Innlent

Gunnar Bragi söng We are the World í Tyrklandi

Kjartan Hreinn Njálsson skrifar
Ríki sem taka þátt í aðgerðum í Afganistan funduðu ásamt utanríkisráðherra landsins og fulltrúum ýmissa alþjóðastofnana í Antalya.
Ríki sem taka þátt í aðgerðum í Afganistan funduðu ásamt utanríkisráðherra landsins og fulltrúum ýmissa alþjóðastofnana í Antalya.
Gunnar Bragi Sveinsson, utanríkisráðherra, sótti ráðherrafund Atlantshafsbandalagsins sem lauk í Antalya í Tyrklandi í dag. Ástandið í Úkraínu, Afganistan og breytt öryggisumhverfi í Evrópu voru á meðal umfjöllunarefna en ráðherrarnir sameinuðust einnig söng. 

Ríki sem taka þátt í aðgerðum í Afganistan funduðu ásamt utanríkisráðherra landsins og fulltrúum ýmissa alþjóðastofnana í Antalya. Í tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu kemur fram að samstaða hafi verið um að halda áfram með að styðja Afgani með áherslum á borgaralega aðstoð eftir að núverandi stuðningsaðgerðum lýkur í árslok tvö þúsund og sextán.

Þá mun utanríkisráðherra hafa kynnt þátttöku Íslands í stuðningssjóði við starfsmenntun her- og lögreglukvenna. Auk þess var rætt um stöðu mála í Austur-Úkraínu og framkvæmd Minsk-samkomulagsins sem miðar að því að binda enda á átökin þar. Bandalagsríki ítrekuðu stuðning sinn við úkraínsku þjóðina.

Sjálfur segir Gunnar Bragi að Minsk-samkomulagið sé helsta haldreipi okkar og allir þurfi að leggjast á eitt við að tryggja að því verði fylgt eftir. Það var ekki bara samhljómur með ráðherrunum í fundarherbergjunum því þeir sameinuðust einnig á dansgólfinu í gærkvöldi og sungu smellinn We Are the World frá árinu 1985.

Hér að neðan má sjá upprunalegu útgáfuna af laginu We are the World.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×