Stojanovic um ofurlaunin: Handbolti er okkar vinna Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 30. janúar 2015 09:30 Goran Stojanovic ver í leik á móti Austurríki. Vísir/Getty Fjölþjóðlegt lið Katars hefur vakið mikla athygli fyrir frammistöðu sína á HM í handbolta. Liðið er komið alla leið í undanúrslit eftir frækinn sigur á Þjóðverjum í 8-liða úrslitum. Hetja þess leiks var bosníski markvörðurinn Danijel Saric sem fékk keppnisrétt með landsliði Katar í október síðastliðnum. Svartfellingurinn Zarko Markovic átti einnig stórleik í leiknum en hann fékk einnig ríkisborgararétt í Katar í október. Eins og sjá má hér fyrir neðan eru tíu af sextán leikmönnum landsliðs Katar ekki fæddir í landinu. Enginn þeirra á yfir 100 landsleiki að baki og aðeins einn, Bosníumaðurinn Eldar Memeisevic, var með Katar á HM í Svíþjóð fyrir tveimur árum síðan. Þjálfari liðsins er Spánverjinn Valero Rivero sem gerði Spán að heimsmeisturum fyrir tveimur árum síðan. Hann neitaði, líka fyrir hönd leikmanna, að svara spurningum á blaðamannafundi á dögunum um uppruna leikmanna Katars og þjóðerni.Sjá einnig: Rivero var túlkur Saric | Neitaði að ræða um þjóðerni Astæðan fyrir öllu saman er fyrst og fremst peningar. Leikmenn Katars fá samkvæmt fjölmiðlum í Þýskalandi 100 þúsund evrur í bónus fyrir hvern sigur á HM - 15 milljórnir króna. Katar hefur unnið sex leiki til þessa á mótinu og hver og einn leikmaður hefur því þegar fengið 90 milljónir króna í vasann fyrir árangurinn. Þess fyrir utan þéna þeir 30 þúsund evrur á mánuði, 4,5 milljónir króna, fyrir að leika með landsliðinu. „Handbolti er okkar starf. Við verðum að reyna að fá eins miklar tekjur og við getum fyrir vinnuna okkar,“ sagði markvörðurinn Goran Stojanovic við þýska fjölmiðla um ofurlaun landsliðsmanna Katars. Öllum handboltamönnum er heimilt að skipta um landslið eftir þriggja ára biðtíma en fyrir rúmu ári síðan lagði Handknattleikssamband Evrópu, EHF, fram tillögu þess efnis að leikmönnum eldri en 21 árs væri óheimilt að skipta um landslið. Sú tillaga var felld. Joan Canellas var hetja Spánverja í leik liðsins gegn Dönum í 8-liða úrslitum keppninnar. Hann sér ekkert athugavert við að Katar hafi byggt upp sitt landslið með aðkomumönnum. „Þetta er gott landslið. Það er fullt af góðum leikmönnum í því, þó þeir séu ef til vill ekkert mjög þekktir. Fyrst þeim stendur þetta til boða - af hverju ekki?“ Katar mætir í dag Póllandi í undanúrslitum HM í handbolta hér í Doha. Sem kunnugt er sagði Patrekur Jóhannesson, landsliðsþjálfari Austurríkis, eftir sigur Katars á Austurríki í 16-liða úrslitum að Katar myndi fara langt. „Katar getur orðið heimsmeistari. Það gengur þeim allt í hag á þessu móti. Katar er sigurstranglegast.“Leikmenn Katar: Zarko Markovic (frá Svartfjallalandi) Hassan Mabrouk (frá Egyptalandi) Bertrand Roine (frá Frakkland) Rafael Capote (frá Kúbu) Abdulla Al-Karbi (frá Katar) Danijel Saric (frá Bosníu) Eldar Memisevic (frá Bosníu) Goran Stojanovic (frá Svartfjallalandi) Borja Vidal (frá Spáni) Jovo Damjanovic (frá Svartfjallalandi) Kamalaldin Mallash (frá Katar) Youssef Benali (frá Túnis) Hamad Madadi (frá Katar) Hadi Hamdoon (frá Katar) Mahmoud Hassab Alla (frá Katar) Ameed Zakkar (frá Katar) HM 2015 í Katar Tengdar fréttir Dagur: Við erum betri en Katar Dagur Sigurðsson vildi ekkert ræða dómgæsluna og sagði Þjóðverja hafa klúðrað þessu sjálfir í gær. 29. janúar 2015 13:30 Umfjöllun: Þýskaland - Katar 24-26 | Heimamenn í undanúrslit Katar er komið í undanúrslit á HM á heimavelli eftir tveggja marka sigur, 26-24, á Þýskalandi í Lusail Sports Arena í dag. 28. janúar 2015 13:48 Mögnuð stemning í Lusail | Myndir Handboltaæði hefur gripið um sig meðal íbúa í Katar. 28. janúar 2015 16:51 Gensheimer: Klúðruðum góðu tækifæri Uwe Gensheimer var daufur í dálkinn eftir tapið gegn Katar. Hann var markahæstur í þýska liðinu, skoraði 5 mörk úr 7 tilraunum. Goran Stojanovic varði 2 vítaköst hans. 28. janúar 2015 18:01 HM-Handvarpið: Ekki hægt að halda með ekki-landsliði Katar Hlustaðu á fjórða þátt HM-Handvarpsins, hlaðvarp Vísis um heimsmeistarakeppnina í handbolta. 29. janúar 2015 12:00 Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Í beinni: FH - Veszprém | Aron stígur hinsta dansinn Handbolti Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ Körfubolti Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Fótbolti Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Körfubolti Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ Handbolti Hákon mætir Frey, Sævari og Eggerti í Evrópudeildinni Fótbolti Fleiri fréttir Ómar Ingi skoraði úr ellefu fyrstu skotunum og endaði með fimmtán mörk Haukur Þrastar byrjar mjög vel með Ljónunum Í beinni: FH - Veszprém | Aron stígur hinsta dansinn Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ Strákarnir hans Guðjóns Vals byrja tímabilið vel Ágúst strax kominn með titil hjá Álaborg Íslenska tríóið grátlega nálægt titli Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Stjarnan er meistari meistaranna „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Með krabbamein í brjósti en hættir ekki að spila „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Misstu Egypta fram úr sér í seinni hálfleik ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Unnu Ungverja og spila við heimamenn um fimmta sætið á HM Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Sárt tap gegn Dönum á HM Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Slóvenskt undrabarn skoraði 23 mörk gegn Noregi Tap setur Ísland í erfiða stöðu Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Leðurblökur að trufla handboltafélag Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu Sjá meira
Fjölþjóðlegt lið Katars hefur vakið mikla athygli fyrir frammistöðu sína á HM í handbolta. Liðið er komið alla leið í undanúrslit eftir frækinn sigur á Þjóðverjum í 8-liða úrslitum. Hetja þess leiks var bosníski markvörðurinn Danijel Saric sem fékk keppnisrétt með landsliði Katar í október síðastliðnum. Svartfellingurinn Zarko Markovic átti einnig stórleik í leiknum en hann fékk einnig ríkisborgararétt í Katar í október. Eins og sjá má hér fyrir neðan eru tíu af sextán leikmönnum landsliðs Katar ekki fæddir í landinu. Enginn þeirra á yfir 100 landsleiki að baki og aðeins einn, Bosníumaðurinn Eldar Memeisevic, var með Katar á HM í Svíþjóð fyrir tveimur árum síðan. Þjálfari liðsins er Spánverjinn Valero Rivero sem gerði Spán að heimsmeisturum fyrir tveimur árum síðan. Hann neitaði, líka fyrir hönd leikmanna, að svara spurningum á blaðamannafundi á dögunum um uppruna leikmanna Katars og þjóðerni.Sjá einnig: Rivero var túlkur Saric | Neitaði að ræða um þjóðerni Astæðan fyrir öllu saman er fyrst og fremst peningar. Leikmenn Katars fá samkvæmt fjölmiðlum í Þýskalandi 100 þúsund evrur í bónus fyrir hvern sigur á HM - 15 milljórnir króna. Katar hefur unnið sex leiki til þessa á mótinu og hver og einn leikmaður hefur því þegar fengið 90 milljónir króna í vasann fyrir árangurinn. Þess fyrir utan þéna þeir 30 þúsund evrur á mánuði, 4,5 milljónir króna, fyrir að leika með landsliðinu. „Handbolti er okkar starf. Við verðum að reyna að fá eins miklar tekjur og við getum fyrir vinnuna okkar,“ sagði markvörðurinn Goran Stojanovic við þýska fjölmiðla um ofurlaun landsliðsmanna Katars. Öllum handboltamönnum er heimilt að skipta um landslið eftir þriggja ára biðtíma en fyrir rúmu ári síðan lagði Handknattleikssamband Evrópu, EHF, fram tillögu þess efnis að leikmönnum eldri en 21 árs væri óheimilt að skipta um landslið. Sú tillaga var felld. Joan Canellas var hetja Spánverja í leik liðsins gegn Dönum í 8-liða úrslitum keppninnar. Hann sér ekkert athugavert við að Katar hafi byggt upp sitt landslið með aðkomumönnum. „Þetta er gott landslið. Það er fullt af góðum leikmönnum í því, þó þeir séu ef til vill ekkert mjög þekktir. Fyrst þeim stendur þetta til boða - af hverju ekki?“ Katar mætir í dag Póllandi í undanúrslitum HM í handbolta hér í Doha. Sem kunnugt er sagði Patrekur Jóhannesson, landsliðsþjálfari Austurríkis, eftir sigur Katars á Austurríki í 16-liða úrslitum að Katar myndi fara langt. „Katar getur orðið heimsmeistari. Það gengur þeim allt í hag á þessu móti. Katar er sigurstranglegast.“Leikmenn Katar: Zarko Markovic (frá Svartfjallalandi) Hassan Mabrouk (frá Egyptalandi) Bertrand Roine (frá Frakkland) Rafael Capote (frá Kúbu) Abdulla Al-Karbi (frá Katar) Danijel Saric (frá Bosníu) Eldar Memisevic (frá Bosníu) Goran Stojanovic (frá Svartfjallalandi) Borja Vidal (frá Spáni) Jovo Damjanovic (frá Svartfjallalandi) Kamalaldin Mallash (frá Katar) Youssef Benali (frá Túnis) Hamad Madadi (frá Katar) Hadi Hamdoon (frá Katar) Mahmoud Hassab Alla (frá Katar) Ameed Zakkar (frá Katar)
HM 2015 í Katar Tengdar fréttir Dagur: Við erum betri en Katar Dagur Sigurðsson vildi ekkert ræða dómgæsluna og sagði Þjóðverja hafa klúðrað þessu sjálfir í gær. 29. janúar 2015 13:30 Umfjöllun: Þýskaland - Katar 24-26 | Heimamenn í undanúrslit Katar er komið í undanúrslit á HM á heimavelli eftir tveggja marka sigur, 26-24, á Þýskalandi í Lusail Sports Arena í dag. 28. janúar 2015 13:48 Mögnuð stemning í Lusail | Myndir Handboltaæði hefur gripið um sig meðal íbúa í Katar. 28. janúar 2015 16:51 Gensheimer: Klúðruðum góðu tækifæri Uwe Gensheimer var daufur í dálkinn eftir tapið gegn Katar. Hann var markahæstur í þýska liðinu, skoraði 5 mörk úr 7 tilraunum. Goran Stojanovic varði 2 vítaköst hans. 28. janúar 2015 18:01 HM-Handvarpið: Ekki hægt að halda með ekki-landsliði Katar Hlustaðu á fjórða þátt HM-Handvarpsins, hlaðvarp Vísis um heimsmeistarakeppnina í handbolta. 29. janúar 2015 12:00 Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Í beinni: FH - Veszprém | Aron stígur hinsta dansinn Handbolti Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ Körfubolti Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Fótbolti Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Körfubolti Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ Handbolti Hákon mætir Frey, Sævari og Eggerti í Evrópudeildinni Fótbolti Fleiri fréttir Ómar Ingi skoraði úr ellefu fyrstu skotunum og endaði með fimmtán mörk Haukur Þrastar byrjar mjög vel með Ljónunum Í beinni: FH - Veszprém | Aron stígur hinsta dansinn Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ Strákarnir hans Guðjóns Vals byrja tímabilið vel Ágúst strax kominn með titil hjá Álaborg Íslenska tríóið grátlega nálægt titli Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Stjarnan er meistari meistaranna „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Með krabbamein í brjósti en hættir ekki að spila „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Misstu Egypta fram úr sér í seinni hálfleik ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Unnu Ungverja og spila við heimamenn um fimmta sætið á HM Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Sárt tap gegn Dönum á HM Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Slóvenskt undrabarn skoraði 23 mörk gegn Noregi Tap setur Ísland í erfiða stöðu Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Leðurblökur að trufla handboltafélag Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu Sjá meira
Dagur: Við erum betri en Katar Dagur Sigurðsson vildi ekkert ræða dómgæsluna og sagði Þjóðverja hafa klúðrað þessu sjálfir í gær. 29. janúar 2015 13:30
Umfjöllun: Þýskaland - Katar 24-26 | Heimamenn í undanúrslit Katar er komið í undanúrslit á HM á heimavelli eftir tveggja marka sigur, 26-24, á Þýskalandi í Lusail Sports Arena í dag. 28. janúar 2015 13:48
Mögnuð stemning í Lusail | Myndir Handboltaæði hefur gripið um sig meðal íbúa í Katar. 28. janúar 2015 16:51
Gensheimer: Klúðruðum góðu tækifæri Uwe Gensheimer var daufur í dálkinn eftir tapið gegn Katar. Hann var markahæstur í þýska liðinu, skoraði 5 mörk úr 7 tilraunum. Goran Stojanovic varði 2 vítaköst hans. 28. janúar 2015 18:01
HM-Handvarpið: Ekki hægt að halda með ekki-landsliði Katar Hlustaðu á fjórða þátt HM-Handvarpsins, hlaðvarp Vísis um heimsmeistarakeppnina í handbolta. 29. janúar 2015 12:00