Rokkari lætur ráðamenn heyra það: „Þið eruð að djöggla með líf barnanna okkar, helvítis fólkið ykkar!“ Birgir Olgeirsson skrifar 17. júlí 2015 10:59 Snæbjörn Ragnarsson ásamt dóttur sinni Önnu. Vísir/Facebook. „Þið eruð að djöggla með líf barnanna okkar, helvítis fólkið ykkar!,“ skrifar Snæbjörn Ragnarsson, bassaleikari þungarokkssveitarinnar Skálmaldar, á Facebook þar sem hann lætur yfirvöld heyra það vegna aðstæðna í heilbrigðiskerfinu. Snæbjörn segist geta þakkað starfsfólki Landspítalans fyrir að dóttir þeirra Anna er á lífi í dag. Anna fæddist á Landspítalanum 17. apríl síðastliðinn og reyndist fæðingin afar erfið. Stúlkan hafði lent axlarklemmu þar sem önnur öxl barnsins lendir undir lífbeini móðurinnar. Á þeim tímapunkti var of seint að grípa til keisaraskurðar og segir Snæbjörn að hann hefði getað bæði misst barnið og barnsmóður sína. Hann segir ótrúlega atburðarás hafa farið af stað í kjölfarið þar sem um 10 starfsmenn fæðingardeildarinnar unnu allir að því að bjarga lífi barnsins og móðurinnar. Sex dögum frá fæðingu Önnu gengu foreldrarnir með hana alheilbrigða út af Landspítalanum en Snæbjörn spyr sig í pistlinum sem hann birtir á Facebook hvernig staðan verði á Landspítalanum eftir tvö ár, fimm eða tíu? Hann talar til þeirra sem standa vaktina gagnvart heilbrigðiskerfinu þegar hann segir meðferð þeirra heilbrigðiskerfinu ekki snúast um pólitík heldur um almenna skynsemi, mannréttindi og rökhugsun. „Að höggva svona úr meginstoð samfélags er foráttuheimska og sú heimska skrifast á ykkur sem ráðið. Endilega rífist eins og frekir smákrakkar um samfélagsmál, alþjóðamál og stjórnunarhætti af öllu tagi, það er sennilega öllum hollt þegar upp er staðið. En þetta lýtur öðrum lögmálum. Ef við setjum allt skrum og allar flækjur á ís og horfum á ískaldan kjarna málsins þá eruð þið að stuðla að því að hvert og eitt okkar eigi minni möguleika á heilbrigðu lífi. Þið plokkið mannspil og ása kerfisbundið úr stokknum, skilið inn tvistum og þristum til baka og áhrifin af því eru nú þegar orðin skelfileg.“ Hann biður ráðamenn um að láta af þessari hegðun eða að víkja fyrir öðru fólki. „Sem er ekki svona ótrúlega tregþenkjandi eins og þið virðist vera. Ég sætti mig aldrei við minna.“ Pistilinn má lesa í heild hér fyrir neðan:Þetta er dóttir mín, Anna Snæbjörnsdóttir. Hún er þriggja mánaða gömul í dag og vitanlega fallegasta barn í heimi.Anna...Posted by Snæbjörn Ragnarsson on Friday, July 17, 2015 Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Erlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Erlent Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Erlent Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Innlent Fleiri fréttir Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjá meira
„Þið eruð að djöggla með líf barnanna okkar, helvítis fólkið ykkar!,“ skrifar Snæbjörn Ragnarsson, bassaleikari þungarokkssveitarinnar Skálmaldar, á Facebook þar sem hann lætur yfirvöld heyra það vegna aðstæðna í heilbrigðiskerfinu. Snæbjörn segist geta þakkað starfsfólki Landspítalans fyrir að dóttir þeirra Anna er á lífi í dag. Anna fæddist á Landspítalanum 17. apríl síðastliðinn og reyndist fæðingin afar erfið. Stúlkan hafði lent axlarklemmu þar sem önnur öxl barnsins lendir undir lífbeini móðurinnar. Á þeim tímapunkti var of seint að grípa til keisaraskurðar og segir Snæbjörn að hann hefði getað bæði misst barnið og barnsmóður sína. Hann segir ótrúlega atburðarás hafa farið af stað í kjölfarið þar sem um 10 starfsmenn fæðingardeildarinnar unnu allir að því að bjarga lífi barnsins og móðurinnar. Sex dögum frá fæðingu Önnu gengu foreldrarnir með hana alheilbrigða út af Landspítalanum en Snæbjörn spyr sig í pistlinum sem hann birtir á Facebook hvernig staðan verði á Landspítalanum eftir tvö ár, fimm eða tíu? Hann talar til þeirra sem standa vaktina gagnvart heilbrigðiskerfinu þegar hann segir meðferð þeirra heilbrigðiskerfinu ekki snúast um pólitík heldur um almenna skynsemi, mannréttindi og rökhugsun. „Að höggva svona úr meginstoð samfélags er foráttuheimska og sú heimska skrifast á ykkur sem ráðið. Endilega rífist eins og frekir smákrakkar um samfélagsmál, alþjóðamál og stjórnunarhætti af öllu tagi, það er sennilega öllum hollt þegar upp er staðið. En þetta lýtur öðrum lögmálum. Ef við setjum allt skrum og allar flækjur á ís og horfum á ískaldan kjarna málsins þá eruð þið að stuðla að því að hvert og eitt okkar eigi minni möguleika á heilbrigðu lífi. Þið plokkið mannspil og ása kerfisbundið úr stokknum, skilið inn tvistum og þristum til baka og áhrifin af því eru nú þegar orðin skelfileg.“ Hann biður ráðamenn um að láta af þessari hegðun eða að víkja fyrir öðru fólki. „Sem er ekki svona ótrúlega tregþenkjandi eins og þið virðist vera. Ég sætti mig aldrei við minna.“ Pistilinn má lesa í heild hér fyrir neðan:Þetta er dóttir mín, Anna Snæbjörnsdóttir. Hún er þriggja mánaða gömul í dag og vitanlega fallegasta barn í heimi.Anna...Posted by Snæbjörn Ragnarsson on Friday, July 17, 2015
Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Erlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Erlent Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Erlent Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Innlent Fleiri fréttir Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjá meira