Fjölbreytni í laganámi Magnús Smári Smárason skrifar 2. júlí 2015 07:00 Í leiðara í Fréttablaðinu frá 27. júní fjallar Kristín Þorsteinsdóttir, aðalritstjóri blaðsins, um hættuna á því að laganemar á Íslandi séu allir steyptir í sama mót og af því hljótist að „lítil gerjun verði í faglegri umræðu.“ Ábending Kristínar um að „Laganám á Íslandi hafi oft verið gagnrýnt fyrir íhaldssemi og skort á hagnýtri nálgun“ á að nokkru rétt á sér en þó er vert að vekja athygli á þeirri þróun sem orðið hefur í laganámi á Íslandi. Á liðnum árum hefur orðið veruleg breyting á þeim kröfum sem gerðar eru til íslenskra lögfræðinga. Þjóðaréttur, Evrópuréttur, mannréttindi og stjórnsýsluréttur eru réttarsvið sem hafa fengið aukið vægi miðað við það sem áður var. Réttarheimspekin, grundvöllur lögfræðinnar í heimi fræða og vísinda, hefur að auki gengið í endurnýjun lífdaga. Breytingar sem þessar kalla óhjákvæmilega á fjölbreyttara námsframboð og nýjar nálganir. Í dag eru starfandi fjórar lagadeildir við háskóla landsins, hver deild með sínar áherslur og er það vel. Við lagadeild Háskólans á Akureyri er skipulag og námstilhögun með nokkuð öðru móti en við aðrar lagadeildir hérlendis. Námið hefur frá upphafi verið skipulagt með hliðsjón af viðmiðum Bolognia-fyrirkomulagsins þ.e. í grunnnám (B.A.) og meistaranám (M.L.). Grunnnámið tekur mið af þeirri þróun sem orðið hefur í lagakennslu í Evrópu á liðnum 15-20 árum og er megináhersla lögð á fræðilega þætti lögfræðinnar sem og þjóðarétt, samanburðarlögfræði, réttarsögu og réttarheimspeki. Segja má að B.A.-námið sé þriggja ára lögfræðileg heimsreisa þar sem farið er um víðan völl fræðanna. Að því loknu geta þeir sem vilja haldið áfram og hafið nám á meistarastigi þar sem tekist er á við hefðbundnar greinar íslensks réttar.Sótt fram Í grunnnámi við lagadeild Háskólans á Akureyri miðar námið að því að tryggja að nemendur öðlist þekkingu og nái góðu valdi á þeim greinum sem nauðsynlegar eru til að takast á við lögfræðileg viðfangsefni og álitamál. Einstakir þættir almennrar lögfræði, s.s. réttarheimildarfræði, lögskýringar og kennileg lögfræði, (aðferðafræði lögfræðinnar) eru kenndir í samfellu þótt hver og ein grein sé kennd á sérstöku námskeiði. Meginlandsréttur sem og fordæmisréttur eru á sínum stað og á þeim þremur skólaárum sem það tekur að ljúka B.A.-náminu er u.þ.b. þriðjungur námskeiða kenndur á ensku. Það má því segja að hið almenna komi á undan hinu sértæka eins og tíðkast í öðrum námsgreinum. Útskrifaðir laganemar úr grunnámi við Háskólann á Akureyri hafa sótt fram á ýmsum sviðum fræðanna. Flestir hafa lokið M.L.-gráðu í lögfræði, aðrir farið í meistaranám í alþjóðasamskiptum, stjórnmálafræði og skyldum greinum. Þó nokkur hópur hefur að loknu M.L.-námi haldið áfram við skólann og lokið L.LM.-gráðu í heimskautarétti og enn aðrir eru að hefja doktorsnám í lögfræði. Nú sem fyrr er það svo að góð lögfræðimenntun gagnast þeim sem yfir henni býr og svo mun verða á meðan mannfólkið óskar eftir að búa í lýðræðislegu samfélagi þar sem mannréttindi eru og vörður er staðinn um réttarríkið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Sjá meira
Í leiðara í Fréttablaðinu frá 27. júní fjallar Kristín Þorsteinsdóttir, aðalritstjóri blaðsins, um hættuna á því að laganemar á Íslandi séu allir steyptir í sama mót og af því hljótist að „lítil gerjun verði í faglegri umræðu.“ Ábending Kristínar um að „Laganám á Íslandi hafi oft verið gagnrýnt fyrir íhaldssemi og skort á hagnýtri nálgun“ á að nokkru rétt á sér en þó er vert að vekja athygli á þeirri þróun sem orðið hefur í laganámi á Íslandi. Á liðnum árum hefur orðið veruleg breyting á þeim kröfum sem gerðar eru til íslenskra lögfræðinga. Þjóðaréttur, Evrópuréttur, mannréttindi og stjórnsýsluréttur eru réttarsvið sem hafa fengið aukið vægi miðað við það sem áður var. Réttarheimspekin, grundvöllur lögfræðinnar í heimi fræða og vísinda, hefur að auki gengið í endurnýjun lífdaga. Breytingar sem þessar kalla óhjákvæmilega á fjölbreyttara námsframboð og nýjar nálganir. Í dag eru starfandi fjórar lagadeildir við háskóla landsins, hver deild með sínar áherslur og er það vel. Við lagadeild Háskólans á Akureyri er skipulag og námstilhögun með nokkuð öðru móti en við aðrar lagadeildir hérlendis. Námið hefur frá upphafi verið skipulagt með hliðsjón af viðmiðum Bolognia-fyrirkomulagsins þ.e. í grunnnám (B.A.) og meistaranám (M.L.). Grunnnámið tekur mið af þeirri þróun sem orðið hefur í lagakennslu í Evrópu á liðnum 15-20 árum og er megináhersla lögð á fræðilega þætti lögfræðinnar sem og þjóðarétt, samanburðarlögfræði, réttarsögu og réttarheimspeki. Segja má að B.A.-námið sé þriggja ára lögfræðileg heimsreisa þar sem farið er um víðan völl fræðanna. Að því loknu geta þeir sem vilja haldið áfram og hafið nám á meistarastigi þar sem tekist er á við hefðbundnar greinar íslensks réttar.Sótt fram Í grunnnámi við lagadeild Háskólans á Akureyri miðar námið að því að tryggja að nemendur öðlist þekkingu og nái góðu valdi á þeim greinum sem nauðsynlegar eru til að takast á við lögfræðileg viðfangsefni og álitamál. Einstakir þættir almennrar lögfræði, s.s. réttarheimildarfræði, lögskýringar og kennileg lögfræði, (aðferðafræði lögfræðinnar) eru kenndir í samfellu þótt hver og ein grein sé kennd á sérstöku námskeiði. Meginlandsréttur sem og fordæmisréttur eru á sínum stað og á þeim þremur skólaárum sem það tekur að ljúka B.A.-náminu er u.þ.b. þriðjungur námskeiða kenndur á ensku. Það má því segja að hið almenna komi á undan hinu sértæka eins og tíðkast í öðrum námsgreinum. Útskrifaðir laganemar úr grunnámi við Háskólann á Akureyri hafa sótt fram á ýmsum sviðum fræðanna. Flestir hafa lokið M.L.-gráðu í lögfræði, aðrir farið í meistaranám í alþjóðasamskiptum, stjórnmálafræði og skyldum greinum. Þó nokkur hópur hefur að loknu M.L.-námi haldið áfram við skólann og lokið L.LM.-gráðu í heimskautarétti og enn aðrir eru að hefja doktorsnám í lögfræði. Nú sem fyrr er það svo að góð lögfræðimenntun gagnast þeim sem yfir henni býr og svo mun verða á meðan mannfólkið óskar eftir að búa í lýðræðislegu samfélagi þar sem mannréttindi eru og vörður er staðinn um réttarríkið.
Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir Skoðun