Rivero var túlkur Saric | Neitaði að ræða um þjóðerni Eiríkur Stefán Ásgeirsson í Doha skrifar 28. janúar 2015 18:25 Saric var hetja Katarmanna eftir leikinn í kvöld. Vísir/Eva Björk Valero Rivero, hinn spænski þjálfari landsliðs Katars, sá til þess að hvorki hann né markvörðurinn Danijel Saric svöruðu spurningum blaðamanna sem snerust um annað en handbolta. „Við spiluðum okkar besta handbolta á þessu móti í fyrri hálfleik. Það dugði til að vinna þennan leik,“ sagði Rivera á blaðamannafundinum eftir leikinn í kvöld. Katar leiddi lengst af í leiknum og vann að lokum sigur. „Ég er mjög ánægður fyrir hönd liðsins, fyrir hönd handknattleikssambands Katars og þjóðarinnar allrar. Katar hefur gert mikið fyrir handboltaíþróttina og á skilið að verða fyrsta Asíuþjóðin sem kemst í undanúrslit heimsmeistaramóts,“ bætti þjálfarinn við. Markvörðurinn Danijel Saric varði stórkostlega þegar mest á reyndi undir lok leiksins og var valinn maður leiksins. Saric er fæddur í gömlu Júgóslavíu, er Bosníumaður, en hefur spilað með landsliðum Serbíu og Svartfjallalands, Serbíu, Bosníu og Hersegóvínu og nú Katar. „Ég er afar hamingjusamur með að vera kominn í undanúrslitin. Mér fannst fyrri hálfleikur frábærlega spilaður hjá okkur en Þjóðverjar voru góðir í seinni hálfleik. Við gáfum allt sem við áttum og það dugði til,“ sagði Saric á spænsku en hann leikur nú með Barcelona. Rivero talaði á ensku og tók að sér starf túlks fyrir Saric á blaðamannafundinum. „Það er hápunktur minn ferils að spila í undanúrslitum á HM. Við eigum það skilið, liðið og leikmenn sem og þjóðin öll. Vonandi tekst okkur að fara enn lengra um helgina.“ Saric var spurður hvort að hann upplifði sig meira sem Katarbúi með hverjum deginum. Valero greip inn í og sagði að þeir myndu engum spurningum svara nema þeim sem sneri að handbolta. Valero var síðar spurður hvort að hann teldi að handboltalandslið þjóðarinnar, sem er að mestu byggt upp á aðkomumönnum, gæti verið fyrirmynd fyrir landslið Katar í öðrum íþróttum. „Jú, þetta hefur gefið góða raun. En ég er handboltaþjálfari og tjái mig aðeins um handbolta,“ sagði Rivero. HM 2015 í Katar Tengdar fréttir Umfjöllun: Þýskaland - Katar 24-26 | Heimamenn í undanúrslit Katar er komið í undanúrslit á HM á heimavelli eftir tveggja marka sigur, 26-24, á Þýskalandi í Lusail Sports Arena í dag. 28. janúar 2015 13:48 Dagur: Vorum að elta allan leikinn Dagur Sigurðsson, landsliðsþjálfari Þýskalands, var að vonum svekktur eftir tapið gegn Katar. 28. janúar 2015 17:58 Gensheimer: Klúðruðum góðu tækifæri Uwe Gensheimer var daufur í dálkinn eftir tapið gegn Katar. Hann var markahæstur í þýska liðinu, skoraði 5 mörk úr 7 tilraunum. Goran Stojanovic varði 2 vítaköst hans. 28. janúar 2015 18:01 Wiencek og Kraus: Lífið heldur áfram Leikmenn þýska landsliðsins voru afar niðurlútið eftir tapið gegn Katar í kvöld. 28. janúar 2015 18:03 Mest lesið Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Fótbolti Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Fótbolti Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ Körfubolti Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Handbolti Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Enski boltinn Keppandi á Steraleikunum bætti 16 ára gamalt heimsmet Sport Starf Amorims öruggt Enski boltinn Þjálfari Íslendingaliðsins í veikindaleyfi eftir yfirliðið Handbolti Fleiri fréttir Þjálfari Íslendingaliðsins í veikindaleyfi eftir yfirliðið „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ „Þjáning í marga daga“ Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Ómar óstöðvandi í sigri Magdeburg Óðinn og félagar einum sigri frá titlinum Þýskaland, Úrúgvæ og Serbía með Íslandi í riðli á HM Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Kolstad kláraði úrslitaeinvígið Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði Sjá meira
Valero Rivero, hinn spænski þjálfari landsliðs Katars, sá til þess að hvorki hann né markvörðurinn Danijel Saric svöruðu spurningum blaðamanna sem snerust um annað en handbolta. „Við spiluðum okkar besta handbolta á þessu móti í fyrri hálfleik. Það dugði til að vinna þennan leik,“ sagði Rivera á blaðamannafundinum eftir leikinn í kvöld. Katar leiddi lengst af í leiknum og vann að lokum sigur. „Ég er mjög ánægður fyrir hönd liðsins, fyrir hönd handknattleikssambands Katars og þjóðarinnar allrar. Katar hefur gert mikið fyrir handboltaíþróttina og á skilið að verða fyrsta Asíuþjóðin sem kemst í undanúrslit heimsmeistaramóts,“ bætti þjálfarinn við. Markvörðurinn Danijel Saric varði stórkostlega þegar mest á reyndi undir lok leiksins og var valinn maður leiksins. Saric er fæddur í gömlu Júgóslavíu, er Bosníumaður, en hefur spilað með landsliðum Serbíu og Svartfjallalands, Serbíu, Bosníu og Hersegóvínu og nú Katar. „Ég er afar hamingjusamur með að vera kominn í undanúrslitin. Mér fannst fyrri hálfleikur frábærlega spilaður hjá okkur en Þjóðverjar voru góðir í seinni hálfleik. Við gáfum allt sem við áttum og það dugði til,“ sagði Saric á spænsku en hann leikur nú með Barcelona. Rivero talaði á ensku og tók að sér starf túlks fyrir Saric á blaðamannafundinum. „Það er hápunktur minn ferils að spila í undanúrslitum á HM. Við eigum það skilið, liðið og leikmenn sem og þjóðin öll. Vonandi tekst okkur að fara enn lengra um helgina.“ Saric var spurður hvort að hann upplifði sig meira sem Katarbúi með hverjum deginum. Valero greip inn í og sagði að þeir myndu engum spurningum svara nema þeim sem sneri að handbolta. Valero var síðar spurður hvort að hann teldi að handboltalandslið þjóðarinnar, sem er að mestu byggt upp á aðkomumönnum, gæti verið fyrirmynd fyrir landslið Katar í öðrum íþróttum. „Jú, þetta hefur gefið góða raun. En ég er handboltaþjálfari og tjái mig aðeins um handbolta,“ sagði Rivero.
HM 2015 í Katar Tengdar fréttir Umfjöllun: Þýskaland - Katar 24-26 | Heimamenn í undanúrslit Katar er komið í undanúrslit á HM á heimavelli eftir tveggja marka sigur, 26-24, á Þýskalandi í Lusail Sports Arena í dag. 28. janúar 2015 13:48 Dagur: Vorum að elta allan leikinn Dagur Sigurðsson, landsliðsþjálfari Þýskalands, var að vonum svekktur eftir tapið gegn Katar. 28. janúar 2015 17:58 Gensheimer: Klúðruðum góðu tækifæri Uwe Gensheimer var daufur í dálkinn eftir tapið gegn Katar. Hann var markahæstur í þýska liðinu, skoraði 5 mörk úr 7 tilraunum. Goran Stojanovic varði 2 vítaköst hans. 28. janúar 2015 18:01 Wiencek og Kraus: Lífið heldur áfram Leikmenn þýska landsliðsins voru afar niðurlútið eftir tapið gegn Katar í kvöld. 28. janúar 2015 18:03 Mest lesið Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Fótbolti Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Fótbolti Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ Körfubolti Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Handbolti Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Enski boltinn Keppandi á Steraleikunum bætti 16 ára gamalt heimsmet Sport Starf Amorims öruggt Enski boltinn Þjálfari Íslendingaliðsins í veikindaleyfi eftir yfirliðið Handbolti Fleiri fréttir Þjálfari Íslendingaliðsins í veikindaleyfi eftir yfirliðið „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ „Þjáning í marga daga“ Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Ómar óstöðvandi í sigri Magdeburg Óðinn og félagar einum sigri frá titlinum Þýskaland, Úrúgvæ og Serbía með Íslandi í riðli á HM Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Kolstad kláraði úrslitaeinvígið Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði Sjá meira
Umfjöllun: Þýskaland - Katar 24-26 | Heimamenn í undanúrslit Katar er komið í undanúrslit á HM á heimavelli eftir tveggja marka sigur, 26-24, á Þýskalandi í Lusail Sports Arena í dag. 28. janúar 2015 13:48
Dagur: Vorum að elta allan leikinn Dagur Sigurðsson, landsliðsþjálfari Þýskalands, var að vonum svekktur eftir tapið gegn Katar. 28. janúar 2015 17:58
Gensheimer: Klúðruðum góðu tækifæri Uwe Gensheimer var daufur í dálkinn eftir tapið gegn Katar. Hann var markahæstur í þýska liðinu, skoraði 5 mörk úr 7 tilraunum. Goran Stojanovic varði 2 vítaköst hans. 28. janúar 2015 18:01
Wiencek og Kraus: Lífið heldur áfram Leikmenn þýska landsliðsins voru afar niðurlútið eftir tapið gegn Katar í kvöld. 28. janúar 2015 18:03