Snorri Steinn: Ætlum ekki að grafa þetta strax Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar 4. janúar 2015 18:42 Snorri Steinn Guðjónsson Vísir/Valli „Það var fínn dampur í þessu. Við skoruðum bara ekki úr skotunum. Þeir duttu niður í 6/0, mjög aftarlega og það kom ekki mikið út úr okkur,“ sagði Snorri Steinn Guðjónsson leikstjórnandi Íslands eftir tapið gegn Þýskalandi í dag. „Skotin voru ekki að detta. Það var það sem klikkaði. Þeir héldu þessari vörn áfram í seinni hálfleik, eins og við var að búast þar sem við erum ekki með Aron (Pálmarsson). Liðin fara þá aðeins aftur. „Í fyrri hálfleik fannst mér við spila þetta ágætlega og við fengum stundum þau skot sem við viljum en það segir sig sjálft í handbolta að við þurfum að fá mörk að utan og það vantaði í dag. „Við þekkjum þetta alveg. Skotin þurfa bara að detta. Það var full mikið að tapa þessu með sjö mörkum. Við gerum líka of mikið af tæknifeilum og fáum full mikið af mörkum í bakið úr hraðaupphlaupum. Það fór með okkur líka. „Það er fullt sem þarf að laga en það er alltaf þannig þegar maður tapar leik. En við ætlum ekki að grafa þetta strax. Það er nægur tími til að gera það. „Við lendum undir og förum að elta. Þá vill þetta gerast. Varnarleikurinn var frábær í fyrri hálfleik og Bjöggi (Björgvin Páll) mjög góður. Við tökum það með okkur og svo verður þetta unnið í drasl og við horfum á þetta á morgun. Það verður ekkert sérstaklega skemmtilegt en mikilvægt. Við förum vel yfir þetta og sjáum til á morgun, hvort við verðum ekki enn beittari,“ sagði Snorri Steinn en Ísland og Þýskaland mætast öðru sinnis á morgun klukkan 19:30 „Það er kannski það jákvæða við þetta er að þetta var fyrsti æfingaleikurinn en samt sem áður þurfum við að rífa okkur í gang, það þarf ekkert að fara í felur með það. Það er langt síðan við spiluðum vel og það er staðreynd líka sem þarf að horfast í augun við. „Það er stutt í mót og hver að verða síðastur með það en ég ætla ekkert að fara að grafa þetta í skítinn strax. Ég hef fulla trú á að við eigum eftir að spila betur og enn betur þegar við komum til Katar,“ sagði Snorri sem hefur sagt í viðtölum að flest lið myndu sakna Arons Pálmarssonar líkt og Ísland gerði í dag. „Það er ljóst en hann er ekkert að fara að spila 60 mínútur í hverjum einasta leik á HM og við þurfum að sýna að við getum unnið leiki án hans og líka fyrir hann sjálfan að hann komi ekki inn og hafi þetta allt á herðum sínum. Það kann ekki góðri lukku að stýra að við ætlum að vera háðir einhverjum einum leikmanni. Án þess að ég sé að gera lítið úr því. Auðvitað viljum við hafa hann.“ Aron Pálmarsson er ekki fyrsta stórstjarnan sem Snorri Steinn hefur leikið með íslenska liðinu og stigu aðrir leikmenn oft upp með Ólafi Stefánsson í liðinu. „Hann spiliði best þegar allir voru að leggja eitthvað í púkkið og ég held að það sé eins með Aron og allar aðrar stjörnur í hvaða liði sem er,“ sagði Snorri Steinn. HM 2015 í Katar Mest lesið Faðir ungu skíðakonunnar sem lést: Vill ekki sjá blóm í jarðarförinni Sport Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 104-98 | Stjörnumenn taplausir á toppi deildarinnar Körfubolti Viggo Mortensen hraunar yfir Vinicius Fótbolti Stuðaði Keflavík og Friðrik kallaði „fuck off“ Körfubolti Hefur ekki efni á sjálfum sér: „Þeir sögðu nei“ Enski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Valur 101-94 | Héldu meisturunum í skefjum Körfubolti NFL stjarnan syrgir dóttur sína Sport Uppgjörið: Álftanes - ÍR 93-87 | Hræðilegur fjórði leikhluti varð ÍR-ingum að falli Körfubolti Haraldur hættir hjá Víkingi Íslenski boltinn Svona endurheimti Breiðablik titilinn: Upprisan, kaflaskilin og breyttar áherslur Íslenski boltinn Fleiri fréttir ÍBV með stórsigur gegn ÍR meðan KA og Stjarnan skildu jöfn Uppgjörið: ÍR - Grótta 30-18 | Fyrsti sigur ÍR-inga Haukur og félagar skammt frá toppliðunum eftir sterkan sigur Ljóshærður Bjarki Már magnaður í Meistaradeildarsigri Veszprém Sigurþrenna hjá Íslendingaliðunum Dana Björg stjörnumerkt í 35 manna hópi Íslands „Hefði viljað fá að lemja Elvar aðeins meira“ „Man ekki eftir að hafa tapað hérna“ Þorsteinn Leó öflugur í stórsigri Misjöfn úrslit hjá Íslendingunum í Evrópudeildinni Hafnfirðingar stóðu í Svíunum Uppgjörið: Valur - Melsungen 28-33 | Héldu í við þýska toppliðið Spenntur fyrir Valsleiknum: „Býst við að margir frá Selfossi og úr fjölskyldunni mæti“ Krukkuðu í handboltaheila Ásbjörns fyrir leikinn gegn Sävehof „Elvar er einn mesti stríðsmaður sem við eigum“ Haukar mæta liði í 5.000 kílómetra fjarlægð: „Rándýrt og erfitt“ Ein sú besta ólétt Ómar Ingi markahæstur í stórsigri Magdeburg Íslendingalið Gummersbach marði botnliðið Sterkur sigur stelpnanna á Selfossi KA enn á botninum eftir tap í Eyjum Haukar unnu Hanana öðru sinni og eru komnir áfram „Til fyrirmyndar hvernig stelpurnar mættu í þennan leik“ Uppgjörið: Ísland - Pólland 30-24 | Frábærar íslenskar stelpur lofa góðu fyrir EM Valsmenn náðu að jafna í lokin Einar Bragi fékk rautt spjald en liðið hans vann Guðmundur Bragi og félagar í stuði í seinni Íslensku landsliðsmennirnir hvíldir eftir átökin í Meistaradeildinni í vikunni Dana Björg leikur fyrsta landsleikinn en Sandra hvílir Afturelding á toppinn og Grótta tapar enn Sjá meira
„Það var fínn dampur í þessu. Við skoruðum bara ekki úr skotunum. Þeir duttu niður í 6/0, mjög aftarlega og það kom ekki mikið út úr okkur,“ sagði Snorri Steinn Guðjónsson leikstjórnandi Íslands eftir tapið gegn Þýskalandi í dag. „Skotin voru ekki að detta. Það var það sem klikkaði. Þeir héldu þessari vörn áfram í seinni hálfleik, eins og við var að búast þar sem við erum ekki með Aron (Pálmarsson). Liðin fara þá aðeins aftur. „Í fyrri hálfleik fannst mér við spila þetta ágætlega og við fengum stundum þau skot sem við viljum en það segir sig sjálft í handbolta að við þurfum að fá mörk að utan og það vantaði í dag. „Við þekkjum þetta alveg. Skotin þurfa bara að detta. Það var full mikið að tapa þessu með sjö mörkum. Við gerum líka of mikið af tæknifeilum og fáum full mikið af mörkum í bakið úr hraðaupphlaupum. Það fór með okkur líka. „Það er fullt sem þarf að laga en það er alltaf þannig þegar maður tapar leik. En við ætlum ekki að grafa þetta strax. Það er nægur tími til að gera það. „Við lendum undir og förum að elta. Þá vill þetta gerast. Varnarleikurinn var frábær í fyrri hálfleik og Bjöggi (Björgvin Páll) mjög góður. Við tökum það með okkur og svo verður þetta unnið í drasl og við horfum á þetta á morgun. Það verður ekkert sérstaklega skemmtilegt en mikilvægt. Við förum vel yfir þetta og sjáum til á morgun, hvort við verðum ekki enn beittari,“ sagði Snorri Steinn en Ísland og Þýskaland mætast öðru sinnis á morgun klukkan 19:30 „Það er kannski það jákvæða við þetta er að þetta var fyrsti æfingaleikurinn en samt sem áður þurfum við að rífa okkur í gang, það þarf ekkert að fara í felur með það. Það er langt síðan við spiluðum vel og það er staðreynd líka sem þarf að horfast í augun við. „Það er stutt í mót og hver að verða síðastur með það en ég ætla ekkert að fara að grafa þetta í skítinn strax. Ég hef fulla trú á að við eigum eftir að spila betur og enn betur þegar við komum til Katar,“ sagði Snorri sem hefur sagt í viðtölum að flest lið myndu sakna Arons Pálmarssonar líkt og Ísland gerði í dag. „Það er ljóst en hann er ekkert að fara að spila 60 mínútur í hverjum einasta leik á HM og við þurfum að sýna að við getum unnið leiki án hans og líka fyrir hann sjálfan að hann komi ekki inn og hafi þetta allt á herðum sínum. Það kann ekki góðri lukku að stýra að við ætlum að vera háðir einhverjum einum leikmanni. Án þess að ég sé að gera lítið úr því. Auðvitað viljum við hafa hann.“ Aron Pálmarsson er ekki fyrsta stórstjarnan sem Snorri Steinn hefur leikið með íslenska liðinu og stigu aðrir leikmenn oft upp með Ólafi Stefánsson í liðinu. „Hann spiliði best þegar allir voru að leggja eitthvað í púkkið og ég held að það sé eins með Aron og allar aðrar stjörnur í hvaða liði sem er,“ sagði Snorri Steinn.
HM 2015 í Katar Mest lesið Faðir ungu skíðakonunnar sem lést: Vill ekki sjá blóm í jarðarförinni Sport Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 104-98 | Stjörnumenn taplausir á toppi deildarinnar Körfubolti Viggo Mortensen hraunar yfir Vinicius Fótbolti Stuðaði Keflavík og Friðrik kallaði „fuck off“ Körfubolti Hefur ekki efni á sjálfum sér: „Þeir sögðu nei“ Enski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Valur 101-94 | Héldu meisturunum í skefjum Körfubolti NFL stjarnan syrgir dóttur sína Sport Uppgjörið: Álftanes - ÍR 93-87 | Hræðilegur fjórði leikhluti varð ÍR-ingum að falli Körfubolti Haraldur hættir hjá Víkingi Íslenski boltinn Svona endurheimti Breiðablik titilinn: Upprisan, kaflaskilin og breyttar áherslur Íslenski boltinn Fleiri fréttir ÍBV með stórsigur gegn ÍR meðan KA og Stjarnan skildu jöfn Uppgjörið: ÍR - Grótta 30-18 | Fyrsti sigur ÍR-inga Haukur og félagar skammt frá toppliðunum eftir sterkan sigur Ljóshærður Bjarki Már magnaður í Meistaradeildarsigri Veszprém Sigurþrenna hjá Íslendingaliðunum Dana Björg stjörnumerkt í 35 manna hópi Íslands „Hefði viljað fá að lemja Elvar aðeins meira“ „Man ekki eftir að hafa tapað hérna“ Þorsteinn Leó öflugur í stórsigri Misjöfn úrslit hjá Íslendingunum í Evrópudeildinni Hafnfirðingar stóðu í Svíunum Uppgjörið: Valur - Melsungen 28-33 | Héldu í við þýska toppliðið Spenntur fyrir Valsleiknum: „Býst við að margir frá Selfossi og úr fjölskyldunni mæti“ Krukkuðu í handboltaheila Ásbjörns fyrir leikinn gegn Sävehof „Elvar er einn mesti stríðsmaður sem við eigum“ Haukar mæta liði í 5.000 kílómetra fjarlægð: „Rándýrt og erfitt“ Ein sú besta ólétt Ómar Ingi markahæstur í stórsigri Magdeburg Íslendingalið Gummersbach marði botnliðið Sterkur sigur stelpnanna á Selfossi KA enn á botninum eftir tap í Eyjum Haukar unnu Hanana öðru sinni og eru komnir áfram „Til fyrirmyndar hvernig stelpurnar mættu í þennan leik“ Uppgjörið: Ísland - Pólland 30-24 | Frábærar íslenskar stelpur lofa góðu fyrir EM Valsmenn náðu að jafna í lokin Einar Bragi fékk rautt spjald en liðið hans vann Guðmundur Bragi og félagar í stuði í seinni Íslensku landsliðsmennirnir hvíldir eftir átökin í Meistaradeildinni í vikunni Dana Björg leikur fyrsta landsleikinn en Sandra hvílir Afturelding á toppinn og Grótta tapar enn Sjá meira
Svona endurheimti Breiðablik titilinn: Upprisan, kaflaskilin og breyttar áherslur Íslenski boltinn
Svona endurheimti Breiðablik titilinn: Upprisan, kaflaskilin og breyttar áherslur Íslenski boltinn