Tiger: Ég er á réttri leið Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 19. júní 2015 12:30 Tiger Woods. Vísir/Getty Tiger Woods er þrátt fyrir allt jákvæður eftir fyrsta keppnisdag á Opna bandaríska meistaramótinu sem hófst í gær. Woods spilaði á 80 höggum í gær en það er hans versti árangur á mótinu frá upphafi. Árið 1996 spilaði hann á 77 höggum en þá var hann enn áhugamaður. „Það góða er að ég rústaði þó allavega Ricky í dag,“ sagði Tiger í léttum dúr en Ricky Fowler, sem var með honum í ráshóp, spilaði á 81 höggi. „Ég er auðvitað ekkert mjög ánægður. Þetta var erfiður dagur. Ég verð bara að vinna áfram í mínum málum. En einhverra hluta vegna næ ég ekki að vera jafn stöðugur og ég vildi vera.“ Hann játti því þegar hann var spurður hvort hann teldi sig enn vera á réttri leið. „Þetta er svo auðvelt þegar ég geri allt rétt. Ég þarf bara að gera það mun oftar og byggja á því. Þetta varð niðurstaðan í dag þó svo að ég hafi reynt allt sem ég gat. Svona spilaði ég bara í dag.“ Woods vann síðast á mótinu árið 2008 en missti af því í fyrra vegna bakmeiðsla. Hann segist enn finna fyrir áhrifum þeirra. „Það er auðveldara að koma til baka eftir hnéaðgerðir en aðgerðir á baki. Ég spilaði ekki mikið í fyrra og hef ekki spilað mikið í ár. Einhverra hluta vegna er mun erfiðara að eiga við taug en liðamót.“ Golf Tengdar fréttir Pínleg byrjun Tiger á Opna bandaríska Rory McIlroy, besti kylfingur heims, byrjaði ekki vel en það er þó ekkert miðað við raunir Tiger Woods sem situr enn á ný meðal neðstu manna eftir enn eina hræðilega frammistöðu. 19. júní 2015 06:17 Mest lesið „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Enski boltinn Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein Fótbolti Viktor Bjarki byrjaði í dramatískum sigri í Meistaradeildinni Fótbolti Aðeins of mikið af því góða fyrir Gumma Ben og félaga Fótbolti Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ Enski boltinn Real Madrid - Manchester City | Guardiola á Bernabéu Fótbolti Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Enski boltinn Dagur til Kanada „aðeins eldri með barn, hund og vini fyrir lífstíð“ Fótbolti Fleiri fréttir Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Tiger Woods er þrátt fyrir allt jákvæður eftir fyrsta keppnisdag á Opna bandaríska meistaramótinu sem hófst í gær. Woods spilaði á 80 höggum í gær en það er hans versti árangur á mótinu frá upphafi. Árið 1996 spilaði hann á 77 höggum en þá var hann enn áhugamaður. „Það góða er að ég rústaði þó allavega Ricky í dag,“ sagði Tiger í léttum dúr en Ricky Fowler, sem var með honum í ráshóp, spilaði á 81 höggi. „Ég er auðvitað ekkert mjög ánægður. Þetta var erfiður dagur. Ég verð bara að vinna áfram í mínum málum. En einhverra hluta vegna næ ég ekki að vera jafn stöðugur og ég vildi vera.“ Hann játti því þegar hann var spurður hvort hann teldi sig enn vera á réttri leið. „Þetta er svo auðvelt þegar ég geri allt rétt. Ég þarf bara að gera það mun oftar og byggja á því. Þetta varð niðurstaðan í dag þó svo að ég hafi reynt allt sem ég gat. Svona spilaði ég bara í dag.“ Woods vann síðast á mótinu árið 2008 en missti af því í fyrra vegna bakmeiðsla. Hann segist enn finna fyrir áhrifum þeirra. „Það er auðveldara að koma til baka eftir hnéaðgerðir en aðgerðir á baki. Ég spilaði ekki mikið í fyrra og hef ekki spilað mikið í ár. Einhverra hluta vegna er mun erfiðara að eiga við taug en liðamót.“
Golf Tengdar fréttir Pínleg byrjun Tiger á Opna bandaríska Rory McIlroy, besti kylfingur heims, byrjaði ekki vel en það er þó ekkert miðað við raunir Tiger Woods sem situr enn á ný meðal neðstu manna eftir enn eina hræðilega frammistöðu. 19. júní 2015 06:17 Mest lesið „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Enski boltinn Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein Fótbolti Viktor Bjarki byrjaði í dramatískum sigri í Meistaradeildinni Fótbolti Aðeins of mikið af því góða fyrir Gumma Ben og félaga Fótbolti Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ Enski boltinn Real Madrid - Manchester City | Guardiola á Bernabéu Fótbolti Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Enski boltinn Dagur til Kanada „aðeins eldri með barn, hund og vini fyrir lífstíð“ Fótbolti Fleiri fréttir Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Pínleg byrjun Tiger á Opna bandaríska Rory McIlroy, besti kylfingur heims, byrjaði ekki vel en það er þó ekkert miðað við raunir Tiger Woods sem situr enn á ný meðal neðstu manna eftir enn eina hræðilega frammistöðu. 19. júní 2015 06:17