Innlent

Þungar áhyggjur af innsiglingunni á Höfn

Svavar Hávarðsson skrifar
Skip hafa þurft að landa afla sínum annars staðar.
Skip hafa þurft að landa afla sínum annars staðar. mynd/kristján jónsson
Bæjarstjórn Hornafjarðar lýsir yfir þungum áhyggjum af hversu litlum fjármunum er varið til nauðsynlegrar uppbyggingar hafnarmannvirkja. Sveitarfélagið sér fram á mikla óvissu með skipaumferð um innsiglinguna inn til Hornafjarðar.

Í ályktun á fundi bæjarstjórnar á miðvikudag er bent á alvarlegt ástand í innsiglingunni um Hornafjarðarós og á Grynnslunum – sandrifi við innsiglinguna, en Hornfirðingar hafa barist fyrir rannsóknum á svæðinu til að unnt sé að huga að umbótum. Ekki hefur tekist að tryggja fjármuni í þetta verk þrátt fyrir margar tilraunir.

„Dýpið á Grynnslunum hefur minnkað um tvo metra á undanförnum fimm mánuðum og eru þetta um 200.000 rúmmetrar sem safnast hafa upp á þessum tíma. Líkur eru á að þetta ástand verði viðvarandi næstu mánuði. Bæjarstjórn bendir á að þetta ástand skapi mikla óvissu um skipaumferð um innsiglinguna inn til Hornafjarðar,“ segir í ályktun bæjaryfirvalda.

Ef áætlanir ríkisins ganga eftir í samgönguáætlun minnkar hlutur ríkisins úr 75% í 60% í framkvæmdum við hafnarmannvirki á yfirstandandi ári. Einnig er aðeins gert ráð fyrir 100 milljónum til rannsókna á öllum höfnum á Íslandi. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×