Innlent

Kviknaði í út frá sprunginni rúðu

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
Sólin skein á rúðuna og úr varð sinueldur.
Sólin skein á rúðuna og úr varð sinueldur. Vísir/Stefán
Eldur sem kom upp í bústað í Hvassahrauni í fyrradag er talinn hafa kviknað út frá spruninginn gluggarúðu sem lá upp við húsvegg. Þetta segir lögreglan á Suðurnesjum í tilkynningu. Þar segir að glaðasólskin hafi verið á þessum tíma og að sólin hafi skinið á þá hlið hússins sem rúðan lá upp við.



Þegar lögreglu bar að garði var kviknað í sinu við rúðuna og eldurinn hafði læst sig í klæðingu á húsinu, sem var mannlaust. Slökkvilið rauf klæðninguna og gekk slökkvistarf vel, að sögn lögreglu.



Áður hafði lögregla tvisvar verið kvödd til vegna sinubruna. Í öðru tilvikinu brann sina í norðurhlíð fjallsins Þorbjarnar en í hinu logaði eldur í vegkanti Grindavíkurvegar. Í báðum tilvikum gekk vel að ráða niðurlögum hans.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×