Volkswagen hafði oft verið varað við að nota svindlhugbúnaðinn Finnur Thorlacius skrifar 28. september 2015 15:09 Ekki skorti Volkswagen viðvaranirnar. Autoblog Nú þegar Volkswagen sleikir sárin og leitar leiða til að greiða úr þeim vanda sem fylgir díslvélasvindli þeirra segja þýskir fjölmiðlar frá því að fyrirtækið hafi oftsinnis verið varað við að nota þennan svindlhugbúnað. Einn þeirra greinir frá því að árið 2011 hafi tæknimenn innan raða Volkswagen varað yfirmenn Volkswagen með skýrslu við því að nota áfram þennan búnað sem greinilega hafði þá verið í notkun í nokkurn tíma. Viðvaranir þeirra hafa þó ekki fengið hljómgrunn á þeim tíma. Engar skýringar eru á því af hverju þessar upplýsingar voru látnar eins og vind um eyru þjóta. Fyrir þennan tíma, eða árið 2007, hafði íhlutaframleiðandinn Bosch einnig varað Volkswagen við því að nota búnaðinn. Hann kom reyndar frá Bosch og var aðeins ætlaður til nota við eigin tilraunir Volkswagen en ekki til almennrar notkunar í framleiðslubílum. Ekki voru viðvaranir Bosch teknar alvarlega þá fremur en þær sem frá starfsmönnum þeirra sjálfra kom. Því virðist brotavilji Volkswagen nokkuð einbeittur. Skandall hjá Volkswagen Mest lesið Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Innlent MAST búið að snúa hnífnum Innlent „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Innlent Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Innlent Hiti gæti náð upp undir 10 gráður Veður „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt Innlent Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Innlent
Nú þegar Volkswagen sleikir sárin og leitar leiða til að greiða úr þeim vanda sem fylgir díslvélasvindli þeirra segja þýskir fjölmiðlar frá því að fyrirtækið hafi oftsinnis verið varað við að nota þennan svindlhugbúnað. Einn þeirra greinir frá því að árið 2011 hafi tæknimenn innan raða Volkswagen varað yfirmenn Volkswagen með skýrslu við því að nota áfram þennan búnað sem greinilega hafði þá verið í notkun í nokkurn tíma. Viðvaranir þeirra hafa þó ekki fengið hljómgrunn á þeim tíma. Engar skýringar eru á því af hverju þessar upplýsingar voru látnar eins og vind um eyru þjóta. Fyrir þennan tíma, eða árið 2007, hafði íhlutaframleiðandinn Bosch einnig varað Volkswagen við því að nota búnaðinn. Hann kom reyndar frá Bosch og var aðeins ætlaður til nota við eigin tilraunir Volkswagen en ekki til almennrar notkunar í framleiðslubílum. Ekki voru viðvaranir Bosch teknar alvarlega þá fremur en þær sem frá starfsmönnum þeirra sjálfra kom. Því virðist brotavilji Volkswagen nokkuð einbeittur.
Skandall hjá Volkswagen Mest lesið Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Innlent MAST búið að snúa hnífnum Innlent „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Innlent Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Innlent Hiti gæti náð upp undir 10 gráður Veður „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt Innlent Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Innlent