Innlent

Ekki allir tilbúnir að viðurkenna að þeir séu bara lifandi skrítla

Samúel Karl Ólason skrifar
Jón Gnarr.
Jón Gnarr. Vísir/Stefán
Grínistinn hefur mikilvægu hlutverki að gegna í heiminum. Jón Gnarr segir grínistann vera hluta af mannréttindum, lýðræði og tjáningarfrelsi. Hlutverk hans sé ekki einungis að veita afþreyingu heldur að hjálpa fólki að skilja og skynja eigið líf á nýjan hátt.

„Heimspeki grínsins er í grundvallaratriðum sú að lífið sjálft sé svo absúrd að það sé í eðli sínu brandari, við séum brandari sem við séum yfirleitt að taka mun alvarlegar en tilefni sé til.“

Þetta kemur fram í grein Jóns í Fréttablaðinu í dag.

Jón sem hefur starfað sem grínisti í 25 ár, segir það eiginlega hafa gerst óvart. Hann segist oft hafa verið gagnrýndur fyrir grín sitt. Hann hefur verið kærður margsinnis, en aldrei fengið dóm. Þá hefur honum margsinnis verið hótað og jafnvel hefur hann orðið fyrir líkamsárásum.

Grínið deyr sé það krufið

„Ég hef yfirleitt reynt að verja mig og gjörðir mínar en stundum er það bara ekki hægt. Það getur verið snúið að rífast um hvað sé fyndið og hvað ekki, hvað megi og hvað megi ekki. Að kryfja grín leiðir yfirleitt til þess eins að grínið deyr.“

Jón segist vera þeirrar skoðunar að í grundvallaratriðum megi gera grín að öllu. Þó skipti máli hvernig það sé gert, hvenær og af hverjum. Hann segir að voðaverkin í París fyrr á árinu hafi sýnt það mjög vel.

„Egill Helgason skrifaði mikið um það mál og tók sér stöðu með Charlie Hebdo og botnaði ekkert í fólki sem var ósátt við skopið, það skildi ekki franskt samfélag og mikilvægi trúðsins fyrir lýðræðið. En svo þegar ég gerði grín að einum hans uppáhalds trommuleikara, í mínum síðasta pistli, þá fauk í hann og honum sárnaði og hann sendi mér tóninn.“

Jón tekur þó fram að hann sé ekki að væla eða kvarta.

„Ég hef valið mér þetta hlutskipti, ég fæddist í það og ég held að ég hafi aldrei átt neitt val um annað. Ég er Charlie.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×