Gæfumunurinn: 30 eða 300 milljónir? Guðrún Nordal skrifar 26. september 2015 07:00 Hvernig deyja tungumál?“, spurði Linda Björk Markúsardóttir í titli greinar hér í Fréttablaðinu fyrir um tveimur vikum. Þeim fjölgar dag frá degi sem átta sig á því að nýrrar hugsunar, rannsókna og nýsköpunar er þörf, en umfram allt ákveðinna fjárfestinga, ef við ætlum að gera íslenskunni kleift að spjara sig í þeirri tæknibyltingu sem við nú lifum. Úlfar Erlingsson frá Google talaði skorinort að þessu leyti í viðtali á Rás 2 í Helgarútgáfunni þann 13. september. Það gerðu einnig margir frummælendur um málið á ársfundi Árnastofnunar í maí síðastliðnum, eins og m.a. Ólafur Sólimann hjá Apple, og nú nýverið heyrði ég Orra Hauksson, forstjóra Símans, lýsa því yfir að breytingarnar gerðust á slíkum ógnarhraða að glugginn sem enn væri opinn fyrir íslenskuna til að smokra sér inn í framtíðina og nettengdu heimilistækin myndi einfaldlega lokast eftir um fimm ár. Þegar við ræðum íslenska tungu örlar stundum á verndarhyggju og oflæti. En ekkert er jafn fjarri sjálfu móðurmálinu. Íslenskan hefur aldrei dafnað innan verndarmúra; hún hefur breyst með okkur sjálfum og í samræðu við önnur tungumál. Hún er einfaldlega okkar daglega mál, eins og Guðmundur Andri Thorsson lýsti svo vel í mánudagsgrein sinni þann 21. september. Þegar við lesum og notum orðin sem hafa slípast í okkar eigin munni tengjumst við sögu og minningu kynslóðanna, landinu sjálfu, veðrinu, gleði og sút – en hún flytur okkur ekki síður til annarra landa. Hún var í farangri vesturfaranna og á hverjum degi fangar hún sköpun okkar og reynslu. Nú lifum við hinsvegar alveg nýja tíma. Íslensk tunga þarf vængi til að fljúga inn í heim tækninnar. Sá heimur krefst þess að við tölum við snjallsímana, bílana okkar, ísskápa og kaffivélar – ekki síður en við hvert annað í tölvunum sjálfum; en hann opnar málinu líka ónumin lönd. Viljum við þá tala íslensku? Eða verður til ný stéttaskipting í þessu landi þegar þeir sem kunna ensku ekki nægilega vel verða málstola frammi fyrir heimilistækjunum sínum?Við höfum fimm ár Verkefnið sem við nú stöndum frammi fyrir snýst ekki um málvernd, það snýst um landnám. Aðrar þjóðir hafa staðið í svipuðum sporum og brugðist við á einn veg; með því að fjárfesta í eigin móðurmáli, í þróaðri máltækni, talgervlum og alls kyns þýðingatólum sem opna móðurmál þeirra jafnt fyrir ensku sem og öðrum tungum. Það er í hendi okkar kynslóðar, þeirra sem nú sitja á þingi og bera ábyrgð á fé almennings, hvort okkur takist að gera íslenska tungu fleyga um himinhvolf tækninnar. Við höfum fimm ár. Við vitum nákvæmlega hvað þarf að gera. Nefnd um notkun íslensku í stafrænni upplýsingatækni skilaði mennta- og menningarmálaráðherra greinargerð í lok síðasta árs sem birt er á vef ráðuneytisins. Þar eru verkefnin rakin, hve langan tíma þau taka ásamt drögum að kostnaðaráætlun. Við þurfum að fjárfesta um hálfan annan milljarð til að gera íslenskuna fullfleyga í þessum nýja heimi. Það svarar um 300 milljónum á ári næstu fimm árin. Í fjárlagafrumvarpinu sem nú liggur fyrir er lagt til að 30 milljónum verði varið í svokölluð máltækniverkefni. Nú spyr ég okkar ágætu þingmenn og ráðherra: höfum við efni á því gera ekki betur? Tíminn er að renna frá okkur. Höfum við efni á því að glata tungunni og þeirri menningarlegu fjölbreytni sem hún geymir? Það getur verið gæfumunur á 30 og 300 milljónum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Lygin lekur niður á hökuna Jón Daníelsson Skoðun Hættum að bregðast íslensku hryssunni Rósa Líf Darradóttir Skoðun Börnin bíða meðan lausnin stendur auð Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Ríkisfyrirtæki sem virðir ekki æðsta valdið Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Áður en það verður of seint María Rut Kristinsdóttir Skoðun Líflínan Ingibjörg Isaksen Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Metnaður eða metnaðarleysi? Sumarrós Sigurðardóttir Skoðun Byggð í Norðvesturkjördæmi: lífæð framtíðar Íslands Ragnar Rögnvaldsson Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir Skoðun Skoðun Skoðun Jöfn vernd fyrir öll börn í veröldinni Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Byggð í Norðvesturkjördæmi: lífæð framtíðar Íslands Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Hverju hef ég stjórn á? Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Metnaður eða metnaðarleysi? Sumarrós Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Þetta er allt í vinnslu“ María Pétursdóttir skrifar Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar Skoðun Iðnaðarstefna – stökkpallur inn í næsta hagvaxtarskeið Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Hættum að bregðast íslensku hryssunni Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Börnin bíða meðan lausnin stendur auð Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Áður en það verður of seint María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Lygin lekur niður á hökuna Jón Daníelsson skrifar Skoðun Líflínan Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Ríkisfyrirtæki sem virðir ekki æðsta valdið Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Við erum hafið Guillaume Bazard skrifar Skoðun Deja Vu Sverrir Agnarsson skrifar Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Orkuöflun á eyjaklösum - Vestmannaeyjar og Orkneyjar Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Helför gyðinga gegn íbúum Palestínu Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson skrifar Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Staðið með þjóðinni Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen skrifar Sjá meira
Hvernig deyja tungumál?“, spurði Linda Björk Markúsardóttir í titli greinar hér í Fréttablaðinu fyrir um tveimur vikum. Þeim fjölgar dag frá degi sem átta sig á því að nýrrar hugsunar, rannsókna og nýsköpunar er þörf, en umfram allt ákveðinna fjárfestinga, ef við ætlum að gera íslenskunni kleift að spjara sig í þeirri tæknibyltingu sem við nú lifum. Úlfar Erlingsson frá Google talaði skorinort að þessu leyti í viðtali á Rás 2 í Helgarútgáfunni þann 13. september. Það gerðu einnig margir frummælendur um málið á ársfundi Árnastofnunar í maí síðastliðnum, eins og m.a. Ólafur Sólimann hjá Apple, og nú nýverið heyrði ég Orra Hauksson, forstjóra Símans, lýsa því yfir að breytingarnar gerðust á slíkum ógnarhraða að glugginn sem enn væri opinn fyrir íslenskuna til að smokra sér inn í framtíðina og nettengdu heimilistækin myndi einfaldlega lokast eftir um fimm ár. Þegar við ræðum íslenska tungu örlar stundum á verndarhyggju og oflæti. En ekkert er jafn fjarri sjálfu móðurmálinu. Íslenskan hefur aldrei dafnað innan verndarmúra; hún hefur breyst með okkur sjálfum og í samræðu við önnur tungumál. Hún er einfaldlega okkar daglega mál, eins og Guðmundur Andri Thorsson lýsti svo vel í mánudagsgrein sinni þann 21. september. Þegar við lesum og notum orðin sem hafa slípast í okkar eigin munni tengjumst við sögu og minningu kynslóðanna, landinu sjálfu, veðrinu, gleði og sút – en hún flytur okkur ekki síður til annarra landa. Hún var í farangri vesturfaranna og á hverjum degi fangar hún sköpun okkar og reynslu. Nú lifum við hinsvegar alveg nýja tíma. Íslensk tunga þarf vængi til að fljúga inn í heim tækninnar. Sá heimur krefst þess að við tölum við snjallsímana, bílana okkar, ísskápa og kaffivélar – ekki síður en við hvert annað í tölvunum sjálfum; en hann opnar málinu líka ónumin lönd. Viljum við þá tala íslensku? Eða verður til ný stéttaskipting í þessu landi þegar þeir sem kunna ensku ekki nægilega vel verða málstola frammi fyrir heimilistækjunum sínum?Við höfum fimm ár Verkefnið sem við nú stöndum frammi fyrir snýst ekki um málvernd, það snýst um landnám. Aðrar þjóðir hafa staðið í svipuðum sporum og brugðist við á einn veg; með því að fjárfesta í eigin móðurmáli, í þróaðri máltækni, talgervlum og alls kyns þýðingatólum sem opna móðurmál þeirra jafnt fyrir ensku sem og öðrum tungum. Það er í hendi okkar kynslóðar, þeirra sem nú sitja á þingi og bera ábyrgð á fé almennings, hvort okkur takist að gera íslenska tungu fleyga um himinhvolf tækninnar. Við höfum fimm ár. Við vitum nákvæmlega hvað þarf að gera. Nefnd um notkun íslensku í stafrænni upplýsingatækni skilaði mennta- og menningarmálaráðherra greinargerð í lok síðasta árs sem birt er á vef ráðuneytisins. Þar eru verkefnin rakin, hve langan tíma þau taka ásamt drögum að kostnaðaráætlun. Við þurfum að fjárfesta um hálfan annan milljarð til að gera íslenskuna fullfleyga í þessum nýja heimi. Það svarar um 300 milljónum á ári næstu fimm árin. Í fjárlagafrumvarpinu sem nú liggur fyrir er lagt til að 30 milljónum verði varið í svokölluð máltækniverkefni. Nú spyr ég okkar ágætu þingmenn og ráðherra: höfum við efni á því gera ekki betur? Tíminn er að renna frá okkur. Höfum við efni á því að glata tungunni og þeirri menningarlegu fjölbreytni sem hún geymir? Það getur verið gæfumunur á 30 og 300 milljónum.
Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir Skoðun
Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar
Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar
Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar
Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir Skoðun