Landspítalinn þarf að vera eftirsóttur vinnustaður því þangað leggjast inn veikustu sjúklingar landsins Inga María Árnadóttir skrifar 23. júlí 2015 15:42 Hvað leggja hjúkrunarfræðingar upp með í kjarabaráttu sinni? Hversu mikla hækkun vilja þeir fá? Algengt er í kjarabaráttu að miða sig við næsta mann, næstu stétt, til að fá hugmynd um hvar maður sjálfur ætti að standa. Ef manni bjóðast lægri laun en næsti maður vill maður hærri laun. Skiljanlega. Ein starfsstétt fær mikla kauphækkun og þannig verður til flóðbylgja launahækkana með tilheyrandi verðbólgu. Nú reynir ríkið að stöðva öfgakenndar launahækkanir til að sporna við verðhækkunum með því að ráðast á ölduna í hæstu hæð. En þær starfsstéttir sem eru eftirsótt vinnuafl á heimsmarkaði, eins og hjúkrunarfræðingar, eru í þeirri stöðu að geta leitað út fyrir landssteinana að vinnu og því neyðast atvinnurekendur, í þessu tilviki ríkið, til að taka þátt í samkeppninni ef þeir vilja halda í starfsmenn sína. Því miður. Kröfur hjúkrunarfræðinga eru skýrar og hafa verið síðastu ár: viljinn er að 80% vaktavinna sé metin til jafns við 100% dagvinnu. Auk þess ætti hverjum manni að vera ljóst að næturvakt um helgi ætti ekki að vera á sama taxta og morgunvakt um helgi. Eins og staðan er í dag er einn álagstaxti fyrir kvöldvakt, annar fyrir næturvakt og sá þriðji fyrir helgarvakt. Það þýðir að vinnir þú næturvakt á laugardegi færðu jafn mikið greitt og fyrir morgunvakt á laugardegi, sem er fráleitt. Í nágrannalöndunum fá hjúkrunarfræðingar greitt helgarálag, auk næturvaktar- eða kvöldvaktarálagsins, vinni þeir slíka vakt um helgi. Séu kjör heilbrigðisstarfsmanna lakari hér en í öðrum löndum sjá þeir kost á því að leita annað. Skortur er á hjúkrunarfræðingum á heimsvísu og hjúkrunarfræðingar eru að flykkjast til Noregs í þúsundatali frá sínum heimalöndum þar sem einnig ríkir skortur. Því er ljóst að hjúkrunarfræðingar eru í stöðu til að taka við hæsta boði, þrátt fyrir þörf á þjónustu þeirra í heimalandinu. Af hverju ætti nokkur maður, hvað þá af erlendum uppruna, að kjósa að starfa á Íslandi, á lægri launum í lengri vinnuviku, við afleitan tækjakost og vinnuaðstæður í aftakaveðri, frekar en í fyrirheitna landinu, Noregi? Ef takast á að flytja inn erlenda hjúkrunarfræðinga í hundruða tali þarf að greiða fyrir ferðakostnað, samskiptamiðlanir og húsnæði til viðbótar við launin sem þurfa að vera samkeppnishæf. Þar sem það yrði of kostnaðarsamt gæti skapast sú hætta að ekki verði gerð krafa um íslenskukunnáttu til að laða erlenda starfsmenn að en sú krafa er gerð á Norðurlöndunum af augljósum öryggisástæðum. Einnig er algengt að erlendir starfsmenn vinni hörðum höndum í stuttan tíma, lifi spart og fari síðan með peninginn úr landi. Þannig tapast að auki þeir fjármunir sem hefðu annars farið út í íslenskt hagkerfi. Ef ráða á hjúkrunarfræðinga í gegnum hjúkrunarleigur eru faglegar skyldur leigðra hjúkrunarfræðinga gagnvart stofnuninni ekki þær sömu og starfsmanna spítalans, t.a.m. hvað varðar kennslu. Hollusta þeirra við stofnunina er minni og hjúkrun gæti orðið minna fagleg að mati hjúkrunarráðs spítalans. Því er aðeins litið á þá lausn sem tímabundið úrræði til að veita grunnþjónustu ef til uppsagnanna kemur. Uppsagnir reyndra hjúkrunarfræðinga á spítalanum munu hafa gríðarlega mikil áhrif á gæði hjúkrunarfræðináms en margir hjúkrunarfræðingar sem starfa á spítalanum, starfa einnig sem klínískir kennarar. Yrðu þeir ráðnir í gegnum hjúkrunarleigu gæti farið svo að þeir þyrftu ekki að taka að sér klíníska kennslu sem myndi hafa veruleg áhrif á gæði námsins og þar með færni hjúkrunarfræðinga í framtíðinni. Samningurinn sem félagsmenn Fíh felldu var ekki allslæmur. Hann gerði ráð fyrir 18,6% launahækkun á 4 árum. Hefði hann verið í örlítið breyttri mynd með 10-15% hækkun fyrsta árið en minni næstu þrjú árin, alls 20% hækkun auk leiðréttingar á vaktaálagsgreiðslunum, hefði hann verið boðlegur samstarfsmönnum mínum. Því þykir mér sorglegt hversu mikið hefur þurft að takast á um að ná ásættanlegu samkomulagi. Í stað þess að semja voru sett lög á verkfallið og málið skipað í gerðardóm. Það varð aðeins til að kynda upp í reiði hjúkrunarfræðinga og hvetja þá enn frekar til að segja starfi sínu lausu og flytja úr landi. Samkomulag þarf að nást til að halda í starfandi hjúkrunarfræðinga og sérþekkingu þeirra. Landspítalinn þarf að vera eftirsóttur vinnustaður því þangað leggjast inn veikustu sjúklingar landsins. Það er því grundvallaratriði að hæfasta starfsfólk landsins starfi á slíkum vinnustað en leiti ekki annað þar sem launin eru hærri. Því þurfa laun og vinnuaðstæður á Landspítalanum að vera samkeppnishæf, bæði við aðrar stofnanir og önnur lönd. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir skrifar Skoðun Von í Vonarskarði Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvað er eiginlega málið með þessa þéttingu?? Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Eitt próf á ári – er það snemmtæk íhlutun? Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar öllu er á botninn hvolft Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Sjá meira
Hvað leggja hjúkrunarfræðingar upp með í kjarabaráttu sinni? Hversu mikla hækkun vilja þeir fá? Algengt er í kjarabaráttu að miða sig við næsta mann, næstu stétt, til að fá hugmynd um hvar maður sjálfur ætti að standa. Ef manni bjóðast lægri laun en næsti maður vill maður hærri laun. Skiljanlega. Ein starfsstétt fær mikla kauphækkun og þannig verður til flóðbylgja launahækkana með tilheyrandi verðbólgu. Nú reynir ríkið að stöðva öfgakenndar launahækkanir til að sporna við verðhækkunum með því að ráðast á ölduna í hæstu hæð. En þær starfsstéttir sem eru eftirsótt vinnuafl á heimsmarkaði, eins og hjúkrunarfræðingar, eru í þeirri stöðu að geta leitað út fyrir landssteinana að vinnu og því neyðast atvinnurekendur, í þessu tilviki ríkið, til að taka þátt í samkeppninni ef þeir vilja halda í starfsmenn sína. Því miður. Kröfur hjúkrunarfræðinga eru skýrar og hafa verið síðastu ár: viljinn er að 80% vaktavinna sé metin til jafns við 100% dagvinnu. Auk þess ætti hverjum manni að vera ljóst að næturvakt um helgi ætti ekki að vera á sama taxta og morgunvakt um helgi. Eins og staðan er í dag er einn álagstaxti fyrir kvöldvakt, annar fyrir næturvakt og sá þriðji fyrir helgarvakt. Það þýðir að vinnir þú næturvakt á laugardegi færðu jafn mikið greitt og fyrir morgunvakt á laugardegi, sem er fráleitt. Í nágrannalöndunum fá hjúkrunarfræðingar greitt helgarálag, auk næturvaktar- eða kvöldvaktarálagsins, vinni þeir slíka vakt um helgi. Séu kjör heilbrigðisstarfsmanna lakari hér en í öðrum löndum sjá þeir kost á því að leita annað. Skortur er á hjúkrunarfræðingum á heimsvísu og hjúkrunarfræðingar eru að flykkjast til Noregs í þúsundatali frá sínum heimalöndum þar sem einnig ríkir skortur. Því er ljóst að hjúkrunarfræðingar eru í stöðu til að taka við hæsta boði, þrátt fyrir þörf á þjónustu þeirra í heimalandinu. Af hverju ætti nokkur maður, hvað þá af erlendum uppruna, að kjósa að starfa á Íslandi, á lægri launum í lengri vinnuviku, við afleitan tækjakost og vinnuaðstæður í aftakaveðri, frekar en í fyrirheitna landinu, Noregi? Ef takast á að flytja inn erlenda hjúkrunarfræðinga í hundruða tali þarf að greiða fyrir ferðakostnað, samskiptamiðlanir og húsnæði til viðbótar við launin sem þurfa að vera samkeppnishæf. Þar sem það yrði of kostnaðarsamt gæti skapast sú hætta að ekki verði gerð krafa um íslenskukunnáttu til að laða erlenda starfsmenn að en sú krafa er gerð á Norðurlöndunum af augljósum öryggisástæðum. Einnig er algengt að erlendir starfsmenn vinni hörðum höndum í stuttan tíma, lifi spart og fari síðan með peninginn úr landi. Þannig tapast að auki þeir fjármunir sem hefðu annars farið út í íslenskt hagkerfi. Ef ráða á hjúkrunarfræðinga í gegnum hjúkrunarleigur eru faglegar skyldur leigðra hjúkrunarfræðinga gagnvart stofnuninni ekki þær sömu og starfsmanna spítalans, t.a.m. hvað varðar kennslu. Hollusta þeirra við stofnunina er minni og hjúkrun gæti orðið minna fagleg að mati hjúkrunarráðs spítalans. Því er aðeins litið á þá lausn sem tímabundið úrræði til að veita grunnþjónustu ef til uppsagnanna kemur. Uppsagnir reyndra hjúkrunarfræðinga á spítalanum munu hafa gríðarlega mikil áhrif á gæði hjúkrunarfræðináms en margir hjúkrunarfræðingar sem starfa á spítalanum, starfa einnig sem klínískir kennarar. Yrðu þeir ráðnir í gegnum hjúkrunarleigu gæti farið svo að þeir þyrftu ekki að taka að sér klíníska kennslu sem myndi hafa veruleg áhrif á gæði námsins og þar með færni hjúkrunarfræðinga í framtíðinni. Samningurinn sem félagsmenn Fíh felldu var ekki allslæmur. Hann gerði ráð fyrir 18,6% launahækkun á 4 árum. Hefði hann verið í örlítið breyttri mynd með 10-15% hækkun fyrsta árið en minni næstu þrjú árin, alls 20% hækkun auk leiðréttingar á vaktaálagsgreiðslunum, hefði hann verið boðlegur samstarfsmönnum mínum. Því þykir mér sorglegt hversu mikið hefur þurft að takast á um að ná ásættanlegu samkomulagi. Í stað þess að semja voru sett lög á verkfallið og málið skipað í gerðardóm. Það varð aðeins til að kynda upp í reiði hjúkrunarfræðinga og hvetja þá enn frekar til að segja starfi sínu lausu og flytja úr landi. Samkomulag þarf að nást til að halda í starfandi hjúkrunarfræðinga og sérþekkingu þeirra. Landspítalinn þarf að vera eftirsóttur vinnustaður því þangað leggjast inn veikustu sjúklingar landsins. Það er því grundvallaratriði að hæfasta starfsfólk landsins starfi á slíkum vinnustað en leiti ekki annað þar sem launin eru hærri. Því þurfa laun og vinnuaðstæður á Landspítalanum að vera samkeppnishæf, bæði við aðrar stofnanir og önnur lönd.
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun