Birting stöðugleikaskilyrða InDefence hópurinn skrifar 26. september 2015 07:00 Hr. Már Guðmundsson, Seðlabankastjóri Samhliða kynningu stjórnvalda á stöðugleikaskattinum þann 8. júní 2015 var tilkynnt að í stað skattsins stæði slitabúum gömlu bankanna til boða að greiða stöðugleikaframlag. Þetta stöðugleikaframlag átti að uppfylla svokölluð stöðugleikaskilyrði, sem væru í raun jafngild skattinum í þeim skilningi að þau standi með sama hætti vörð um hagsmuni heimila og fyrirtækja. Jafnframt kom fram að ferlið við afnám gjaldeyrishafta yrði opið og gagnsætt. Sú fyrirætlun var að mati undirritaðra góð enda ljóst að betur sjá augu en auga. Nú, rúmum þremur mánuðum síðar, hafa skilyrðin enn ekki verið birt opinberlega eftir því sem við komumst næst. Seðlabankinn hefur því enn ekki staðið við loforð stjórnvalda um opið og gagnsætt ferli. Svo virðist sem ekki einu sinni lykil hagsmunaaðilar eins og Alþingi, efnahags-og viðskiptanefnd eða bankaráð Seðlabankans hafi fengið kynningu á þeim. Einu aðilarnir sem vitað er til að hafi fengið upplýsingar um stöðugleikaskilyrðin eru slitabú gömlu bankanna og kröfuhafar þeirra. Samt eru einungis þrír mánuðir þar til frestur slitabúa til að undirgangast stöðugleikaskilyrðin rennur út. Stöðugleikaskatturinn átti að skila 850 ma.kr. til ríkissjóðs, en þó var hægt að fá afslátt þannig að lækka mætti skattinn í 682 ma.kr. gegn bindingu erlends gjaldeyris í landinu. Í nýjustu Peningamálum metur Seðlabankinn hins vegar stöðugleikaframlagið samkvæmt tillögum slitabúanna upp á 15% af VLF eða um 300 ma.kr. Þetta vekur upp mjög áleitnar spurningar um það hvernig stöðugleikaframlag upp á 300 ma.kr. getur verið jafngilt 850 ma.kr. stöðugleikaskatti. Miðað við gríðarlegt mikilvægi þessara aðgerða fyrir íslensk heimili og lífskjör hérlendis og loforða ríkisstjórnarinnar viljum við undirritaðir biðja þig um að birta:a) Stöðugleikaskilyrðin og útreikninga á því hvernig þau eru efnahagslega jafngild stöðugleikaskattinum með hliðsjón af greiðslujöfnuði þjóðarinnar.b) Tilboð slitabúanna um stöðugleikaframlög og hvernig þau uppfylla stöðugleikaskilyrðin.c) Áhrif stöðugleikaframlaganna á greiðslujöfnuð þjóðarinnar.d) Endurmat á stöðugleikaskilyrðunum með tilliti til þeirrar áhættu Ísland býr við t.d. samkvæmt viðvörunum IMF, enda ber almenningur tjón af því ef bjartsýnar áætlanir ganga ekki eftir. Þar sem mjög knappur tími er til stefnu biðjum við um að upplýsingarnar verði birtar innan viku. Kjósi Seðlabankinn að birta þessar upplýsingar ekki, biðjum við um rökstuðning fyrir því af hverju enginn nema slitabúin og kröfuhafar þeirra eigi að fá að sjá stöðugleikaskilyrðin og hvernig slík ákvörðun fellur að loforðum stjórnvalda um opið og gagnsætt ferli.Dr. Agnar Helgason mannfræðingur, Davíð Blöndal eðlis- og tölvunarfræðingur, Ólafur Elíasson MBA, Ragnar Ólafssonfélagssálfræðingur, Dr. Torfi Þórhallsson verkfræðingur, f.h. InDefence hópsins Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic Skoðun Skoðun Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. skrifar Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Sjá meira
Hr. Már Guðmundsson, Seðlabankastjóri Samhliða kynningu stjórnvalda á stöðugleikaskattinum þann 8. júní 2015 var tilkynnt að í stað skattsins stæði slitabúum gömlu bankanna til boða að greiða stöðugleikaframlag. Þetta stöðugleikaframlag átti að uppfylla svokölluð stöðugleikaskilyrði, sem væru í raun jafngild skattinum í þeim skilningi að þau standi með sama hætti vörð um hagsmuni heimila og fyrirtækja. Jafnframt kom fram að ferlið við afnám gjaldeyrishafta yrði opið og gagnsætt. Sú fyrirætlun var að mati undirritaðra góð enda ljóst að betur sjá augu en auga. Nú, rúmum þremur mánuðum síðar, hafa skilyrðin enn ekki verið birt opinberlega eftir því sem við komumst næst. Seðlabankinn hefur því enn ekki staðið við loforð stjórnvalda um opið og gagnsætt ferli. Svo virðist sem ekki einu sinni lykil hagsmunaaðilar eins og Alþingi, efnahags-og viðskiptanefnd eða bankaráð Seðlabankans hafi fengið kynningu á þeim. Einu aðilarnir sem vitað er til að hafi fengið upplýsingar um stöðugleikaskilyrðin eru slitabú gömlu bankanna og kröfuhafar þeirra. Samt eru einungis þrír mánuðir þar til frestur slitabúa til að undirgangast stöðugleikaskilyrðin rennur út. Stöðugleikaskatturinn átti að skila 850 ma.kr. til ríkissjóðs, en þó var hægt að fá afslátt þannig að lækka mætti skattinn í 682 ma.kr. gegn bindingu erlends gjaldeyris í landinu. Í nýjustu Peningamálum metur Seðlabankinn hins vegar stöðugleikaframlagið samkvæmt tillögum slitabúanna upp á 15% af VLF eða um 300 ma.kr. Þetta vekur upp mjög áleitnar spurningar um það hvernig stöðugleikaframlag upp á 300 ma.kr. getur verið jafngilt 850 ma.kr. stöðugleikaskatti. Miðað við gríðarlegt mikilvægi þessara aðgerða fyrir íslensk heimili og lífskjör hérlendis og loforða ríkisstjórnarinnar viljum við undirritaðir biðja þig um að birta:a) Stöðugleikaskilyrðin og útreikninga á því hvernig þau eru efnahagslega jafngild stöðugleikaskattinum með hliðsjón af greiðslujöfnuði þjóðarinnar.b) Tilboð slitabúanna um stöðugleikaframlög og hvernig þau uppfylla stöðugleikaskilyrðin.c) Áhrif stöðugleikaframlaganna á greiðslujöfnuð þjóðarinnar.d) Endurmat á stöðugleikaskilyrðunum með tilliti til þeirrar áhættu Ísland býr við t.d. samkvæmt viðvörunum IMF, enda ber almenningur tjón af því ef bjartsýnar áætlanir ganga ekki eftir. Þar sem mjög knappur tími er til stefnu biðjum við um að upplýsingarnar verði birtar innan viku. Kjósi Seðlabankinn að birta þessar upplýsingar ekki, biðjum við um rökstuðning fyrir því af hverju enginn nema slitabúin og kröfuhafar þeirra eigi að fá að sjá stöðugleikaskilyrðin og hvernig slík ákvörðun fellur að loforðum stjórnvalda um opið og gagnsætt ferli.Dr. Agnar Helgason mannfræðingur, Davíð Blöndal eðlis- og tölvunarfræðingur, Ólafur Elíasson MBA, Ragnar Ólafssonfélagssálfræðingur, Dr. Torfi Þórhallsson verkfræðingur, f.h. InDefence hópsins
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar