Innlent

Styrkur svifryks líklega yfir heilsuverndarmörkum

Samúel Karl Ólason skrifar
Hálftímagildi svifryks við mælistöðina á Grensásvegi var 122 míkrógrömm á rúmmetra klukkan tvö í dag.
Hálftímagildi svifryks við mælistöðina á Grensásvegi var 122 míkrógrömm á rúmmetra klukkan tvö í dag. Vísir/GVA
Styrkur svifryks mun líklega fara yfir heilsuverndarmörk í Reykjavík í dag. Vindur er hægur, götur þurrar og engar líkur á úrkomu. Næstu daga er miklu þurrviðri spáð og Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur hvetur fólk til að fylgjast með styrk svifryks.

Hálftímagildi svifryks við mælistöðina á Grensásvegi var 122 míkrógrömm á rúmmetra klukkan tvö í dag. Við Bíldshöfða var hálftímagildið 80 míkrógrömm. Heilsuverndarmörkin eru 50 míkrógrömm.

Í tilkynningu frá Heilbrigðiseftirlitinu segir að sendar verði viðvaranir og leiðbeiningar ef ástæða þyki til.

Hægt er að fylgjast með styrk svifryks á  og annarra mengandi efna hér á vef Reykjavíkurborgar. Þar má sjá kort yfir mælistaði í Reykjavík m.a. mælistöð á Grensásvegi. Loftgæðafarstöðvar Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur er nú staðsettar við leikskólann Öskju við Nauthólsveg 87 og í Ártúnsbrekku við Bíldshöfða 2.

Samkvæmt upplýsingum frá skrifstofu reksturs og umhirðu borgarlands hófst hreinsun á götum og hjóla- og göngustígum í byrjun apríl. Ekki er hægt að hreinsa götur og stíga þegar líkur eru á frosti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×