gefast upp“ Sveitastjórn Djúpavogs fer óhefðbundnar leiðir til þess að mótmæla áhrifum fiskveiðistjórnunarkerfisins á sveitarfélagið. Tveir kvikmyndagerðarmenn, sem ólust þar upp, hafa nú gert áhrifaríkt myndband sem sýnir samstöðu íbúa Djúpavogs í baráttunni gegn stjórnvöldum. 20. maí 2014 14:01 Lokun á Djúpavogi frestað um eitt ár Pétur Hafsteinn Pálsson, framkvæmdastjóri Vísis hf. var gestur Björns Inga í Eyjunni á Stöð 2 í gær. 26. maí 2014 10:16 Mest lesið Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Viðskipti erlent Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Viðskipti erlent Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap Viðskipti innlent „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Neytendur Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Viðskipti erlent Syndis kaupir Ísskóga Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Fleiri fréttir Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Sjá meira
Vísismálið áminning til stjórnvalda Bæjarráð Ísafjarðarbæjar segir útilokað fyrir eigendur Vísis hf. að loka starfsstöðvum á Þingeyri, Húsavík og Djúpavogi, án samráðs við þá sem tengist málinu. 14. apríl 2014 07:00
Þeir fara með kvótann á einu bretti burt Aðalsteinn Baldursson, formaður Framsýnar stéttarfélags á Húsavík, segir bæjarfélagið í áfalli eftir að tilkynnt var um lokun fiskvinnslunnar í bænum. 29. mars 2014 09:00
Íbúar Djúpavogs í stríð við stjórnvöld: "Við neitum að gefast upp“ Sveitastjórn Djúpavogs fer óhefðbundnar leiðir til þess að mótmæla áhrifum fiskveiðistjórnunarkerfisins á sveitarfélagið. Tveir kvikmyndagerðarmenn, sem ólust þar upp, hafa nú gert áhrifaríkt myndband sem sýnir samstöðu íbúa Djúpavogs í baráttunni gegn stjórnvöldum. 20. maí 2014 14:01
Lokun á Djúpavogi frestað um eitt ár Pétur Hafsteinn Pálsson, framkvæmdastjóri Vísis hf. var gestur Björns Inga í Eyjunni á Stöð 2 í gær. 26. maí 2014 10:16