Ólafur Björn Loftsson, kylfingur úr GKG, féll í gær úr leik á fyrsta stigi úrtökumótsins fyrir Evrópumótaröðina í golfi.
Ólafur Björn tók þátt í úrtökumóti á Hardelot vellinum í Frakklandi og lauk leik á tólf höggum yfir pari en hann endaði í 78-79. sæti af 103. Aðeins 22 kylfingar komust á næsta stig úrtökumótsins.
Ólafur lék vel á fyrsta deginum og kom inn á einu höggi yfir pari eftir að hafa krækt í fjóra fugla en hann náði sér ekki á strik á öðrum leikdegi og var á fimm höggum yfir pari að öðrum leikdegi loknum.
Ólafur fékk síðan sannkallaða martraðabyrjun á þriðja leikdegi í gær er hann fékk tvöfaldan skolla á fyrstu holu en hann lék hringinn á sjö höggum yfir pari.
Er því einn íslenskur kylfingur eftir en Birgir Leifur Hafþórsson mun leika á öðru stigi úrtökumótsins á Spáni í nóvember. Líkt og Ólafur komust Þórður Rafn Gissurarson og Axel Bóasson ekki í gegn um fyrsta stig úrtökumótsins.
Ólafur Björn úr leik á fyrsta stigi úrtökumótsins í Frakklandi
Kristinn Páll Teitsson skrifar

Mest lesið


Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby
Íslenski boltinn


Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna
Enski boltinn


Íþróttamaður HK til liðs við ÍA
Íslenski boltinn



Frá Skagafirði á Akranes
Körfubolti
