Innlent

Hvíta-Rússlandi veitt aðild að Bologna-samstarfinu

Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar
Illugi lofaði Bologna-samstarfið.
Illugi lofaði Bologna-samstarfið. Mynd/Menntamálaráðuneyti Armeníu
Menntun Hvíta-Rússlandi var veitt aðild að Bologna-ferlinu á fundi menntamálaráðherra ríkja sem eiga aðild að samstarfinu.

Ríkinu er gert að auka sjálfstæði háskóla sinna og auka réttindi stúdenta til að geta átt fulla aðild að samstarfinu. Hvíta-Rússland hefur áður sótt um aðild en var hafnað vegna frelsissviptinga á stúdentum í kjölfar forsetakosninga í landinu.

Bologna-ferlið er verkefni sem tryggir samevrópskt háskólasvæði og aukinn hreyfanleika á milli námsmanna í Evrópu.

Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra stýrði fundi menntamálaráðherra þeirra ríkja sem eiga aðild að Bologna-samstarfinu í Armeníu. Fundinum lauk í gær.

„Samstarfið hefur verið hvatning fyrir nemendur og starfsmenn til að flytja sig á milli landa með viðurkenndar náms- og starfsaðferðir í farteskinu,“ sagði Illugi í ávarpi sínu. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×