Viðskipti innlent

Íbúakosning í Helguvík: Naumur meirihluti fylgjandi uppbyggingu í dræmri kosningu

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðarráðherra og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra voru meðal þeirra sem tóku fyrstu skóflustungurnar að kísilverksmiðjunni. Bros var á hverju andliti.
Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðarráðherra og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra voru meðal þeirra sem tóku fyrstu skóflustungurnar að kísilverksmiðjunni. Bros var á hverju andliti.
Naumur meirihluti þeirra íbúa í Reykjanesbæ sem kusu í íbúakosningu um breytingu á deiliskipulagi í Helguvík er hlyntur breytingunum. 471 íbúi kaus með deiluskipulagsbreytingunum en 451 á móti. Alls tóku 934 þátt í kosningunum en tólf skiluðu auðu. 

Svanhildur Eiríksdóttir, verkefnastjóri upplýsinga- og kynningarmála, segir athyglisvert að aðeins um þriðjungur þeirra sem knúði fram kosninguna hafi greitt atkvæði í kosningunni. 2697 skrifuðu undir lista þar sem kosningar var krafist

Thorsil mun reisa kísilmámverksmiðju í Helguvík en skiptar skoðanir eru um fyrirhugaðar framkvæmdir. Þeir sem voru ósáttir knúðu fra íbúakosningu en 25% íbúa þurfa að skrifa undir til að uppfylla kröfu Reykjanesbæjar um íbúakosningu

Dræma þátttöku má mögulega rekja til þess að bæjarstjórinn Kjartan Már Kjartansson hafði fullyrt að íbúakosningin myndi ekki hafa neina þýðingu. Fyrirtækið væri komið með starfsleyfi og verkefnið að fara í gang. Bæjarfulltrúar hefðu margir lýst því yfir að þeir myndu ekki láta niðurstöðu kosninga hafa áhrif á sig

„Við látum kosninguna fara fram og framkvæmdum hafa eins vandlega og við getum en niðurstaðan í sjálfu sér skiptir engu máli,“ sagði bæjarstjórinn í kvöldfréttum Stöðvar 2 í september. 

Uppfært klukkan 16:08

Í fyrri útgáfu fréttarinnar kom fram að United Silicon og Thorsil væru að reisa kísilmálmverksmiðjuna. Hið rétta er að um tvær aðskildar verksmiðjur í Helguvík er að ræða.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×