Innlent

Brugðust skjótt við hjartaáfalli um borð í vél WOW Air

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Farþegi vélarinnar segir áhöfnina hafa staðið sig með miklum sóma.
Farþegi vélarinnar segir áhöfnina hafa staðið sig með miklum sóma. vísir/gva
Farþegar um borð í vél WOW Air á leið frá Alicante til Keflavíkur sýndu mikið snarræði í nótt þegar eldri maður fékk hjartaáfall. Pressan greindi fyrst frá og staðfestir Svanhvít Friðriksdóttir, upplýsingafulltrúi WOW í samtali við Vísi, að vélinni hafi verið millilent í Glasgow í nótt til að koma manninum sem fyrst á sjúkrahús. Þjóðerni mannsins liggur ekki fyrir en telja má líklegt að um Íslending sé að ræða.

Ónafngreindur farþegi vélarinnar segir í samtali við Pressuna að ungur læknir og tveir hjúkrunarfræðingar hafi brugðist skjótt við fyrirspurn áhafnar um heilbrigðisstarfsfólk um borð í vélinni. Endurlífgun hafi tekið langan tíma og þau hnoðað til skiptis.

Ástand mannsins liggur ekki fyrir að sögn Svanhvítar en farþeginn segir að ástand mannsins hafi verið stöðugt þegar hann var fluttur úr vélinni. Farþeginn hrósar áhöfn WOW sem hafi brugðist skjótt við, haldið yfirvegun og ró þrátt fyrir að ástandið væri alvarlegt.

Vél WOW lenti í Keflavík klukkan 4:23 í nótt en átti upphaflega að lenda um eittleytið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×