Þjófnaður á tímum verkfalla Kristinn Árnason skrifar 7. maí 2015 07:00 Það væri skárra ef íslenska ríkið hefði efni á að leyfa starfsmönnum sínum að stela frá sér. Upplagðast væri auðvitað ef starfsmenn ríkisins myndu ekki ræna ríkið. En því miður erum við ekki svo lánsöm, þegnar þessa lands, ætlaðir atvinnurekendur stjórnvalda. Nú stendur yfir rán á verðmætum frá ríkinu og þar með þegnum þess. Mig langar hér einfaldlega að mótmæla því töluvert ákaflega og bóka í örfáum orðum að mér finnist það alls ekki vera í lagi. Og stuttlega vil ég útskýra hvers vegna mér finnst þessi stuldur vera glæpsamlegur. Stjórnvöld eru að dunda sér við þjófnað á miklum verðmætum frá ríkissjóði með því að færa án endurgjalds veiðiréttindi á makríl til útgerðarfyrirtækja. Þar sem það myndi bara aðstoða við verknaðinn er réttast að halda víðari umræðu um eðli kvótakerfisins fyrir utan þessi mótmæli. Þetta er þjófnaður hvort sem maður er hrifinn af kvótakerfinu eins og það er eða ekki. Nú þegar nýr og verðmætur nytjastofn er farinn að ganga í torfum um íslenska lögsögu hafa stjórnvöld áberandi tækifæri til að endurtaka ekki fyrri mistök við úthlutun kvótans. Það er ekkert því til fyrirstöðu að selja einfaldlega ný veiðiréttindi til útgerðanna. Þjófnaðurinn frá ríkissjóði nemur þeirri upphæð sem útgerðirnar væru tilbúnar að greiða fyrir makrílkvótann væri þeim gert að gera það. Það verð sem útgerðirnar myndu bjóða í veiðiréttindin væri áætlað mat þeirra á arðsemi af veiði kvótans, að teknu tilliti til rekstarkostnaðar og gjalda sem fylgja útgerðinni. Þetta er nákvæmlega sama ferli og á sér stað í flestum rekstri. Einfalt væri að koma til móts við óvissu tilboðsgjafa með því að tengja leiguverðið að einhverju leyti lykilþáttum eins og heimsmarkaðsverði á makríl og olíuverði. Og til að koma í veg fyrir að óeðlilega stór hluti kvótans leiti til fjársterkustu útgerðanna setur ríkið, seljandi veiðiréttindanna, einfaldlega þak á þann hluta makrílkvótans sem hver útgerð og útgerðir henni tengdar mega fara með hverju sinni. Og til að skýra tilboðsferlið byði ríkið upp veiðiréttindin til skýrt afmarkaðs tímabils í hvert skipti, ólíkt skilmálum þess glæps sem ráðin eru nú lögð á um. Það er ekki hægt að verja svona lagað með því að halda því fram að verið sé að stuðla að sjálfbærum og hagkvæmum sjávarútvegi. Þvert á móti stuðlar það að brenglun í samkeppni fái sjávarútvegsfyrirtæki handahófskenndar úthlutanir á verðmætum þjóðarinnar. Þetta eru lélegar röksemdir sem halda mjög illa og einkennast ýmist af óskýrri hugsun, meðvirkni eða spillingu. Í öllu falli er niðurstaðan sem stefnt er að þjófnaður frá þeim ríkissjóði sem stjórnvöldum er ætlað að standa vörð um.Hefurðu sögu að segja eða skoðun að deila? Ef svo er sendu okkur grein ásamt mynd á netfangið ritstjorn(hja)visir.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Sjá meira
Það væri skárra ef íslenska ríkið hefði efni á að leyfa starfsmönnum sínum að stela frá sér. Upplagðast væri auðvitað ef starfsmenn ríkisins myndu ekki ræna ríkið. En því miður erum við ekki svo lánsöm, þegnar þessa lands, ætlaðir atvinnurekendur stjórnvalda. Nú stendur yfir rán á verðmætum frá ríkinu og þar með þegnum þess. Mig langar hér einfaldlega að mótmæla því töluvert ákaflega og bóka í örfáum orðum að mér finnist það alls ekki vera í lagi. Og stuttlega vil ég útskýra hvers vegna mér finnst þessi stuldur vera glæpsamlegur. Stjórnvöld eru að dunda sér við þjófnað á miklum verðmætum frá ríkissjóði með því að færa án endurgjalds veiðiréttindi á makríl til útgerðarfyrirtækja. Þar sem það myndi bara aðstoða við verknaðinn er réttast að halda víðari umræðu um eðli kvótakerfisins fyrir utan þessi mótmæli. Þetta er þjófnaður hvort sem maður er hrifinn af kvótakerfinu eins og það er eða ekki. Nú þegar nýr og verðmætur nytjastofn er farinn að ganga í torfum um íslenska lögsögu hafa stjórnvöld áberandi tækifæri til að endurtaka ekki fyrri mistök við úthlutun kvótans. Það er ekkert því til fyrirstöðu að selja einfaldlega ný veiðiréttindi til útgerðanna. Þjófnaðurinn frá ríkissjóði nemur þeirri upphæð sem útgerðirnar væru tilbúnar að greiða fyrir makrílkvótann væri þeim gert að gera það. Það verð sem útgerðirnar myndu bjóða í veiðiréttindin væri áætlað mat þeirra á arðsemi af veiði kvótans, að teknu tilliti til rekstarkostnaðar og gjalda sem fylgja útgerðinni. Þetta er nákvæmlega sama ferli og á sér stað í flestum rekstri. Einfalt væri að koma til móts við óvissu tilboðsgjafa með því að tengja leiguverðið að einhverju leyti lykilþáttum eins og heimsmarkaðsverði á makríl og olíuverði. Og til að koma í veg fyrir að óeðlilega stór hluti kvótans leiti til fjársterkustu útgerðanna setur ríkið, seljandi veiðiréttindanna, einfaldlega þak á þann hluta makrílkvótans sem hver útgerð og útgerðir henni tengdar mega fara með hverju sinni. Og til að skýra tilboðsferlið byði ríkið upp veiðiréttindin til skýrt afmarkaðs tímabils í hvert skipti, ólíkt skilmálum þess glæps sem ráðin eru nú lögð á um. Það er ekki hægt að verja svona lagað með því að halda því fram að verið sé að stuðla að sjálfbærum og hagkvæmum sjávarútvegi. Þvert á móti stuðlar það að brenglun í samkeppni fái sjávarútvegsfyrirtæki handahófskenndar úthlutanir á verðmætum þjóðarinnar. Þetta eru lélegar röksemdir sem halda mjög illa og einkennast ýmist af óskýrri hugsun, meðvirkni eða spillingu. Í öllu falli er niðurstaðan sem stefnt er að þjófnaður frá þeim ríkissjóði sem stjórnvöldum er ætlað að standa vörð um.Hefurðu sögu að segja eða skoðun að deila? Ef svo er sendu okkur grein ásamt mynd á netfangið ritstjorn(hja)visir.is
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar