Innlent

Tafir gætu bitnað á neytendum

stefán rafn sigurbjörnsson skrifar
Gjaldið ólöglega nemur hundruðum milljónum króna
Gjaldið ólöglega nemur hundruðum milljónum króna Fréttablaðið/Heiða Helgadóttir
Tafir á endurgreiðslu ólögmæts útboðsgjalds til innflytjenda á landbúnaðarvörum gæti kostað neytendur hundruði milljóna króna. Þetta kemur fram í bréfi Félags atvinnurekenda til atvinnuvegaráðuneytisins.

Ólafur Stephensen
Bréfið er ítrekun FA á að endurgreiða þurfi útboðsgjaldið sem Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi ólöglegt og andstætt stjórnarskrá í mars. Gjaldið var upphaflega lagt á útboð á tollkvótum til innflutnings á landbúnaðarvöru. Í dómnum kemur fram að gjaldið geti ekki verið endurgreitt aftur í tímann en nokkur fyrirtæki eiga inni fyrirframgreidda, ónýtta innflutningskvóta að upphæð sem nemur hundruðum milljóna króna. Þetta er sú upphæð sem innflutningsfyrirtækin vilja fá endurgreidda.

Enn sem komið er hefur ráðuneytið ekki orðið við óskum FA eða annarra innflutningsfyrirtækja. „Dómurinn féll 17 mars og við ítrekuðum niðurstöðu dómsins í bréfi til ráðuneytisins 23 mars og aftur 31 mars en þau hafa ekki veitt nein svör,“ segir Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri, Félags atvinnurekenda. „Ráðuneytið er vísvitandi að skerða hag neytenda og rétt fyrirtækja með hverjum deginum sem líður,“ segir hann.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×