Innlent

Ölvaður og hoppandi á bílum við Hólatorg

Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Lögreglan virðist alltaf hafa nóg fyrir stafni.
Lögreglan virðist alltaf hafa nóg fyrir stafni. Vísir/Róbert
Lögregla hafði afskipti af manni í gærkvöldi sem hoppaði á bílum við Hólatorg. Maðurinn var ölvaður. Hann var handtekinn og látinn gista í fangageymslu.

Klukkan eitt eftir miðnætti var tilkynnt um slagsmál fyrir framan veitingahús í miðbæ Reykjavíkur. Maður í annarlegu ástandi var handtekinn og látinn gista fangageymslur. Hann sinnti ekki fyrirmælum lögreglu.

Nokkrir bílar voru stöðvaðir í gærkvöldi og í nótt vegna gruns um ölvun við akstur.

Í gærkvöldi hafði lögregla afskipti af ungum manni í Hafnarfirði vegna fíkniefnavörslu. Um tveimur tímum síðar ræddi lögregla við þrjá unga menn við Smiðjuveg af sömu sökum. Auk þess var einn þeirra grunaður um að vera með stolinn síma í sínum vörslum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×