Aron: Getum allt á góðum degi Eiríkur Stefán Ásgeirsson í Katar skrifar 16. janúar 2015 07:00 Aron Pálmarsson fékk smá stríðni frá fyrirliðanum, Guðjóni Val Sigurðssyni, í gær. Vísir/Eva Björk Það er allt til reiðu hjá strákunum okkar í Doha í Katar þar sem HM í handbolta hófst í gær með opnunarleik heimamanna gegn Brasilíu. Ísland mætir Svíþjóð í Al Sadd-keppnishöllinni sem tekur tæplega átta þúsund manns í sæti. „Við erum tilbúnir og bíðum nú bara eftir því að þetta komist í gang,“ sagði Aron Kristjánsson við Fréttablaðið í gær en hann ræddi við fjölmiðlamenn á hóteli liðsins í Doha. Þar fer afar vel um strákana sem eru þar að auki meiðslafríir – svo gott sem. „Hér er allur aðbúnaður mjög góður og brúnin á mönnum lyftist í þessu hlýja loftslagi.“ „Svíar eru mjög sterkir,“ segir hann um andstæðing kvöldsins. „Þeir eru með sterka markverði og öfluga vörn. Ég á von á því að þeir muni keyra þetta áfram á honum og þykist vita að þeir ætla sér að refsa okkur með hraðaupphlaupum.“Með ágætis plan gegn Svíunum Hann segir að liðið eigi reynda sóknarmenn og þá er Kim Andersson að koma aftur inn af miklum krafti eftir fjarveru. „Hann styrkir þá mikið og þeir eru þar að auki með góða hornamenn og línumann. En það verður lykilatriði fyrir okkur að hleypa þeim ekki í gang með hraðaupphlaupin og við þurfum að passa sérstaklega upp á skiptingar á milli sóknar og varnar í því tilliti.“ Aron segir að leikmenn sínir verði að einbeita sér að því í kvöld að halda bæði aga og skipulagi í sóknarleiknum. „Við þurfum að klára sóknirnar okkar og sjá svo til hvort við getum ekki dregið helstu vígtennurnar úr þeim í sóknarleiknum. Við þurfum að hafa góðar gætur á skyttunum þeirra.“ Ísland og Svíþjóð áttust við í æfingaleik á föstudaginn en það er lítið að marka þann leik, enda hvíldu bæði lið lykilmenn. „Við höfum svo skoðað vel þá leiki sem Svíarnir spiluðu eftir þann leik, til dæmis gegn Dönum, og teljum við okkur tilbúna með ágætis plan gegn þeim.“Björgvin Páll lítur vel út Margir hafa áhyggjur af markvörslu íslenska liðsins en það sýndi sig í æfingaleikjunum um helgina að ef varnarleikurinn er ekki upp á sitt besta eiga markverðirnir Björgvin Páll Gústavsson og Aron Rafn Eðvarðsson erfitt uppdráttar. „Við spilum vörn sem útheimtir mikla orku en mér hefur fundist Björgvin standa sig vel á æfingum og að þeir vegi hvor annan vel upp. Þeir eru ólíkar týpur en eru teymi og alltaf tilbúnir að koma inn á og breyta gangi leiksins,“ segir Aron. „Auðvitað koma kaflar inn á milli þar sem þeim gengur misvel en mér finnst að það sé mikill hugur í þeim.“ Ljóst er að úrslit leiksins í kvöld geta haft mikla þýðingu fyrir Ísland og frammistaðan í leiknum mun gefa tóninn fyrir framhaldið. Aron ætlar þó að halda ró sinni enda nóg eftir af mótinu. „Við ætlum að ná eins hagstæðum úrslitum og við getum í riðlakeppninni og koma liðinu bæði í rétta gírinn og í sem besta stöðu fyrir útsláttarkeppnina. Þá tekur bara bikarúrslitaleikur við í hverri umferð og mér finnst við vera með liðið sem getur staðið öllum á sporði á góðum degi. Þá snýst þetta um að halda leikmönnum heilum og að dagsformið sé gott. En þó svo að leikurinn gegn Svíum sé mikilvægur er ljóst að hann er engin endastöð fyrir okkur í þessari keppni.“Ekki missa af neinu sem gerist á HM. Fylgdu Vísi á Twitter, Facebook og Snapchat (notendanafn: sport365). HM 2015 í Katar Mest lesið „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Handbolti Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Körfubolti KR - ÍBV | Komið að sögulegri kveðjustund? Íslenski boltinn Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu Íslenski boltinn Ronaldo kenndi IShowSpeed að taka víkingaklappið Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur í enska boltanum Sport Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í dag Fótbolti Þorleifur lokið keppni á HM Sport Tottenham - Aston Villa | Lærisveinar Emery leita að þriðja sigrinum í röð Enski boltinn Fleiri fréttir „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum Donni með skotsýningu Níu marka tap FH í Tyrklandi Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Framarar enduðu langa taphrinu með sannfærandi sigri Gott kvöld fyrir Stiven og félaga Þrír markverðir valdir en enginn Bjarki Már Haukar einir á toppnum og HK á hraðri leið upp töfluna Tíu marka kvöld hjá Orra í Meistaradeildinni KA-menn fögnuðu fjórða sigrinum í röð og nú á móti Val Ekki góð ferð til Lemgo hjá Hauki og félögum Meira harpix á milli Íslands, Færeyja og Grænlands Gæti misst af HM ef hún fær ekki vegabréf fyrir nýfædda dóttur sína Fórnaði frægasta hári handboltans Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Hafa unnið 31 af síðustu 33 leikjum í deild og Meistaradeild „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ Varnaræfingar bitnuðu á sóknarleiknum Ísland - Færeyjar 22-24 | Þungt kvöld í Úlfarsárdal Viktor Gísli í sigurliði í Meistaradeildinni Magdeburg hélt sigurgöngunni áfram í Meistaradeildinni „Við skulum ekki tala mikið um það“ Nefndin svaf á verðinum og Ívar Logi slapp eftir „hræðilegt“ brot Eins í íþróttum og jarðgöngum Hæstánægð þrátt fyrir krefjandi áskoranir utan vallar Uppgjörið: Fram - Porto 26-38 | Vel studdur Þorsteinn fer glaður til Portúgals „Allt þetta fólk sem kemur að þessu á þvílíkan heiður skilinn“ Donni öflugur í sigri á Spáni Sjá meira
Það er allt til reiðu hjá strákunum okkar í Doha í Katar þar sem HM í handbolta hófst í gær með opnunarleik heimamanna gegn Brasilíu. Ísland mætir Svíþjóð í Al Sadd-keppnishöllinni sem tekur tæplega átta þúsund manns í sæti. „Við erum tilbúnir og bíðum nú bara eftir því að þetta komist í gang,“ sagði Aron Kristjánsson við Fréttablaðið í gær en hann ræddi við fjölmiðlamenn á hóteli liðsins í Doha. Þar fer afar vel um strákana sem eru þar að auki meiðslafríir – svo gott sem. „Hér er allur aðbúnaður mjög góður og brúnin á mönnum lyftist í þessu hlýja loftslagi.“ „Svíar eru mjög sterkir,“ segir hann um andstæðing kvöldsins. „Þeir eru með sterka markverði og öfluga vörn. Ég á von á því að þeir muni keyra þetta áfram á honum og þykist vita að þeir ætla sér að refsa okkur með hraðaupphlaupum.“Með ágætis plan gegn Svíunum Hann segir að liðið eigi reynda sóknarmenn og þá er Kim Andersson að koma aftur inn af miklum krafti eftir fjarveru. „Hann styrkir þá mikið og þeir eru þar að auki með góða hornamenn og línumann. En það verður lykilatriði fyrir okkur að hleypa þeim ekki í gang með hraðaupphlaupin og við þurfum að passa sérstaklega upp á skiptingar á milli sóknar og varnar í því tilliti.“ Aron segir að leikmenn sínir verði að einbeita sér að því í kvöld að halda bæði aga og skipulagi í sóknarleiknum. „Við þurfum að klára sóknirnar okkar og sjá svo til hvort við getum ekki dregið helstu vígtennurnar úr þeim í sóknarleiknum. Við þurfum að hafa góðar gætur á skyttunum þeirra.“ Ísland og Svíþjóð áttust við í æfingaleik á föstudaginn en það er lítið að marka þann leik, enda hvíldu bæði lið lykilmenn. „Við höfum svo skoðað vel þá leiki sem Svíarnir spiluðu eftir þann leik, til dæmis gegn Dönum, og teljum við okkur tilbúna með ágætis plan gegn þeim.“Björgvin Páll lítur vel út Margir hafa áhyggjur af markvörslu íslenska liðsins en það sýndi sig í æfingaleikjunum um helgina að ef varnarleikurinn er ekki upp á sitt besta eiga markverðirnir Björgvin Páll Gústavsson og Aron Rafn Eðvarðsson erfitt uppdráttar. „Við spilum vörn sem útheimtir mikla orku en mér hefur fundist Björgvin standa sig vel á æfingum og að þeir vegi hvor annan vel upp. Þeir eru ólíkar týpur en eru teymi og alltaf tilbúnir að koma inn á og breyta gangi leiksins,“ segir Aron. „Auðvitað koma kaflar inn á milli þar sem þeim gengur misvel en mér finnst að það sé mikill hugur í þeim.“ Ljóst er að úrslit leiksins í kvöld geta haft mikla þýðingu fyrir Ísland og frammistaðan í leiknum mun gefa tóninn fyrir framhaldið. Aron ætlar þó að halda ró sinni enda nóg eftir af mótinu. „Við ætlum að ná eins hagstæðum úrslitum og við getum í riðlakeppninni og koma liðinu bæði í rétta gírinn og í sem besta stöðu fyrir útsláttarkeppnina. Þá tekur bara bikarúrslitaleikur við í hverri umferð og mér finnst við vera með liðið sem getur staðið öllum á sporði á góðum degi. Þá snýst þetta um að halda leikmönnum heilum og að dagsformið sé gott. En þó svo að leikurinn gegn Svíum sé mikilvægur er ljóst að hann er engin endastöð fyrir okkur í þessari keppni.“Ekki missa af neinu sem gerist á HM. Fylgdu Vísi á Twitter, Facebook og Snapchat (notendanafn: sport365).
HM 2015 í Katar Mest lesið „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Handbolti Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Körfubolti KR - ÍBV | Komið að sögulegri kveðjustund? Íslenski boltinn Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu Íslenski boltinn Ronaldo kenndi IShowSpeed að taka víkingaklappið Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur í enska boltanum Sport Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í dag Fótbolti Þorleifur lokið keppni á HM Sport Tottenham - Aston Villa | Lærisveinar Emery leita að þriðja sigrinum í röð Enski boltinn Fleiri fréttir „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum Donni með skotsýningu Níu marka tap FH í Tyrklandi Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Framarar enduðu langa taphrinu með sannfærandi sigri Gott kvöld fyrir Stiven og félaga Þrír markverðir valdir en enginn Bjarki Már Haukar einir á toppnum og HK á hraðri leið upp töfluna Tíu marka kvöld hjá Orra í Meistaradeildinni KA-menn fögnuðu fjórða sigrinum í röð og nú á móti Val Ekki góð ferð til Lemgo hjá Hauki og félögum Meira harpix á milli Íslands, Færeyja og Grænlands Gæti misst af HM ef hún fær ekki vegabréf fyrir nýfædda dóttur sína Fórnaði frægasta hári handboltans Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Hafa unnið 31 af síðustu 33 leikjum í deild og Meistaradeild „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ Varnaræfingar bitnuðu á sóknarleiknum Ísland - Færeyjar 22-24 | Þungt kvöld í Úlfarsárdal Viktor Gísli í sigurliði í Meistaradeildinni Magdeburg hélt sigurgöngunni áfram í Meistaradeildinni „Við skulum ekki tala mikið um það“ Nefndin svaf á verðinum og Ívar Logi slapp eftir „hræðilegt“ brot Eins í íþróttum og jarðgöngum Hæstánægð þrátt fyrir krefjandi áskoranir utan vallar Uppgjörið: Fram - Porto 26-38 | Vel studdur Þorsteinn fer glaður til Portúgals „Allt þetta fólk sem kemur að þessu á þvílíkan heiður skilinn“ Donni öflugur í sigri á Spáni Sjá meira