Þriðja aflið Ketill Berg Magnússon skrifar 9. júní 2015 07:00 Auk hins opinbera geira og viðskiptageirans samanstendur samfélag okkar af þriðja geiranum. Ólíkt hinu opinbera og fyrirtækjum felast í þriðja geiranum frjáls félagasamtök og sjálfseignarstofnanir sem starfa í almannaþágu, reiða sig að miklu leyti á sjálfboðastörf og starfa ekki með hagnaðarvon að leiðarljósi. Slík félög sinna hjálparstarfi, umönnun, íþróttum, menningu, vísindum og öðrum mikilvægum verkefnum í samfélaginu.Framlag til farsældar Starf félagasamtaka og sjálfboðaliða er ekki tekið með í reikninginn þegar hagtölur hérlendis eru teknar saman. Hlutur þriðja geirans vegur þó þungt í hagtölum þjóða samkvæmt rannsókn Johns Hopkins háskólans, bæði sem hlutfall af vinnuafli þjóða og heildarþjóðarframleiðslu. Nýjar aðferðir sem nú eru að ryðja sér til rúms til að mæla hagsæld þjóða gefa vísbendingu um að þriðji geirinn eigi jafnvel enn meiri þátt í farsæld þjóða en áður var talið.Öflugri saman Frjáls félagasamtök sinna ólíkum verkefnum og starfa hvert með sínum hætti. Almannaheill – samtök þriðja geirans er vettvangur fyrir öll félagasamtök og sjálfseignarstofnanir sem vinna að heill ótiltekins fjölda fólks án hagnaðarvonar. Öflug regnhlífarsamtök þriðja geirans auka þekkingu og skilning stjórnvalda, fjölmiðla og almennings á hlut sjálfboðaliða með hugsjónir, fórnfýsi og ábyrgt skipulag að leiðarljósi í efnahagslegri og samfélagslegri velferð okkar. Því fleiri almannaheillasamtök sem fylkja sér undir merki Almannaheilla, þeim mun öflugri verður rödd þriðja geirans í samfélaginu – þar á meðal gagnvart stjórnvöldum og opinberum stofnunum.Fundur fólksins Samtökin Almannaheill eru einn af aðstandendum Fundar fólksins í Vatnsmýrinni 11. -13. júní nk. Þar munu Almannaheill meðal annars efna til málþings um mikilvægi frjálsra félagasamtaka í samfélaginu. Aðalfyrirlesarinn verður Sir Stephen Bubb, framkvæmdastjóri félags stjórnenda sjálfboðasamtaka í Bretlandi. Fundurinn fer fram í Norræna húsinu þann 12. júní kl. 15-17 og er öllum opinn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ketill Berg Magnússon Mest lesið Við erum að missa klefann Arnar Ingi Ingason Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson Skoðun Tölum Breiðholtið upp Valný Óttarsdóttir Skoðun Framtíð íslenskunnar í alþjóðlegan heimi Alaina Bush Skoðun 4% – varúðarviðmið sem byggist á vísindum Lísa Anne Libungan Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Að leiðast er ekki alltaf leiðinlegt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Loftslagsáhætta er öryggismál Jóhann Páll Jóhannsson,Johan Rockström Skoðun Skósveinar í Samfylkingunni? Teitur Atlason Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann skrifar Skoðun Steinunn GG hefur það sem mestu skiptir Sverrir Þórisson skrifar Skoðun Við erum að missa klefann Arnar Ingi Ingason skrifar Skoðun Framtíð íslenskunnar í alþjóðlegan heimi Alaina Bush skrifar Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun 4% – varúðarviðmið sem byggist á vísindum Lísa Anne Libungan skrifar Skoðun Tölum Breiðholtið upp Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Að leiðast er ekki alltaf leiðinlegt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Loftslagsáhætta er öryggismál Jóhann Páll Jóhannsson,Johan Rockström skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er fjölbreytt borg Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Hversdagurinn er ævintýri Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Lærdómur frá Grænlandi um fæðuöryggi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Ísland–Kanada Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð þróun í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar Skoðun Einn deilibíll kemur í stað 16 einkabíla Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir skrifar Skoðun Lestrarkennsla íslenskra barna Ingibjörg Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Kópavogsmódelið fullkomið ? Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Orðum fylgir ábyrgð – líka þegar rætt er um loftslagsbreytingar Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Uppbygging félagslegs húsnæðis – með fólkið í forgrunni Ellen Calmon skrifar Skoðun Guðmundur til þjónustu í velferðarmálum Guðbjörg Sveinsdóttir,Arndís Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Orðræða sem sameinar – ekki sundrar Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Af bambus í Vesturbugt og 14 mínútna leikriti Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Skál fyrir betri heilsu! Lára G. Sigurðardóttir,Valgerður Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Guðmund Inga í 3. sætið Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Skósveinar í Samfylkingunni? Teitur Atlason skrifar Skoðun Ákærandi, dómari og böðull Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Lausnin við öllum vandamálum menntakerfisins Stein Olav Romslo skrifar Sjá meira
Auk hins opinbera geira og viðskiptageirans samanstendur samfélag okkar af þriðja geiranum. Ólíkt hinu opinbera og fyrirtækjum felast í þriðja geiranum frjáls félagasamtök og sjálfseignarstofnanir sem starfa í almannaþágu, reiða sig að miklu leyti á sjálfboðastörf og starfa ekki með hagnaðarvon að leiðarljósi. Slík félög sinna hjálparstarfi, umönnun, íþróttum, menningu, vísindum og öðrum mikilvægum verkefnum í samfélaginu.Framlag til farsældar Starf félagasamtaka og sjálfboðaliða er ekki tekið með í reikninginn þegar hagtölur hérlendis eru teknar saman. Hlutur þriðja geirans vegur þó þungt í hagtölum þjóða samkvæmt rannsókn Johns Hopkins háskólans, bæði sem hlutfall af vinnuafli þjóða og heildarþjóðarframleiðslu. Nýjar aðferðir sem nú eru að ryðja sér til rúms til að mæla hagsæld þjóða gefa vísbendingu um að þriðji geirinn eigi jafnvel enn meiri þátt í farsæld þjóða en áður var talið.Öflugri saman Frjáls félagasamtök sinna ólíkum verkefnum og starfa hvert með sínum hætti. Almannaheill – samtök þriðja geirans er vettvangur fyrir öll félagasamtök og sjálfseignarstofnanir sem vinna að heill ótiltekins fjölda fólks án hagnaðarvonar. Öflug regnhlífarsamtök þriðja geirans auka þekkingu og skilning stjórnvalda, fjölmiðla og almennings á hlut sjálfboðaliða með hugsjónir, fórnfýsi og ábyrgt skipulag að leiðarljósi í efnahagslegri og samfélagslegri velferð okkar. Því fleiri almannaheillasamtök sem fylkja sér undir merki Almannaheilla, þeim mun öflugri verður rödd þriðja geirans í samfélaginu – þar á meðal gagnvart stjórnvöldum og opinberum stofnunum.Fundur fólksins Samtökin Almannaheill eru einn af aðstandendum Fundar fólksins í Vatnsmýrinni 11. -13. júní nk. Þar munu Almannaheill meðal annars efna til málþings um mikilvægi frjálsra félagasamtaka í samfélaginu. Aðalfyrirlesarinn verður Sir Stephen Bubb, framkvæmdastjóri félags stjórnenda sjálfboðasamtaka í Bretlandi. Fundurinn fer fram í Norræna húsinu þann 12. júní kl. 15-17 og er öllum opinn.
Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar
Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir skrifar
Skoðun Guðmundur til þjónustu í velferðarmálum Guðbjörg Sveinsdóttir,Arndís Vilhjálmsdóttir skrifar