Fótbolti

Arnór og félagar töpuðu í nágrannaslag

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Arnór skoraði í sínum fyrsta leik með Torpedo Moskvu.
Arnór skoraði í sínum fyrsta leik með Torpedo Moskvu. vísir/getty
Arnór Smárason var í byrjunarliði Torpedo Moskvu sem tapaði 0-1 fyrir Spartak Moskvu í nágrannaslag í rússnesku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag.

Torpedo er í 13. sæti deildarinnar með 16 stig, en liðin sem enda í 13. og 14. sæti fara í umspil um að halda sæti sínu í deildinni.

Hollendingurinn Quincy Promens skoraði eina mark leiksins á 21. mínútu.

Arnór lék á hægri kantinum hjá Torpedo en hann var tekinn af velli eftir rúmlega klukkutíma leik.

Þetta var annar leikur Arnór fyrir rússneska liðið en hann skoraði jöfnunarmark Torpedo gegn Zenit frá Pétursborg í sínum fyrsta leik fyrir félagið.


Tengdar fréttir

Arnór bjargaði stigi gegn toppliðinu

Arnór Smárason var bjargvættur Torpedo Moskvu þegar liðið náði í stig gegn stórliði Zenit frá Pétursborg í rússnesku úrvalsdeildinni, en lokatölur 1-1.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×