Umfjöllun: Króatía - Þýskaland 28-23 | Erfitt tap hjá Degi Eiríkur Stefán Ásgeirsson í Doha skrifar 30. janúar 2015 10:45 Dagur Sigurðsson var svekktur með gang mála. Vísir/Getty Þýskaland tapaði í dag sínum öðrum leik í röð á HM í handbolta og er liðið lá fyrir Króatíu í fyrri leik sínum í umspili um sæti 5-8 í keppninni. Úrslitin þýða að lærisveinar Dags Sigurðssonar þurfa að fara í hreinan úrslitaleik gegn tapliðinu úr viðureign Danmerkur og Slóveníu um sjöunda sæti mótsins - það síðasta sem veitir öruggt sæti í undankeppni ÓL 2016. Það er draumur allra íþróttamanna að komast á Ólympíuleika og mikið áhersluatriði fyrir þá þýsku í aðdraganda þessa leiks. Sú von er ekki úti en hún minnkaði í dag. Þar að auki er nú ljóst að Þýskaland á ekki lengur möguleika á að halda sinn riðil á heimavelli í undankeppninni, komist þeir þýsku þangað.vísir/eva björkÞjóðverjar byrjuðu þó af miklum krafti og komust í 6-4 forystu. Króatarnir virkuðu áhugalausir og um tíma virtist sem að þeir þýsku ætluðu að síga fram úr, hægt og rólega. Annað kom á daginn. Markvörðurinn Mirko Alilovic fór í gang og þá kom slæmur níu mínútna kafli þar sem Þjóðverjar skoruðu ekki mark og Króatía breytti stöðunni í 8-6. Steffen Weinhold, skyttan úr Kiel, meiddist í leik Þýskalands og Katar í 8-liða úrslitum og hans var sárt saknað í dag. Jens Schöngarth byrjaði í hans stað en fann sig ekki í byrjun, né heldur Michael Müller sem kom inn í hans stað. Þjóðverjar gáfust þó ekki upp og náðu að minnka muninn í 13-11 fyrir lok hálfleiksins. Það var smá heppni í nokkrum markanna hjá þeim þýsku en þeir þurftu svo sannarlega á henni að halda.vísir/eva björkEftir hálfleiksræðu Dags komu Þjóðverjar út í síðari hálfleikinn af miklum krafti og jöfnuðu metin, 13-13. En sóknarleikur liðsins datt aftur niður og Króatar svöruðu með þremur mörkum í röð. Alilovic hélt áfram að verja úr dauðafærum og þýska vörnin náði ekki að stöðva útsjónarsama sóknarmenn Króata. Dagur reyndi ýmislegt, til að mynda að taka Heinevtter út af í markinu og spila með sjö manna sókn. Það gaf ágæta raun til að byrja með en það fjaraði svo undan því. Króatar héldu áfram að skora sín mörk og þeir þýsku náðu aldrei að ógna forystu þeirra að verulegu ráði. Uwe Gensheimer og Schöngarth voru markahæstir í þýska liðinu með sex mörk hvor en heilt yfir var leikur þeirra þýsku ósannfærandi í dag, bæði í vörn og sókn. Silvio Heinevetter var besti maður liðsins með 21 varið skot en frammistaða hans dugði ekki til að koma þeim þýsku inn í leikinn þegar líða fór á seinni hálfleikinn. Mirko Alilovic varði sextán skot, þar af mörg úr dauðafærum. Hafi Þjóðverjar átt einhverja von um að koma sér aftur inn í leikinn sá hann til þess að þær yrðu að engu. Manuel Strlek nýtti færin sín vel og skoraði átta mörk úr níu skotum. Króatía mætir sigurliðinu úr viðureign Danmerkur og Slóveníu í leiknum um fimmta sæti keppninnar á morgun. HM 2015 í Katar Mest lesið „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti Í beinni: Chelsea - Liverpool | Nýju meistararnir mættir á Brúna Enski boltinn „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Enski boltinn Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Enski boltinn Fleiri fréttir Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sjá meira
Þýskaland tapaði í dag sínum öðrum leik í röð á HM í handbolta og er liðið lá fyrir Króatíu í fyrri leik sínum í umspili um sæti 5-8 í keppninni. Úrslitin þýða að lærisveinar Dags Sigurðssonar þurfa að fara í hreinan úrslitaleik gegn tapliðinu úr viðureign Danmerkur og Slóveníu um sjöunda sæti mótsins - það síðasta sem veitir öruggt sæti í undankeppni ÓL 2016. Það er draumur allra íþróttamanna að komast á Ólympíuleika og mikið áhersluatriði fyrir þá þýsku í aðdraganda þessa leiks. Sú von er ekki úti en hún minnkaði í dag. Þar að auki er nú ljóst að Þýskaland á ekki lengur möguleika á að halda sinn riðil á heimavelli í undankeppninni, komist þeir þýsku þangað.vísir/eva björkÞjóðverjar byrjuðu þó af miklum krafti og komust í 6-4 forystu. Króatarnir virkuðu áhugalausir og um tíma virtist sem að þeir þýsku ætluðu að síga fram úr, hægt og rólega. Annað kom á daginn. Markvörðurinn Mirko Alilovic fór í gang og þá kom slæmur níu mínútna kafli þar sem Þjóðverjar skoruðu ekki mark og Króatía breytti stöðunni í 8-6. Steffen Weinhold, skyttan úr Kiel, meiddist í leik Þýskalands og Katar í 8-liða úrslitum og hans var sárt saknað í dag. Jens Schöngarth byrjaði í hans stað en fann sig ekki í byrjun, né heldur Michael Müller sem kom inn í hans stað. Þjóðverjar gáfust þó ekki upp og náðu að minnka muninn í 13-11 fyrir lok hálfleiksins. Það var smá heppni í nokkrum markanna hjá þeim þýsku en þeir þurftu svo sannarlega á henni að halda.vísir/eva björkEftir hálfleiksræðu Dags komu Þjóðverjar út í síðari hálfleikinn af miklum krafti og jöfnuðu metin, 13-13. En sóknarleikur liðsins datt aftur niður og Króatar svöruðu með þremur mörkum í röð. Alilovic hélt áfram að verja úr dauðafærum og þýska vörnin náði ekki að stöðva útsjónarsama sóknarmenn Króata. Dagur reyndi ýmislegt, til að mynda að taka Heinevtter út af í markinu og spila með sjö manna sókn. Það gaf ágæta raun til að byrja með en það fjaraði svo undan því. Króatar héldu áfram að skora sín mörk og þeir þýsku náðu aldrei að ógna forystu þeirra að verulegu ráði. Uwe Gensheimer og Schöngarth voru markahæstir í þýska liðinu með sex mörk hvor en heilt yfir var leikur þeirra þýsku ósannfærandi í dag, bæði í vörn og sókn. Silvio Heinevetter var besti maður liðsins með 21 varið skot en frammistaða hans dugði ekki til að koma þeim þýsku inn í leikinn þegar líða fór á seinni hálfleikinn. Mirko Alilovic varði sextán skot, þar af mörg úr dauðafærum. Hafi Þjóðverjar átt einhverja von um að koma sér aftur inn í leikinn sá hann til þess að þær yrðu að engu. Manuel Strlek nýtti færin sín vel og skoraði átta mörk úr níu skotum. Króatía mætir sigurliðinu úr viðureign Danmerkur og Slóveníu í leiknum um fimmta sæti keppninnar á morgun.
HM 2015 í Katar Mest lesið „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti Í beinni: Chelsea - Liverpool | Nýju meistararnir mættir á Brúna Enski boltinn „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Enski boltinn Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Enski boltinn Fleiri fréttir Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita