Ljósið 10 ára Jón H. Guðmundsson skrifar 19. júní 2015 00:00 Ljósið er sjálfseignarstofnun sem verður 10 ára á þessu ári. Ljósið er endurhæfingar- og stuðningsmiðstöð fyrir krabbameinsgreinda og aðstandendur þeirra. Sem sjálfseignarstofnun þarf Ljósið mjög á góðum styrktaraðilum að halda til að láta enda ná saman og fer mikil orka hjá félaginu í að afla fjármagns til rekstursins. Þó að 10 ár séu ekki langur tími hefur Ljósið nú þegar skilað frábæru starfi fyrir krabbameinssjúklinga og reyndar fyrir samfélagið allt. Ég átti því láni að fagna fyrir nokkrum árum að vera leiddur inn fyrir þröskuldinn á Langholtsveg 43, en þar er Ljósið til húsa. Ég hafði endurgreinst vegna krabbameins í blöðruhálskirtli nokkru áður og átti mjög erfiðan tíma og hafði leitað aðstoðar, þar sem ég hélt að aðstoð væri að finna, en hafði ekki erindi sem erfiði og eftir nokkrar heimsóknir gerði ég mér engar vonir um einhverja aðstoð væri að fá hvorki þarna né annars staðar. Þetta var því aðallega til að friða konuna mína. Þegar inn var komið var okkur tekið með mikilli alúð, og okkur boðið sæti og að þiggja kaffisopa. Við vorum spurð hvort ekki mætti segja okkur frá starfsemi Ljóssins og skoða húsnæðið. Þetta var allt sjálfsagt, þar sem við höfðum ekkert annað fyrir stafni. Var skýrt út fyrir okkur hvernig starfsemin hjá Ljósinu væri í stuttu máli og við fengum að skoða aðstöðuna hjá þeim. Ekki var þetta nóg til að ég samfærðist, enda stutt frá því að mér hafði mistekist að leita mér aðstoðar, en þannig vildi til að sama kvöld var að hefjast námskeið fyrir karlmenn með krabbamein og má segja að dagurinn hafi farið í það að taka ákvörðun um hvort ég þyrði að mæta, en til allrar lukku lét ég verða af því og var námskeiðið mjög fróðlegt og uppbyggjandi. Var mér í framhaldi boðið að sækja fleiri námskeið, sem ég þáði, og má segja að þessi tími hjá Ljósinu hafi gjörbreytt líðan minni. Hjá Ljósinu starfa sálfræðingar, hjúkrunarfræðingar, iðjuþjálfar, sjúkraþjálfarar, næringarráðgjafar, markþjálfi og íþróttafræðingur. Þar fyrir utan er fjöldi fólks sem kemur að ýmsum þáttum starfsins, eins og ýmsum námskeiðum við ýmis konar handverk og sköpun. Þessi upptalning sýnir hve starfið hjá Ljósinu er fjölbreytt. Þessi breiði hópur ráðgjafa og fræðinga gerir starfið mjög markvisst, þar sem allir fá fræðslu og ráðgjöf sem hæfir hverjum og einum. Ég get borið vitni um ágæti þessa starfs hjá Ljósinu og hve skipulagt starfið er, og er ég hálfundrandi yfir því hve hægt er að ná góðum árangri með svo erfiðan sjúkdóm sem krabbameinið er. Í mínu tilfelli er reyndar um ólæknandi sjúkdóm að ræða, en Ljósið, eða öllu heldur hið frábæra starfsfólk þess, hefur kennt mér að lifa með sjúkdómnum og verð ég því Ljósinu ævinlega þakklátur. Sem dæmi má geta þess að Ljósið hefur nú þegar útskrifað sjúklinga, sem sýnir hve starf þess er markvisst. Ég væri alveg tilbúinn að vera í þeim hópi en því miður er því ekki að heilsa í mínu tilfelli. Það hlýtur að vera ánægjulegt að geta losnað við sjúkdóminn og tekist á við lífið aftur með nýju hugarfari. Að lokum vil ég enn og aftur þakka starfsfólki Ljóssins fyrir frábært starf og óska því allra heilla í framtíðinni og að það haldi áfram að dafna og gera okkur krabbameinssjúklingum auðveldara að lifa því lífi sem við lifum nú. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson Skoðun Halldór 26.07.2025 Halldór Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Sjá meira
Ljósið er sjálfseignarstofnun sem verður 10 ára á þessu ári. Ljósið er endurhæfingar- og stuðningsmiðstöð fyrir krabbameinsgreinda og aðstandendur þeirra. Sem sjálfseignarstofnun þarf Ljósið mjög á góðum styrktaraðilum að halda til að láta enda ná saman og fer mikil orka hjá félaginu í að afla fjármagns til rekstursins. Þó að 10 ár séu ekki langur tími hefur Ljósið nú þegar skilað frábæru starfi fyrir krabbameinssjúklinga og reyndar fyrir samfélagið allt. Ég átti því láni að fagna fyrir nokkrum árum að vera leiddur inn fyrir þröskuldinn á Langholtsveg 43, en þar er Ljósið til húsa. Ég hafði endurgreinst vegna krabbameins í blöðruhálskirtli nokkru áður og átti mjög erfiðan tíma og hafði leitað aðstoðar, þar sem ég hélt að aðstoð væri að finna, en hafði ekki erindi sem erfiði og eftir nokkrar heimsóknir gerði ég mér engar vonir um einhverja aðstoð væri að fá hvorki þarna né annars staðar. Þetta var því aðallega til að friða konuna mína. Þegar inn var komið var okkur tekið með mikilli alúð, og okkur boðið sæti og að þiggja kaffisopa. Við vorum spurð hvort ekki mætti segja okkur frá starfsemi Ljóssins og skoða húsnæðið. Þetta var allt sjálfsagt, þar sem við höfðum ekkert annað fyrir stafni. Var skýrt út fyrir okkur hvernig starfsemin hjá Ljósinu væri í stuttu máli og við fengum að skoða aðstöðuna hjá þeim. Ekki var þetta nóg til að ég samfærðist, enda stutt frá því að mér hafði mistekist að leita mér aðstoðar, en þannig vildi til að sama kvöld var að hefjast námskeið fyrir karlmenn með krabbamein og má segja að dagurinn hafi farið í það að taka ákvörðun um hvort ég þyrði að mæta, en til allrar lukku lét ég verða af því og var námskeiðið mjög fróðlegt og uppbyggjandi. Var mér í framhaldi boðið að sækja fleiri námskeið, sem ég þáði, og má segja að þessi tími hjá Ljósinu hafi gjörbreytt líðan minni. Hjá Ljósinu starfa sálfræðingar, hjúkrunarfræðingar, iðjuþjálfar, sjúkraþjálfarar, næringarráðgjafar, markþjálfi og íþróttafræðingur. Þar fyrir utan er fjöldi fólks sem kemur að ýmsum þáttum starfsins, eins og ýmsum námskeiðum við ýmis konar handverk og sköpun. Þessi upptalning sýnir hve starfið hjá Ljósinu er fjölbreytt. Þessi breiði hópur ráðgjafa og fræðinga gerir starfið mjög markvisst, þar sem allir fá fræðslu og ráðgjöf sem hæfir hverjum og einum. Ég get borið vitni um ágæti þessa starfs hjá Ljósinu og hve skipulagt starfið er, og er ég hálfundrandi yfir því hve hægt er að ná góðum árangri með svo erfiðan sjúkdóm sem krabbameinið er. Í mínu tilfelli er reyndar um ólæknandi sjúkdóm að ræða, en Ljósið, eða öllu heldur hið frábæra starfsfólk þess, hefur kennt mér að lifa með sjúkdómnum og verð ég því Ljósinu ævinlega þakklátur. Sem dæmi má geta þess að Ljósið hefur nú þegar útskrifað sjúklinga, sem sýnir hve starf þess er markvisst. Ég væri alveg tilbúinn að vera í þeim hópi en því miður er því ekki að heilsa í mínu tilfelli. Það hlýtur að vera ánægjulegt að geta losnað við sjúkdóminn og tekist á við lífið aftur með nýju hugarfari. Að lokum vil ég enn og aftur þakka starfsfólki Ljóssins fyrir frábært starf og óska því allra heilla í framtíðinni og að það haldi áfram að dafna og gera okkur krabbameinssjúklingum auðveldara að lifa því lífi sem við lifum nú.
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar