Innlent

Sextíu milljóna fjárveiting til viðhalds gatna í Garðabæ

Sunna Karen sigurþórsdóttir skrifar
Fjárveitingin dugar til endurnýjunar á slitlagi á um þrettán þúsund fermetrum í ár.
Fjárveitingin dugar til endurnýjunar á slitlagi á um þrettán þúsund fermetrum í ár. vísir/sigurjón ólason
Samþykkt var sextíu milljóna króna viðbjótarveitveiting til viðhalds gatna á fundi bæjarstjórnar Garðabæjar á fimmtudag. Fjárveitingin dugar til endurnýjunar á slitlagi á um þrettán þúsund fermetrum í ár. Talið er æskilegt að framkvæma annað eins til viðbótar.

Í tilkynningu frá Garðabæ segir að ástand gatna í bænum hafi versnað mikið í vetur. Töluvert meira sé af götum sem þarfnist endurnýjunar og viðgerðar en gert var ráð fyrir á síðasta ári. Í greinargerð með tillögunni segir að Efla verkfræðistofa hafi síðustu ár farið yfir ástand slitlags gatna á hverjum vetri og gert ástandamat á götum Garðarbæjar. Út frá matinu hafi verið teknar ákvaðanir um endurnýjun slitlags. Á vorin sé farið í að lagfæra þær skemmdir og holur sem hafa verið á slitlögum gatna í bænum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×