Kreddur frekar en hagsmunamat Stjórnarmaðurinn skrifar 28. janúar 2015 09:00 Stjórnarmaðurinn á erfitt með að gera upp hug sinn gagnvart ESB. Einn daginn vill hann inngöngu, þann næsta prísar hann sig sælan fyrir að Ísland er ekki statt á sömu vegferð og Grikkland, Írland, Spánn eða Portúgal. Stjórnarmaðurinn er þó á því að ýmis rök hnígi að því að Íslendingar hefðu gott af því að undirgangast þann aga sem fylgir því að vera með alvöru mynt, og ekki síður komast í tæri við embættismannakerfi og vinnustaðla sem teljast faglegir – ekki gegnsýrðir af frændhygli eða sannfæringu lítt sigldra besservissera. Hvað sem prívatpælingum um fýsileika ESB-inngöngu líður, þá skilur stjórnarmaðurinn ekki á hvaða vegferð ríkisstjórnin er með því að leggja slíka áherslu á viðræðu- slit. Yfirlýsingar ESB í tengslum við viðræðuhlé benda til þess að sam- bandið sé viljugt til að sýna þolin- mæði og langlundargeð gagnvart Íslandi. Frumkvæði að viðræðuslitum er því einhliða og séríslenskt. Er það stjórnmálamönnum um megn að stunda kalt hagsmunamat og beita fyrir sig almennri skynsemi í stað þess að nálgast mál með kreddur og ályktanir flokksfélaga úr Skagafirði eða Garðabæ í farteskinu? Hvað er annars unnið með viðræðuslitum annað en loka á „mikilvægan kost í efnahagsmálum, einkum hvað varðar framtíðarskipan peningamála“, svo vísað sé í ályktun viðskiptaráðs frá því síðasta vor?Kviss bang hjá Bang og Olufsen Stjórnarmaðurinn hefur alltaf verið mikill aðdáandi Bang & Olufsen raftækja. Hann las því gaumgæfilega fréttir af því að félagið væri í söluferli. Samkvæmt forstjóranum er B&O of lítið til að lifa af á markaði í heljargreipum stærri aðila eins og Samsung og Sony. B&O hefur átt í miklum vandræðum undanfarin ár og bréf félagsins hríðfallið. Fyrirtækið var þekkt fyrir hönnun sína og tók vöruhönnun því margfaldan þann tíma sem stærri keppinautar lögðu í slíkt. Síðustu ár hefur tækniþróun verið þannig að þótt B&O vörur séu fallegar, þá hefur tæknin þar að baki hreinlega verið orðin úrelt áður en tækin koma í verslanir. Við þetta hafa bæst misheppnaðar vörur sem ná áttu hylli yngri kynslóða, auk þess sem markaðssókn félagsins í Kína sigldi í strand.Stjórnarmaðurinn vonar að B&O, eins og Ísland, rísi nú úr öskustónni, enda hvort tveggja vörumerki sem fengu hárin til að rísa á árunum fyrir hrun. Grikkland Stjórnarmaðurinn Mest lesið Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Búnir að gefast upp á fríum stæðum við TBR Neytendur Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Viðskipti innlent Hvað er eiginlega í vatninu á Höfn í Hornafirði? Framúrskarandi fyrirtæki Pavel í baðstofubransann Viðskipti innlent Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Ekki grínast um uppsagnir, hnýsast um samtölin eða baktala Atvinnulíf Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Viðskipti innlent Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Viðskipti innlent „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Pavel í baðstofubransann Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Sjá meira
Stjórnarmaðurinn á erfitt með að gera upp hug sinn gagnvart ESB. Einn daginn vill hann inngöngu, þann næsta prísar hann sig sælan fyrir að Ísland er ekki statt á sömu vegferð og Grikkland, Írland, Spánn eða Portúgal. Stjórnarmaðurinn er þó á því að ýmis rök hnígi að því að Íslendingar hefðu gott af því að undirgangast þann aga sem fylgir því að vera með alvöru mynt, og ekki síður komast í tæri við embættismannakerfi og vinnustaðla sem teljast faglegir – ekki gegnsýrðir af frændhygli eða sannfæringu lítt sigldra besservissera. Hvað sem prívatpælingum um fýsileika ESB-inngöngu líður, þá skilur stjórnarmaðurinn ekki á hvaða vegferð ríkisstjórnin er með því að leggja slíka áherslu á viðræðu- slit. Yfirlýsingar ESB í tengslum við viðræðuhlé benda til þess að sam- bandið sé viljugt til að sýna þolin- mæði og langlundargeð gagnvart Íslandi. Frumkvæði að viðræðuslitum er því einhliða og séríslenskt. Er það stjórnmálamönnum um megn að stunda kalt hagsmunamat og beita fyrir sig almennri skynsemi í stað þess að nálgast mál með kreddur og ályktanir flokksfélaga úr Skagafirði eða Garðabæ í farteskinu? Hvað er annars unnið með viðræðuslitum annað en loka á „mikilvægan kost í efnahagsmálum, einkum hvað varðar framtíðarskipan peningamála“, svo vísað sé í ályktun viðskiptaráðs frá því síðasta vor?Kviss bang hjá Bang og Olufsen Stjórnarmaðurinn hefur alltaf verið mikill aðdáandi Bang & Olufsen raftækja. Hann las því gaumgæfilega fréttir af því að félagið væri í söluferli. Samkvæmt forstjóranum er B&O of lítið til að lifa af á markaði í heljargreipum stærri aðila eins og Samsung og Sony. B&O hefur átt í miklum vandræðum undanfarin ár og bréf félagsins hríðfallið. Fyrirtækið var þekkt fyrir hönnun sína og tók vöruhönnun því margfaldan þann tíma sem stærri keppinautar lögðu í slíkt. Síðustu ár hefur tækniþróun verið þannig að þótt B&O vörur séu fallegar, þá hefur tæknin þar að baki hreinlega verið orðin úrelt áður en tækin koma í verslanir. Við þetta hafa bæst misheppnaðar vörur sem ná áttu hylli yngri kynslóða, auk þess sem markaðssókn félagsins í Kína sigldi í strand.Stjórnarmaðurinn vonar að B&O, eins og Ísland, rísi nú úr öskustónni, enda hvort tveggja vörumerki sem fengu hárin til að rísa á árunum fyrir hrun.
Grikkland Stjórnarmaðurinn Mest lesið Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Búnir að gefast upp á fríum stæðum við TBR Neytendur Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Viðskipti innlent Hvað er eiginlega í vatninu á Höfn í Hornafirði? Framúrskarandi fyrirtæki Pavel í baðstofubransann Viðskipti innlent Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Ekki grínast um uppsagnir, hnýsast um samtölin eða baktala Atvinnulíf Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Viðskipti innlent Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Viðskipti innlent „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Pavel í baðstofubransann Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Sjá meira