Er rétt að tefla börnum fram í fjölmiðlum? Þóra Jónsdóttir skrifar 16. maí 2015 07:00 Flestum foreldrum þykja börnin sín vera óaðskiljanlegur hluti af lífinu. Það hlýtur að teljast jákvætt því yfirleitt er velferð barna foreldrum þeirra efst í huga og þeir vilja börnum sínum auðvitað allt hið besta. Öðru hverju birtast viðtöl við fólk sem deilir reynslusögum úr lífi sínu með almenningi, sem ýmist lýsa jákvæðri upplifun eða erfiðri lífsreynslu. Í einhverjum tilfellum er börnum þeirra sem segja söguna fléttað inn í frásögnina eða eru beinlínis frásagnarefnið sjálft. Sama á sér stað á samfélagsmiðlum. Oftast er það engum til skaða en stundum er ástæða til að hafa áhyggjur af því að barni geti orðið meint af eða að það geti verið óþægilegt fyrir barnið til framtíðar að vera blandað í frásögn foreldra. Samkvæmt Barnasáttmálanum eiga börn rétt á friðhelgi einkalífs og þau eiga rétt á að tjá sig um mál sem þau varða, í samræmi við aldur sinn og þroska. Börn eiga því sjálfstæðan rétt til að hafa áhrif á það hvort um þau birtist umfjöllun í fjölmiðlum. Hafi þau ekki þroska til að leggja mat á það sjálf eiga þau að njóta verndar gegn því að vera teflt fram í fjölmiðlum. Það sem birtist á netinu, verður þar um ókomna tíð. Foreldrar þurfa að spyrja sjálfa sig að því hvort það hafi áhrif á líf barna þeirra að þeir segi sögur af lífi þeirra. Þeir þurfa að spyrja börn sín að því hvort þau vilji að umfjöllun um þau og jafnvel myndir af þeim, birtist í fjölmiðlum og lifi á netinu um ókomna tíð. Með fjölmiðlaumfjöllun um börn taka foreldrar og fjölmiðlar ákvarðanir sem geta haft áhrif á líf barna, í nútíð og í framtíð, til góðs eða ills. Barnaheill – Save the Children á Íslandi vinna að bættum hag barna á Íslandi og vilja vekja athygli á rétti barna til að hafa áhrif á eigin líf eins og Barnasáttmálinn kveður á um. Okkur ber öllum að taka ákvarðanir í samræmi við það sem er barni fyrir bestu. Það á við í hinu víðasta samhengi. Það er afar mikilvægt að við virðum einkalíf barna okkar og tökum ákvarðanir með það fyrir augum hvort umfjöllun í fjölmiðlum sé barni okkar fyrir bestu, ekki bara í dag heldur til framtíðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þóra Jónsdóttir Mest lesið Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Flestum foreldrum þykja börnin sín vera óaðskiljanlegur hluti af lífinu. Það hlýtur að teljast jákvætt því yfirleitt er velferð barna foreldrum þeirra efst í huga og þeir vilja börnum sínum auðvitað allt hið besta. Öðru hverju birtast viðtöl við fólk sem deilir reynslusögum úr lífi sínu með almenningi, sem ýmist lýsa jákvæðri upplifun eða erfiðri lífsreynslu. Í einhverjum tilfellum er börnum þeirra sem segja söguna fléttað inn í frásögnina eða eru beinlínis frásagnarefnið sjálft. Sama á sér stað á samfélagsmiðlum. Oftast er það engum til skaða en stundum er ástæða til að hafa áhyggjur af því að barni geti orðið meint af eða að það geti verið óþægilegt fyrir barnið til framtíðar að vera blandað í frásögn foreldra. Samkvæmt Barnasáttmálanum eiga börn rétt á friðhelgi einkalífs og þau eiga rétt á að tjá sig um mál sem þau varða, í samræmi við aldur sinn og þroska. Börn eiga því sjálfstæðan rétt til að hafa áhrif á það hvort um þau birtist umfjöllun í fjölmiðlum. Hafi þau ekki þroska til að leggja mat á það sjálf eiga þau að njóta verndar gegn því að vera teflt fram í fjölmiðlum. Það sem birtist á netinu, verður þar um ókomna tíð. Foreldrar þurfa að spyrja sjálfa sig að því hvort það hafi áhrif á líf barna þeirra að þeir segi sögur af lífi þeirra. Þeir þurfa að spyrja börn sín að því hvort þau vilji að umfjöllun um þau og jafnvel myndir af þeim, birtist í fjölmiðlum og lifi á netinu um ókomna tíð. Með fjölmiðlaumfjöllun um börn taka foreldrar og fjölmiðlar ákvarðanir sem geta haft áhrif á líf barna, í nútíð og í framtíð, til góðs eða ills. Barnaheill – Save the Children á Íslandi vinna að bættum hag barna á Íslandi og vilja vekja athygli á rétti barna til að hafa áhrif á eigin líf eins og Barnasáttmálinn kveður á um. Okkur ber öllum að taka ákvarðanir í samræmi við það sem er barni fyrir bestu. Það á við í hinu víðasta samhengi. Það er afar mikilvægt að við virðum einkalíf barna okkar og tökum ákvarðanir með það fyrir augum hvort umfjöllun í fjölmiðlum sé barni okkar fyrir bestu, ekki bara í dag heldur til framtíðar.
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar