Stig mætti á skriðdreka með milljón undirskriftir Finnur Thorlacius skrifar 20. mars 2015 14:39 Stuðningsaðilar þáttastjórnandans Jeremy Clarkson úr Top Gear afhentu milljón undirskriftir með táknrænum hætti í dag. Ekið var með lista þessara milljón aðdáenda á skriðdreka og uppúr honum stóð maður klæddur í einkennisfatnað Stig, sem enginn veit hver raunverulega er. Það var pólitíski bloggvefurinn Guido Fawkes sem safnaði öllum þessum undirskriftum og er þessi undirskriftarsöfnun eins sú stærsta sem um getur. Á Skriðdrekanum var hengdur borði sem á stendur "Bring back Clarkson." Hvort þessar undirskriftir munu einhverju breyta varðandi afstöðu stjórnenda BBC er óvíst, en víst er að Jeremy Clarkson á marga aðdáendur. Sjá má skriðdrekann koma með yfirskriftirnar til höfuðstöðva BBC fyrr í dag á meðfylgjandi myndskeiði. Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Erlent Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Erlent
Stuðningsaðilar þáttastjórnandans Jeremy Clarkson úr Top Gear afhentu milljón undirskriftir með táknrænum hætti í dag. Ekið var með lista þessara milljón aðdáenda á skriðdreka og uppúr honum stóð maður klæddur í einkennisfatnað Stig, sem enginn veit hver raunverulega er. Það var pólitíski bloggvefurinn Guido Fawkes sem safnaði öllum þessum undirskriftum og er þessi undirskriftarsöfnun eins sú stærsta sem um getur. Á Skriðdrekanum var hengdur borði sem á stendur "Bring back Clarkson." Hvort þessar undirskriftir munu einhverju breyta varðandi afstöðu stjórnenda BBC er óvíst, en víst er að Jeremy Clarkson á marga aðdáendur. Sjá má skriðdrekann koma með yfirskriftirnar til höfuðstöðva BBC fyrr í dag á meðfylgjandi myndskeiði.
Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Erlent Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Erlent