Þjófnaður á tímum verkfalla Kristinn Árnason skrifar 7. maí 2015 07:00 Það væri skárra ef íslenska ríkið hefði efni á að leyfa starfsmönnum sínum að stela frá sér. Upplagðast væri auðvitað ef starfsmenn ríkisins myndu ekki ræna ríkið. En því miður erum við ekki svo lánsöm, þegnar þessa lands, ætlaðir atvinnurekendur stjórnvalda. Nú stendur yfir rán á verðmætum frá ríkinu og þar með þegnum þess. Mig langar hér einfaldlega að mótmæla því töluvert ákaflega og bóka í örfáum orðum að mér finnist það alls ekki vera í lagi. Og stuttlega vil ég útskýra hvers vegna mér finnst þessi stuldur vera glæpsamlegur. Stjórnvöld eru að dunda sér við þjófnað á miklum verðmætum frá ríkissjóði með því að færa án endurgjalds veiðiréttindi á makríl til útgerðarfyrirtækja. Þar sem það myndi bara aðstoða við verknaðinn er réttast að halda víðari umræðu um eðli kvótakerfisins fyrir utan þessi mótmæli. Þetta er þjófnaður hvort sem maður er hrifinn af kvótakerfinu eins og það er eða ekki. Nú þegar nýr og verðmætur nytjastofn er farinn að ganga í torfum um íslenska lögsögu hafa stjórnvöld áberandi tækifæri til að endurtaka ekki fyrri mistök við úthlutun kvótans. Það er ekkert því til fyrirstöðu að selja einfaldlega ný veiðiréttindi til útgerðanna. Þjófnaðurinn frá ríkissjóði nemur þeirri upphæð sem útgerðirnar væru tilbúnar að greiða fyrir makrílkvótann væri þeim gert að gera það. Það verð sem útgerðirnar myndu bjóða í veiðiréttindin væri áætlað mat þeirra á arðsemi af veiði kvótans, að teknu tilliti til rekstarkostnaðar og gjalda sem fylgja útgerðinni. Þetta er nákvæmlega sama ferli og á sér stað í flestum rekstri. Einfalt væri að koma til móts við óvissu tilboðsgjafa með því að tengja leiguverðið að einhverju leyti lykilþáttum eins og heimsmarkaðsverði á makríl og olíuverði. Og til að koma í veg fyrir að óeðlilega stór hluti kvótans leiti til fjársterkustu útgerðanna setur ríkið, seljandi veiðiréttindanna, einfaldlega þak á þann hluta makrílkvótans sem hver útgerð og útgerðir henni tengdar mega fara með hverju sinni. Og til að skýra tilboðsferlið byði ríkið upp veiðiréttindin til skýrt afmarkaðs tímabils í hvert skipti, ólíkt skilmálum þess glæps sem ráðin eru nú lögð á um. Það er ekki hægt að verja svona lagað með því að halda því fram að verið sé að stuðla að sjálfbærum og hagkvæmum sjávarútvegi. Þvert á móti stuðlar það að brenglun í samkeppni fái sjávarútvegsfyrirtæki handahófskenndar úthlutanir á verðmætum þjóðarinnar. Þetta eru lélegar röksemdir sem halda mjög illa og einkennast ýmist af óskýrri hugsun, meðvirkni eða spillingu. Í öllu falli er niðurstaðan sem stefnt er að þjófnaður frá þeim ríkissjóði sem stjórnvöldum er ætlað að standa vörð um.Hefurðu sögu að segja eða skoðun að deila? Ef svo er sendu okkur grein ásamt mynd á netfangið ritstjorn(hja)visir.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Skoðun Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Sjá meira
Það væri skárra ef íslenska ríkið hefði efni á að leyfa starfsmönnum sínum að stela frá sér. Upplagðast væri auðvitað ef starfsmenn ríkisins myndu ekki ræna ríkið. En því miður erum við ekki svo lánsöm, þegnar þessa lands, ætlaðir atvinnurekendur stjórnvalda. Nú stendur yfir rán á verðmætum frá ríkinu og þar með þegnum þess. Mig langar hér einfaldlega að mótmæla því töluvert ákaflega og bóka í örfáum orðum að mér finnist það alls ekki vera í lagi. Og stuttlega vil ég útskýra hvers vegna mér finnst þessi stuldur vera glæpsamlegur. Stjórnvöld eru að dunda sér við þjófnað á miklum verðmætum frá ríkissjóði með því að færa án endurgjalds veiðiréttindi á makríl til útgerðarfyrirtækja. Þar sem það myndi bara aðstoða við verknaðinn er réttast að halda víðari umræðu um eðli kvótakerfisins fyrir utan þessi mótmæli. Þetta er þjófnaður hvort sem maður er hrifinn af kvótakerfinu eins og það er eða ekki. Nú þegar nýr og verðmætur nytjastofn er farinn að ganga í torfum um íslenska lögsögu hafa stjórnvöld áberandi tækifæri til að endurtaka ekki fyrri mistök við úthlutun kvótans. Það er ekkert því til fyrirstöðu að selja einfaldlega ný veiðiréttindi til útgerðanna. Þjófnaðurinn frá ríkissjóði nemur þeirri upphæð sem útgerðirnar væru tilbúnar að greiða fyrir makrílkvótann væri þeim gert að gera það. Það verð sem útgerðirnar myndu bjóða í veiðiréttindin væri áætlað mat þeirra á arðsemi af veiði kvótans, að teknu tilliti til rekstarkostnaðar og gjalda sem fylgja útgerðinni. Þetta er nákvæmlega sama ferli og á sér stað í flestum rekstri. Einfalt væri að koma til móts við óvissu tilboðsgjafa með því að tengja leiguverðið að einhverju leyti lykilþáttum eins og heimsmarkaðsverði á makríl og olíuverði. Og til að koma í veg fyrir að óeðlilega stór hluti kvótans leiti til fjársterkustu útgerðanna setur ríkið, seljandi veiðiréttindanna, einfaldlega þak á þann hluta makrílkvótans sem hver útgerð og útgerðir henni tengdar mega fara með hverju sinni. Og til að skýra tilboðsferlið byði ríkið upp veiðiréttindin til skýrt afmarkaðs tímabils í hvert skipti, ólíkt skilmálum þess glæps sem ráðin eru nú lögð á um. Það er ekki hægt að verja svona lagað með því að halda því fram að verið sé að stuðla að sjálfbærum og hagkvæmum sjávarútvegi. Þvert á móti stuðlar það að brenglun í samkeppni fái sjávarútvegsfyrirtæki handahófskenndar úthlutanir á verðmætum þjóðarinnar. Þetta eru lélegar röksemdir sem halda mjög illa og einkennast ýmist af óskýrri hugsun, meðvirkni eða spillingu. Í öllu falli er niðurstaðan sem stefnt er að þjófnaður frá þeim ríkissjóði sem stjórnvöldum er ætlað að standa vörð um.Hefurðu sögu að segja eða skoðun að deila? Ef svo er sendu okkur grein ásamt mynd á netfangið ritstjorn(hja)visir.is
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar