Skoðun

Blinda og dauði á biðlistum

Ólafur Ólafsson skrifar
Skortur á fé til heilbrigðisþjónustunnar og sein viðbrögð stjórnvalda við lausn verkfalla í heilbrigðisþjónustunni valda því að sjúklingum á biðlistum bíður ótímabær dauði, jafnframt bíður augnsjúklingum með alvarlegan hrörnunarsjúkdóm hratt vaxandi sjóndepurð og blinda, ef Alþingi (fjárveitingarnefnd) veitir ekki fé til kaupa á tilteknum lyfjum. Erlendar rannsóknir sýna að 10-15% sjúklinga deyja á löngum biðlistum t.d. hjartabiðlistum. Engin gögn eru til um slíkt brot á heilbrigðisþjónustunni síðan við tókum upp almennar tryggingar fyrir 70 árum. Fleiri dæmi mætti nefna.

Ég er sammála landlækni um að þessu ógnvekjandi og lífshættulega ástandi verður að ljúka nú þegar. Stjórnvöld verða að bregðast við verkfalli heilbrigðisstétta.

Alþingi getur áreiðanlega fundið leiðir sem ekki valda fólki lífshættu og komið þannig í veg fyrir að valda fólki blindu og dauða. Alþingi getur áreiðanlega fundið aðrar sparnaðarleiðir sem ekki valda fólki blindu eða öðru verra.




Skoðun

Skoðun

Vertu drusla!

Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar

Skoðun

Ert þú drusla?

Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar

Sjá meira


×