

Að ljúga með blessun Hæstaréttar
Vegna málsmeðferðarinnar fyrir Hæstarétti upplýsti einn virtasti dómari landsins, sem dæmdi málið í héraði, að sérstakur saksóknari hefði hringt til sín meðan á málarekstrinum stóð og sagt sér af því að Sverrir Ólafsson, sem var meðdómari í málinu, og Ólafur Ólafsson væru bræður. Eftir að sýknudómur í héraði var kveðinn upp lét sérstakur saksóknari eins og hann hefði ekkert vitað af tengslunum. Hæstiréttur blessar þetta og dæmir að sérstakur skuli fá annað tækifæri í sakamáli, sem hann tapaði.
Sú skýring að sérstakur saksóknari hafi ekki vitað af bræðratengslum Ólafs og Sverris Ólafssona fyrir meðferð málsins stenst ekki. Hver trúir því að 100 manna herlið sérstaks saksóknara kunni ekki á Google þar sem tengslin liggja fyrir? Hvaða hugsanlega ástæðu hafði héraðsdómarinn til þess að ljúga til um samskipti sín við sérstakan saksóknara? Skiptir ekki máli að bréf liggur frammi í málinu frá meðdómaranum sem styður frásögn héraðsdómarans? Af hverju er svona rugl í kerfinu tekið út á okkur sem vorum sýknaðir? Ekki er við okkur að sakast um það sem gerðist. Eigum við ekki að njóta vafans? Það er skelfilegt að upplifa þá tilfinningu að Hæstiréttur haldi hlífiskildi yfir óheiðarlegum embættismanni en láti réttindi fjögurra einstaklinga lönd og leið.
Ég hef mátt verja hendur mínar sem sakborningur síðustu 13 ár. Eitt tekur við af öðru. Tilgangurinn virðist vera sá að koma mér í fangelsi hvað sem það kostar. Gerðar hafa verið ótal húsleitir heima hjá mér og í fyrirtækjum sem tengjast mér. Rótað hefur verið í nærbuxnaskúffu minni, síminn minn hleraður og mikilvægum gögnum haldið undan í dómsmálum. Og ekki hefur eiginkona mín verið látin í friði. Hennar símar hafa verið hleraðir og húsleitir gerðar í hennar fyrirtækjum án þess að hún hafi nokkurn tíma á ævinni fengið stöðu sakbornings. Sök hennar virðist sú ein að hafa gifst röngum manni.
En niðurstaða miðvikudagsins er staðreynd. Enn á ný á að drösla mér niður í héraðsdóm, þar sem ákæruvaldið í landinu fær frjálsar hendur til að færa fram sakargiftir sínar á hendur mér. Ákæruvaldið hefur eytt milljörðum króna af fé íslenskra skattborgara síðustu 13 ár til þess eins að finna einhvern glæp, svo hægt sé að taka mig úr umferð. Ég er viss um að eftir 20 ár munum við fyrirlíta svona vinnubrögð. En af hverju gerist þetta aftur og aftur? Fyrir mér er svarið einfalt – kerfið sér jú um sína – og ver sig með kjafti og klóm.
Verst þykir mér samt að sjá að Hæstiréttur skuli spila með.
Skoðun

Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ?
Ólafur Ívar Jónsson skrifar

Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista
Kristinn Karl Brynjarsson skrifar

Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind
Jón Daníelsson skrifar

Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi?
Björn Ólafsson skrifar

Hægri sósíalismi
Jón Ingi Hákonarson skrifar

5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki!
Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar

Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu
Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar

Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá
Viðar Hreinsson skrifar

Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu
Helen Ólafsdóttir skrifar

Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir
Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar

Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma
Þórður Snær Júlíusson skrifar

Þingmenn auðvaldsins
Karl Héðinn Kristjánsson skrifar

Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum
Elliði Vignisson skrifar

Verðugur bandamaður?
Steinar Harðarson skrifar

Við þurfum nýja sýn á stjórnmál okkar - Mamdani-sýn
Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar

Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst?
Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar

Rán um hábjartan dag
Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar

Af hverju er verðbólga ennþá svona há?
Ólafur Margeirsson skrifar

Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu
Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar

Uppbygging hjúkrunarheimila
Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar

Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar

Með skynsemina að vopni
Anton Guðmundsson skrifar

Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna?
Grímur Atlason skrifar

Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar
Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar

80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish
Jón Kaldal skrifar

Malað dag eftir dag eftir dag
Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar

Að velja friðinn fram yfir réttlætið
Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar

Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar?
Guðrún Högnadóttir skrifar

Hvað er þetta græna? Karlinn er að spræna
Jóhanna Jakobsdóttir skrifar