Bílasala í Þýskalandi jókst um 13% í júní Finnur Thorlacius skrifar 2. júlí 2015 14:30 Volkswagen Golf er söluhæsta bílgerðin í Evrópu. Í flestum stærri landa Evrópu jókst bílasala verulega í síðasta mánuði. Hún jókst um 13% í bílalandinu Þýskalandi, um 14% á Ítalíu, 15% í Frakklandi og heil 24% á Spáni. Hafa skal í huga að í flestum landa álfunnar voru 2 fleiri söludagar í ár en í fyrra. Í Þýskalandi seldust 313.600 bílar og með þessum góða júní-mánuði hefur salan þar á árinu vaxið um 5% og heildarsalan 1,62 milljón bílar. Gott efnahagsástand er nú í Þýskalandi, lítið atvinnuleysi, lágir vextir og mikil einkaneysla. Atvinnuleysi minnkaði níunda mánuðinn í röð. Þrátt fyrir þessa góðu bílasölu það sem af er ári er ekki spáð nema 2% vexti í sölu á árinu öllu og þykir mörgum það æði svartsýn spá. Í maí var salan 7% minni en í fyrra en í maí voru 2 færri söludagar en í fyrra. Mest lesið Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Hikar ekki við að lögsækja skuli Rafmennt nota nafn skólans Innlent Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Innlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Erlent Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Innlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent
Í flestum stærri landa Evrópu jókst bílasala verulega í síðasta mánuði. Hún jókst um 13% í bílalandinu Þýskalandi, um 14% á Ítalíu, 15% í Frakklandi og heil 24% á Spáni. Hafa skal í huga að í flestum landa álfunnar voru 2 fleiri söludagar í ár en í fyrra. Í Þýskalandi seldust 313.600 bílar og með þessum góða júní-mánuði hefur salan þar á árinu vaxið um 5% og heildarsalan 1,62 milljón bílar. Gott efnahagsástand er nú í Þýskalandi, lítið atvinnuleysi, lágir vextir og mikil einkaneysla. Atvinnuleysi minnkaði níunda mánuðinn í röð. Þrátt fyrir þessa góðu bílasölu það sem af er ári er ekki spáð nema 2% vexti í sölu á árinu öllu og þykir mörgum það æði svartsýn spá. Í maí var salan 7% minni en í fyrra en í maí voru 2 færri söludagar en í fyrra.
Mest lesið Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Hikar ekki við að lögsækja skuli Rafmennt nota nafn skólans Innlent Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Innlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Erlent Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Innlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent