Fjölnir vitni að hryllilegri bílveltu: "Maður trúði því ekki að þær væru á lífi“ Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 17. maí 2015 18:45 Bíllinn var mikið skemmdur en sem betur fer slösuðust stúlkurnar ekki alvarlega. Vísir/Jenný „Maður trúði því ekki að þær væru á lífi,“ segir Fjölnir Þorgeirsson, athafnamaður, í samtali við Vísi en hann varð vitni að bílslysi í gær í Þrengslunum. Fréttanetið greindi fyrst frá þessu í gær. „Ég var að ná í strákinn minn í Þorlákshöfn, var með báða strákana með mér, þegar bíllinn kom á fleygiferð veltandi á móti mér. Ég hljóp út, hringdi í 112 og hljóp að bílnum.“ Fjölnir reyndi að komast að bílnum sem valt að hans sögn um 100 metra út í móa frá veginum. „Það kom ekkert hljóð frá bílnum fyrst,“ útskýrir Fjölnir en hann óttaðist að þær væru látnar eða stórslasaðar. „En síðan heyrði ég í þeim og þær í mér. Ég sagði þeim að bíða rólegar, ég væri að koma.“ Fjölnir spjallaði við stúlkurnar og gerði sitt besta til að fá þær til að slaka á. Hann athugaði með áverka á þeim og aðstoðaði þær við að komast út úr bílnum þegar hann taldi áverkana ekki vera með þeim hætti að það myndi skaða þær frekar.Bíllinn tók hring í loftinu án þess að snerta jörðFjölnir segir ótrúlegt að stúlkurnar hafi ekki slasast meira en raun bar vitni. „Bíllinn fór alveg í flikkflakk og heljarstökk. Hann fór í margar veltur og tók meira að segja hring í loftinu án þess að koma við jörðina.“ Hann hafnaði svo í móanum langt frá veginum líkt og áður kom fram. Vísir náði tali af einum farþega bílsins en hún heitir Jenný Karen Aðalsteinsdóttir. „Bílstjórinn, Rakel, var skiljanlega í mesta sjokkinu. Hágrét og sagði bara fyrirgefðu, fyrirgefðu,“ útskýrir Jenný. Hún vill hvetja alla til þess að nota bílbelti. „Ég er enn að finna fleiri og fleiri marbletti, á mjöðmunum og svona en alls ekkert alvarlegt. Þetta eru minniháttar meiðsl.“ Jæja gott fólk, núna ætla ég að sýna fram á það að beltin bjarga. Eins og margir vita var ég ásamt Rakel systir minni og...Posted by Jenný Karen Aðalsteinsdóttir on Saturday, May 16, 2015 Hvetur alla til að nota bílbeltin Hún deildi mynd af bílnum á Facebook síðu sinni. Í færslunni þakkar hún vegfarendum hjálpina eftir hið hræðilega atvik. „Eins og margir vita var ég ásamt Rakel systur minni og Lilju frænku okkar í bílveltu rúmlega hálf sex í dag, við vorum á leiðinni úr bænum í Þrengslunum þegar bíllinn fór að renna til hægri og svo vinstri,“ segir hún í færslunni. „Ég tók föstu taki í handfangið í loftinu og það eina sem ég gat hugsað var hvað ég elskaði þessar stelpur mikið og að engin mætti deyja. Eftir nokkrar veltur stoppaði bíllinn, allar með meðvitund og fórum að leita að síma, stuttu seinna kemur maður og hjálpar okkur út.“ Hún lýsir því hvernig þær voru færðar í sjokki inn í bíla sem höfðu stöðvað vegna slyssins. Þær voru síðan fluttar með sjúkrabíl á slysadeild. Þar kom í ljós að meiðslin voru minniháttar. „Það var alveg fáránlegt hvað við sluppum vel,“ sagði hún í samtali við Vísi. „Ég vil þakka öllum kærlega fyrir hjálpina eftir þetta hræðilega atvik og vona að það sé í lagi með fólkið í seinni bílnum og þakka Guði fyrir að ekki fór verr. Ótrúlegt að við skulum hafa gengið þarna út.“ Fjölnir segir ísingu á veginum eflaust hafa verið orsökina á bakvið slysið en á svæðinu var mikið um snjó og sleipt á veginum. Annar bíll valt í kjölfar bíls stúlknanna og enn annar rann út í kant. Það hafa því ekki verið góðar aðstæður til aksturs á svæðinu.Að þessu var ég vitni af í dag! ein hræðilegasta sjón sem ég hef séð! en fór betur en á horfðist ! ég náði að koma öllum...Posted by Fjölnir Þorgeirsson on Saturday, May 16, 2015<\center> Mest lesið „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Samfylkingin velur sér borgarstjóraefni Innlent Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Innlent Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Innlent Fleiri fréttir Samfylkingin velur sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Sjá meira
„Maður trúði því ekki að þær væru á lífi,“ segir Fjölnir Þorgeirsson, athafnamaður, í samtali við Vísi en hann varð vitni að bílslysi í gær í Þrengslunum. Fréttanetið greindi fyrst frá þessu í gær. „Ég var að ná í strákinn minn í Þorlákshöfn, var með báða strákana með mér, þegar bíllinn kom á fleygiferð veltandi á móti mér. Ég hljóp út, hringdi í 112 og hljóp að bílnum.“ Fjölnir reyndi að komast að bílnum sem valt að hans sögn um 100 metra út í móa frá veginum. „Það kom ekkert hljóð frá bílnum fyrst,“ útskýrir Fjölnir en hann óttaðist að þær væru látnar eða stórslasaðar. „En síðan heyrði ég í þeim og þær í mér. Ég sagði þeim að bíða rólegar, ég væri að koma.“ Fjölnir spjallaði við stúlkurnar og gerði sitt besta til að fá þær til að slaka á. Hann athugaði með áverka á þeim og aðstoðaði þær við að komast út úr bílnum þegar hann taldi áverkana ekki vera með þeim hætti að það myndi skaða þær frekar.Bíllinn tók hring í loftinu án þess að snerta jörðFjölnir segir ótrúlegt að stúlkurnar hafi ekki slasast meira en raun bar vitni. „Bíllinn fór alveg í flikkflakk og heljarstökk. Hann fór í margar veltur og tók meira að segja hring í loftinu án þess að koma við jörðina.“ Hann hafnaði svo í móanum langt frá veginum líkt og áður kom fram. Vísir náði tali af einum farþega bílsins en hún heitir Jenný Karen Aðalsteinsdóttir. „Bílstjórinn, Rakel, var skiljanlega í mesta sjokkinu. Hágrét og sagði bara fyrirgefðu, fyrirgefðu,“ útskýrir Jenný. Hún vill hvetja alla til þess að nota bílbelti. „Ég er enn að finna fleiri og fleiri marbletti, á mjöðmunum og svona en alls ekkert alvarlegt. Þetta eru minniháttar meiðsl.“ Jæja gott fólk, núna ætla ég að sýna fram á það að beltin bjarga. Eins og margir vita var ég ásamt Rakel systir minni og...Posted by Jenný Karen Aðalsteinsdóttir on Saturday, May 16, 2015 Hvetur alla til að nota bílbeltin Hún deildi mynd af bílnum á Facebook síðu sinni. Í færslunni þakkar hún vegfarendum hjálpina eftir hið hræðilega atvik. „Eins og margir vita var ég ásamt Rakel systur minni og Lilju frænku okkar í bílveltu rúmlega hálf sex í dag, við vorum á leiðinni úr bænum í Þrengslunum þegar bíllinn fór að renna til hægri og svo vinstri,“ segir hún í færslunni. „Ég tók föstu taki í handfangið í loftinu og það eina sem ég gat hugsað var hvað ég elskaði þessar stelpur mikið og að engin mætti deyja. Eftir nokkrar veltur stoppaði bíllinn, allar með meðvitund og fórum að leita að síma, stuttu seinna kemur maður og hjálpar okkur út.“ Hún lýsir því hvernig þær voru færðar í sjokki inn í bíla sem höfðu stöðvað vegna slyssins. Þær voru síðan fluttar með sjúkrabíl á slysadeild. Þar kom í ljós að meiðslin voru minniháttar. „Það var alveg fáránlegt hvað við sluppum vel,“ sagði hún í samtali við Vísi. „Ég vil þakka öllum kærlega fyrir hjálpina eftir þetta hræðilega atvik og vona að það sé í lagi með fólkið í seinni bílnum og þakka Guði fyrir að ekki fór verr. Ótrúlegt að við skulum hafa gengið þarna út.“ Fjölnir segir ísingu á veginum eflaust hafa verið orsökina á bakvið slysið en á svæðinu var mikið um snjó og sleipt á veginum. Annar bíll valt í kjölfar bíls stúlknanna og enn annar rann út í kant. Það hafa því ekki verið góðar aðstæður til aksturs á svæðinu.Að þessu var ég vitni af í dag! ein hræðilegasta sjón sem ég hef séð! en fór betur en á horfðist ! ég náði að koma öllum...Posted by Fjölnir Þorgeirsson on Saturday, May 16, 2015<\center>
Mest lesið „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Samfylkingin velur sér borgarstjóraefni Innlent Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Innlent Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Innlent Fleiri fréttir Samfylkingin velur sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Sjá meira