Af hverju að gera við það sem er ekki bilað? Loftur Atli Eiríksson skrifar 22. janúar 2015 07:00 Sonur minn 14 ára hefur notast við Ferðaþjónustu fatlaðra um árabil. Gæði þjónustunnar hafa verið til fyrirmyndar þar til henni var breytt 1. nóvember sl. og hafa þau fyrst og fremst grundvallast á góðu starfsfólki. Þjónustan hefur verið persónuleg og bílstjórarnir margir hverjir orðið eins og fjölskylduvinir. Fyrirkomulagið hefur verið með þeim hætti að sömu bílstjórarnir hafa jafnan sótt hann á morgnana og þekkja þeir fullkomlega inn á hjálpartækin, sem drengurinn notar og hvernig best er að umgangast þau þannig að ekki verði slys á gangleiðinni til og frá ferðaþjónustubílnum. Með tímanum hafa bílstjórarnir jafnframt lært inn á fötlun sonar míns og hvernig best er að aðstoða hann á sem þægilegastan og markvissastan hátt fyrir báða aðila. Það fylgir óhjákvæmilega öryggisleysi því að vera fatlaður því fatlað fólk býr ekki yfir sömu viðbragðshæfni og aðrir. Þess vegna er sérstaklega mikilvægt að skjólstæðingar ferðaþjónustunnar geti treyst þeim sem framkvæma þjónustuna. Það tekur tíma að byggja upp það traust og það verður ekki til öðruvísi en að þjónustan sé persónuleg. Ekki er að sjá að þessu hafi verið gefinn gaumur við innleiðingu á nýju tölvukerfi Ferðaþjónustu fatlaðra, sem er sorglegt því persónuleg þjónusta byggð á margra ára reynslu er mikilvægustu og dýrmætustu gæði þessa fyrirtækis. Líkt og aðrir notendur þjónustunnar hefur sonur minn lent í ýmsum miðurgóðum og erfiðum uppákomum eftir breytinguna sem ekki er ástæða til að tíunda hér en ef eitthvað bar útaf áður fyrr við þjónustuna var einfalt að lagfæra það með einu símtali. Ég hef áhyggjur af að sú þekking og reynsla sem var til staðar á öllum þjónustustigum Ferðaþjónustu fatlaðra sé að fara forgörðum vegna nýinnleiddra breytinga.Hlusta ber á notendur Þær hafa jafnframt haft í för með sér aukið álag á bílstjórana sem eru núna alltaf að flýta sér og verða óþolinmóðir og stressaðir í viðleitni sinni við að þjóna tölvukerfinu frekar en notendum þjónustunnar. Óþolinmæði og stress á ekki við þegar verið er að þjónusta fatlað fólk. Því vil ég hvetja þá sem eru að vinna við að endurskoða breytingar á þjónustunni að hlusta vel á notendur hennar því þeir vita best hvað skiptir þá máli. Vegna aðstæðna sinna þarf fatlað fólk jafnan að temja sér þolinmæði og umburðarlyndi í dagsins önn og er flest seinþreytt til vandræða. Vissulega hljómaði sá ávinningur, sem kynntur var með nýja tölvukerfinu margur hver ágætlega, eins og að hægt er að panta ferðir með styttri fyrirvara. Fórnarkostnaðurinn er hins vegar allt of mikill. Það sem við óskum frekar eftir af Ferðaþjónustu fatlaðra er áreiðanleiki, öryggi og sú persónulega þjónusta sem við vorum vön að njóta. Það þarf ekki að finna upp hjólið aftur. Af hverju að gera við það sem er ekki bilað? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 27.12.2025 Halldór Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Sonur minn 14 ára hefur notast við Ferðaþjónustu fatlaðra um árabil. Gæði þjónustunnar hafa verið til fyrirmyndar þar til henni var breytt 1. nóvember sl. og hafa þau fyrst og fremst grundvallast á góðu starfsfólki. Þjónustan hefur verið persónuleg og bílstjórarnir margir hverjir orðið eins og fjölskylduvinir. Fyrirkomulagið hefur verið með þeim hætti að sömu bílstjórarnir hafa jafnan sótt hann á morgnana og þekkja þeir fullkomlega inn á hjálpartækin, sem drengurinn notar og hvernig best er að umgangast þau þannig að ekki verði slys á gangleiðinni til og frá ferðaþjónustubílnum. Með tímanum hafa bílstjórarnir jafnframt lært inn á fötlun sonar míns og hvernig best er að aðstoða hann á sem þægilegastan og markvissastan hátt fyrir báða aðila. Það fylgir óhjákvæmilega öryggisleysi því að vera fatlaður því fatlað fólk býr ekki yfir sömu viðbragðshæfni og aðrir. Þess vegna er sérstaklega mikilvægt að skjólstæðingar ferðaþjónustunnar geti treyst þeim sem framkvæma þjónustuna. Það tekur tíma að byggja upp það traust og það verður ekki til öðruvísi en að þjónustan sé persónuleg. Ekki er að sjá að þessu hafi verið gefinn gaumur við innleiðingu á nýju tölvukerfi Ferðaþjónustu fatlaðra, sem er sorglegt því persónuleg þjónusta byggð á margra ára reynslu er mikilvægustu og dýrmætustu gæði þessa fyrirtækis. Líkt og aðrir notendur þjónustunnar hefur sonur minn lent í ýmsum miðurgóðum og erfiðum uppákomum eftir breytinguna sem ekki er ástæða til að tíunda hér en ef eitthvað bar útaf áður fyrr við þjónustuna var einfalt að lagfæra það með einu símtali. Ég hef áhyggjur af að sú þekking og reynsla sem var til staðar á öllum þjónustustigum Ferðaþjónustu fatlaðra sé að fara forgörðum vegna nýinnleiddra breytinga.Hlusta ber á notendur Þær hafa jafnframt haft í för með sér aukið álag á bílstjórana sem eru núna alltaf að flýta sér og verða óþolinmóðir og stressaðir í viðleitni sinni við að þjóna tölvukerfinu frekar en notendum þjónustunnar. Óþolinmæði og stress á ekki við þegar verið er að þjónusta fatlað fólk. Því vil ég hvetja þá sem eru að vinna við að endurskoða breytingar á þjónustunni að hlusta vel á notendur hennar því þeir vita best hvað skiptir þá máli. Vegna aðstæðna sinna þarf fatlað fólk jafnan að temja sér þolinmæði og umburðarlyndi í dagsins önn og er flest seinþreytt til vandræða. Vissulega hljómaði sá ávinningur, sem kynntur var með nýja tölvukerfinu margur hver ágætlega, eins og að hægt er að panta ferðir með styttri fyrirvara. Fórnarkostnaðurinn er hins vegar allt of mikill. Það sem við óskum frekar eftir af Ferðaþjónustu fatlaðra er áreiðanleiki, öryggi og sú persónulega þjónusta sem við vorum vön að njóta. Það þarf ekki að finna upp hjólið aftur. Af hverju að gera við það sem er ekki bilað?
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar