Verndum Rammann Árni Páll Árnason skrifar 14. maí 2015 07:00 Mikilvægasta verkefni okkar þessar vikurnar er að finna leiðir til að standa saman. Við verðum að finna sátt um meginlínur og draga úr lamandi átökum sem einkenna þjóðmálin nú um stundir. Átök eru á vinnumarkaði, um hvort þjóðin eða fámennar klíkur fái arð af eða eignarhald á sameiginlegum auðlindum og um stefnu Íslands í alþjóðamálum. Okkur þykir eðlilega flestum nóg um. Rammaáætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða er farsæl sáttaleið sem við sköpuðum til að leiða til lykta langvinn átök um náttúruvernd og orkunýtingu. Það skrýtna er að átakasækin ríkisstjórn reynir nú að brjóta upp þennan eina farsæla vettvang sem við höfum til að setja niður deilur. Rammaáætlun byggði á hugmyndinni um að ólík sjónarmið gætu mæst, ef fagleg sjónarmið réðu för. Hún endurspeglar þannig virðingu okkar fyrir þeim verðmætum sem eru í húfi og er kynslóðasáttmáli því að náttúran – og orkan sem hún getur skapað – eru í senn fjöregg okkar og framtíðaruppspretta atvinnu og tækni. Þessi viðhorf endurspeglast í stefnu Samfylkingarinnar um Fagra Ísland þar sem markmiðið er að byggja brú sáttar milli náttúruverndar og orkunýtingar. Verklag rammaáætlunar kemur í veg fyrir óvandaðar ákvarðanir, þar sem skammtímasjónarmið eru látin ráða. Grundvallarreglan er sú að verkefnisstjórn sérfróðra aðila gerir tillögur til stjórnmálamanna og stjórnmálamenn útfæra þær hugmyndir eftir tilteknum leikreglum. Þess vegna er ótrúlegt að við skulum nú eyða dýrmætum tíma okkar á Alþingi í að ræða tillögu ríkisstjórnarflokkanna sem færir þessar ákvarðanir aftur í pólitískan farveg. Átökin um rammaáætlun snúast um að meirihlutinn fer gegn ákvörðunum verkefnisstjórnar áætlunarinnar um að færa eina virkjun, Hvammsvirkjun, úr biðflokki í nýtingarflokk og færir að auki fjórar aðrar virkjanir með handafli. Um er að ræða virkjanir í neðri hluta Þjórsár og uppi á hálendinu sjálfu, við Skrokköldu á Sprengisandi og Hagavatn sunnan Langjökuls. Af þessum kostum stingur mest í augun að Hagavatnsvirkjun hefur aldrei komið til umfjöllunar hjá verkefnisstjórninni. Það er því jafn fráleitt hjá meirihlutanum að gera tillögu um hana og ef þeim hefði dottið í hug að Gullfoss yrði virkjaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Árni Páll Árnason Mest lesið Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Sjá meira
Mikilvægasta verkefni okkar þessar vikurnar er að finna leiðir til að standa saman. Við verðum að finna sátt um meginlínur og draga úr lamandi átökum sem einkenna þjóðmálin nú um stundir. Átök eru á vinnumarkaði, um hvort þjóðin eða fámennar klíkur fái arð af eða eignarhald á sameiginlegum auðlindum og um stefnu Íslands í alþjóðamálum. Okkur þykir eðlilega flestum nóg um. Rammaáætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða er farsæl sáttaleið sem við sköpuðum til að leiða til lykta langvinn átök um náttúruvernd og orkunýtingu. Það skrýtna er að átakasækin ríkisstjórn reynir nú að brjóta upp þennan eina farsæla vettvang sem við höfum til að setja niður deilur. Rammaáætlun byggði á hugmyndinni um að ólík sjónarmið gætu mæst, ef fagleg sjónarmið réðu för. Hún endurspeglar þannig virðingu okkar fyrir þeim verðmætum sem eru í húfi og er kynslóðasáttmáli því að náttúran – og orkan sem hún getur skapað – eru í senn fjöregg okkar og framtíðaruppspretta atvinnu og tækni. Þessi viðhorf endurspeglast í stefnu Samfylkingarinnar um Fagra Ísland þar sem markmiðið er að byggja brú sáttar milli náttúruverndar og orkunýtingar. Verklag rammaáætlunar kemur í veg fyrir óvandaðar ákvarðanir, þar sem skammtímasjónarmið eru látin ráða. Grundvallarreglan er sú að verkefnisstjórn sérfróðra aðila gerir tillögur til stjórnmálamanna og stjórnmálamenn útfæra þær hugmyndir eftir tilteknum leikreglum. Þess vegna er ótrúlegt að við skulum nú eyða dýrmætum tíma okkar á Alþingi í að ræða tillögu ríkisstjórnarflokkanna sem færir þessar ákvarðanir aftur í pólitískan farveg. Átökin um rammaáætlun snúast um að meirihlutinn fer gegn ákvörðunum verkefnisstjórnar áætlunarinnar um að færa eina virkjun, Hvammsvirkjun, úr biðflokki í nýtingarflokk og færir að auki fjórar aðrar virkjanir með handafli. Um er að ræða virkjanir í neðri hluta Þjórsár og uppi á hálendinu sjálfu, við Skrokköldu á Sprengisandi og Hagavatn sunnan Langjökuls. Af þessum kostum stingur mest í augun að Hagavatnsvirkjun hefur aldrei komið til umfjöllunar hjá verkefnisstjórninni. Það er því jafn fráleitt hjá meirihlutanum að gera tillögu um hana og ef þeim hefði dottið í hug að Gullfoss yrði virkjaður.
Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun