Til Pírata um gagnsæi og stjórnsýslu Björg Eva Erlendsdóttir skrifar 26. september 2015 07:00 Aðkoma almennings að ákvörðunum um eigin mál, gagnsæ stjórnsýsla, ný stjórnarskrá og endalok spillingar eru samfélagsbreytingar sem stór hluti kjósenda vill sjá og telur Pírata líklegasta til að koma á. Ekki þarf að efast um góðan vilja, en það eru margar gildrur á langri leið. Og ekki er auðvelt að sjá til botns í gruggugum málum, frekar en í vatnsmikilli jökulá eins og Þjórsá. Í vor samþykkti Alþingi að setja í nýtingarflokk virkjun sem færir á kaf mynni náttúruperlunnar Þjórsárdals og eykur líkur á því að öll Þjórsá í byggð verði virkjuð í andstöðu við íbúa svæðisins og marga sem því tengjast. Píratar misstu þar af tækifæri til að standa með almenningi gegn ofurefli og ógagnsærri stjórnsýslu. Þingmenn Vinstri grænna og einn frá Bjartri framtíð, voru þeir einu sem greiddu atkvæði gegn virkjun. Aðrir studdu nýtinguna eða sátu hjá og báru jafnan við fagmennsku rammaáætlunar. En fyrst og fremst var Hvammsvirkjun fórnarkostnaður til að losna undan öðrum frekjutillögum stóriðjuflokkanna – í bili.Fátt faglegt og ekkert gagnsætt Píratar mega vita að fátt er faglegt og ekkert gagnsætt við aðdraganda virkjana Þjórsár í byggð. Þar hefur árum saman staðið stríð Landsvirkjunar við fólk, sem ekki vildi láta af hendi umhverfi og náttúru sem er hluti af því sjálfu. Launaðir starfsmenn orkugeirans stýrðu umræðunni, en hinumegin borðs var fólk sem þurfti að verjast ágangi Landsvirkjunar í frítímanum og kosta varnirnar sjálft. Fólk sem á minni aðgang að fjölmiðlum, en stjórnmálamenn, forstjórar stórfyrirtækja og oddvitar sem telja sig geta grætt á virkjun. Mótvægisaðgerðir voru ekki sparaðar. Sumir kölluðu þær mútur. Þar gat Landsvirkjun, fyrirtæki í eigu fólksins í landinu, notað almannafé til að þagga niður gagnrýni, láta vinna einhliða skýrslur, smyrja sveitarstjórnir með liðkunarfé og kaupa upp eða kæfa andstöðu sem tafði fyrir. Allt einkennist þetta af þeirri pólitík sem Píratar segjast vilja vinna gegn. Því er ástæða til að biðja stjórn Pírata, kapteininn og alla hina um að kynna sér atburðarásina sem leiddi okkur þangað sem við stöndum nú. Að leyfisbréfi Alþingis til að gera árás á náttúru og fólk í fámennri byggð. Nú er eina vonin að gert verði nýtt umhverfismat sem tekur til fleiri þátta en gamla matið frá því fyrir tólf árum. Landsvirkjun finnst nýtt mat óþarfi og vill virkja strax. Og hefur keypt skýrslu til að styðja þá skoðun. En hverjir eiga að borga fyrir skýrslurnar sem styðja verndun? Virkjanastefnan snýst nefnilega um fleira en umhverfi og náttúru. Hún er risavaxið lýðræðis-, samfélags- og mannréttindamál, þar sem reynir á flest helstu gildi sem þarf að virða í góðu og opnu samfélagi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Skoðun Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. skrifar Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Sjá meira
Aðkoma almennings að ákvörðunum um eigin mál, gagnsæ stjórnsýsla, ný stjórnarskrá og endalok spillingar eru samfélagsbreytingar sem stór hluti kjósenda vill sjá og telur Pírata líklegasta til að koma á. Ekki þarf að efast um góðan vilja, en það eru margar gildrur á langri leið. Og ekki er auðvelt að sjá til botns í gruggugum málum, frekar en í vatnsmikilli jökulá eins og Þjórsá. Í vor samþykkti Alþingi að setja í nýtingarflokk virkjun sem færir á kaf mynni náttúruperlunnar Þjórsárdals og eykur líkur á því að öll Þjórsá í byggð verði virkjuð í andstöðu við íbúa svæðisins og marga sem því tengjast. Píratar misstu þar af tækifæri til að standa með almenningi gegn ofurefli og ógagnsærri stjórnsýslu. Þingmenn Vinstri grænna og einn frá Bjartri framtíð, voru þeir einu sem greiddu atkvæði gegn virkjun. Aðrir studdu nýtinguna eða sátu hjá og báru jafnan við fagmennsku rammaáætlunar. En fyrst og fremst var Hvammsvirkjun fórnarkostnaður til að losna undan öðrum frekjutillögum stóriðjuflokkanna – í bili.Fátt faglegt og ekkert gagnsætt Píratar mega vita að fátt er faglegt og ekkert gagnsætt við aðdraganda virkjana Þjórsár í byggð. Þar hefur árum saman staðið stríð Landsvirkjunar við fólk, sem ekki vildi láta af hendi umhverfi og náttúru sem er hluti af því sjálfu. Launaðir starfsmenn orkugeirans stýrðu umræðunni, en hinumegin borðs var fólk sem þurfti að verjast ágangi Landsvirkjunar í frítímanum og kosta varnirnar sjálft. Fólk sem á minni aðgang að fjölmiðlum, en stjórnmálamenn, forstjórar stórfyrirtækja og oddvitar sem telja sig geta grætt á virkjun. Mótvægisaðgerðir voru ekki sparaðar. Sumir kölluðu þær mútur. Þar gat Landsvirkjun, fyrirtæki í eigu fólksins í landinu, notað almannafé til að þagga niður gagnrýni, láta vinna einhliða skýrslur, smyrja sveitarstjórnir með liðkunarfé og kaupa upp eða kæfa andstöðu sem tafði fyrir. Allt einkennist þetta af þeirri pólitík sem Píratar segjast vilja vinna gegn. Því er ástæða til að biðja stjórn Pírata, kapteininn og alla hina um að kynna sér atburðarásina sem leiddi okkur þangað sem við stöndum nú. Að leyfisbréfi Alþingis til að gera árás á náttúru og fólk í fámennri byggð. Nú er eina vonin að gert verði nýtt umhverfismat sem tekur til fleiri þátta en gamla matið frá því fyrir tólf árum. Landsvirkjun finnst nýtt mat óþarfi og vill virkja strax. Og hefur keypt skýrslu til að styðja þá skoðun. En hverjir eiga að borga fyrir skýrslurnar sem styðja verndun? Virkjanastefnan snýst nefnilega um fleira en umhverfi og náttúru. Hún er risavaxið lýðræðis-, samfélags- og mannréttindamál, þar sem reynir á flest helstu gildi sem þarf að virða í góðu og opnu samfélagi.
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun