Samtal við börn um eldgos og aðra vá Edda Björk Þórðardóttir og Guðný Björk Eydal skrifar 19. janúar 2015 00:00 Frá því að eldgosið í Holuhrauni hófst í lok ágúst hefur óvissan um lengd gossins, flóðahættuna sem af því stafar og áhrif mengunar á heilsu okkar og umhverfi verið algengt umræðuefni í fjölmiðlum, á vinnustöðum og á heimilum flestra landsmanna. Þó svo að yngsta kynslóðin sé sjaldnast þátttakandi í þeirri umræðu er mikilvægt að muna að hún er virkur hlustandi. Þekking barna er þó oft og tíðum nokkuð brotakennd og það fer eftir aldri þeirra hversu vel þau ná að vinna úr upplýsingum úr umhverfinu. Börn móta viðhorf sín um hamfarir út frá samtölum fullorðinna og því er mikilvægt að huga að því hvernig rætt er um eldgosið í návist þeirra. Ef börn hlusta á fréttir er gott að sitja hjá þeim og spjalla við þau um það sem þau heyra.Verum góðir hlustendur Góð byrjun á samtali við börn um eldgosið er að spyrja hvað þau viti nú þegar um gosið og hvort það sé eitthvað sem þau vilji spyrja um. Líkt og fullorðnir hafa börn oft áhyggjur án þess að tala um þær. Það er mikilvægt fyrir börn að þau viti að það er í lagi að upplifa tilfinningar eins og áhyggjur og kvíða. Mikilvægt er að sýna tilfinningum þeirra skilning og minna þau á að okkur finnist spurningar þeirra og áhyggjur mikilvægar. Gott er að minna á að við erum ávallt til staðar til að hlusta á það sem börnum okkar liggur á hjarta. Ótti barna stafar oft af misskilningi eða upplýsingaskorti. Til dæmis er algengt að hamfarir veki hræðslu hjá börnum um að þau verði viðskila við foreldra sína eða að einhver slasist eða deyi. Það róar börn þegar þau skilja það sem er að gerast og fá upplýsingar um ráðstafanir til að vernda þau, fjölskyldu þeirra og vini. Mikilvægt er að róa börn, fræða þau og leiðrétta mögulegan misskilning. Foreldrar geta dregið úr kvíða og streitu barna sinna með því að tala um eldgosið í rólegum tón og á yfirvegaðan hátt. Gott er að veita upplýsingar um að það sé fólk í vinnu við að fylgjast stöðugt með gosinu og að brugðist verði við ef stórt gos eða flóð á sér stað. Mikilvægast er að börnin upplifi sig örugg. Ofangreind ráð eiga einnig við um aðra streituvaldandi atburði í lífi barna okkar, eins og efnahagskreppuna, ebóla-faraldurinn og önnur áföll. Munum að börn eru bæði klár og viðkvæm. Mikilvægt er að gefa þeim heiðarleg svör á sama tíma og við tökum mið af þroska þeirra. Oft þarf að endurtaka atriði, en það getur veitt börnunum þá hughreystingu sem þau þurfa. Með því að gefa okkur tíma til að ræða við börnin okkar, vera virkir hlustendur, vera einlæg og virða skoðanir þeirra og tilfinningar, veitum við þeim ómetanlegan stuðning. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ofurgróði sjávarútvegs? – Hættið að afvegaleiða! Elliði Vignisson Skoðun „Fáum við einkunn fyrir þetta?“ Hulda Dögg Proppé Skoðun Sakar aðra um það sem hún gerir sjálf Sigurjón Þórðarson Skoðun Rafbíllinn er ekki bara umhverfisvænn – hann er líka hagkvæmari Óskar Páll Þorgilsson Skoðun Falleinkunn skólakerfis? Helga Þórisdóttir Skoðun Hvar er auðlindarentan? Birta Karen Tryggvadóttir Skoðun „Þú verður aldrei nóg“ - Ástæður þess að kerfið bregst innflytjendum Ian McDonald Skoðun Hvers vegna berðu kross? Hrafnhildur Sigurðardóttir Skoðun Vorstjarnan hans Gunnars Smára? Guðbergur Egill Eyjólfsson Skoðun Þannig gerum við þetta? Ísak Ernir Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvernig er staða lesblindra á Íslandi? Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Sakar aðra um það sem hún gerir sjálf Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun „Þú verður aldrei nóg“ - Ástæður þess að kerfið bregst innflytjendum Ian McDonald skrifar Skoðun Rafbíllinn er ekki bara umhverfisvænn – hann er líka hagkvæmari Óskar Páll Þorgilsson skrifar Skoðun Ofurgróði sjávarútvegs? – Hættið að afvegaleiða! Elliði Vignisson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla í aðildarfélögum ASÍ og BSRB árið 2024 Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun „Fáum við einkunn fyrir þetta?“ Hulda Dögg Proppé skrifar Skoðun Hrossakjöt, hroki og hleypidómar Kristján Logason skrifar Skoðun Sjávarútvegur er undirstöðuatvinnuvegur – ekki einangruð tekjulind Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Að byggja upp á Bakka Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Fiskeldi og samfélagsábyrgð Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Pólitískt raunsæi og utanríkisstefna Íslands Ragnar Anthony Antonsson Gambrell skrifar Skoðun Vorstjarnan hans Gunnars Smára? Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Fylgið fór vegna fullveldismáls Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er Ísrael ennþá útvalin þjóð Guðs? Ómar Torfason skrifar Skoðun Flokkurinn hans Gunnars Smára? Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Raforkuverð: Stórnotendur og almenningur Ingvar Júlíus Baldursson skrifar Skoðun Hætt við að hækka ekki skatta á almenning Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattafíkn í skjóli réttlætis: Tímavélin stillt á 2012 Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Hver borgar brúsann? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvers vegna berðu kross? Hrafnhildur Sigurðardóttir skrifar Skoðun Þannig gerum við þetta? Ísak Ernir Kristinsson skrifar Skoðun Stærsta framfaraskref í námsmati íslenskra barna í áratugi Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Falleinkunn skólakerfis? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þjónusta sem gleður – skilar sér beint í kassann Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Hvar er auðlindarentan? Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Miðflokkurinn – Rödd skynseminnar í borginni Ómar Már Jónsson skrifar Skoðun Virði barna og ungmenna Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Sættir þú þig við þetta? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Alþingi gleymir aftur fötluðum börnum Lúðvík Júlíusson skrifar Sjá meira
Frá því að eldgosið í Holuhrauni hófst í lok ágúst hefur óvissan um lengd gossins, flóðahættuna sem af því stafar og áhrif mengunar á heilsu okkar og umhverfi verið algengt umræðuefni í fjölmiðlum, á vinnustöðum og á heimilum flestra landsmanna. Þó svo að yngsta kynslóðin sé sjaldnast þátttakandi í þeirri umræðu er mikilvægt að muna að hún er virkur hlustandi. Þekking barna er þó oft og tíðum nokkuð brotakennd og það fer eftir aldri þeirra hversu vel þau ná að vinna úr upplýsingum úr umhverfinu. Börn móta viðhorf sín um hamfarir út frá samtölum fullorðinna og því er mikilvægt að huga að því hvernig rætt er um eldgosið í návist þeirra. Ef börn hlusta á fréttir er gott að sitja hjá þeim og spjalla við þau um það sem þau heyra.Verum góðir hlustendur Góð byrjun á samtali við börn um eldgosið er að spyrja hvað þau viti nú þegar um gosið og hvort það sé eitthvað sem þau vilji spyrja um. Líkt og fullorðnir hafa börn oft áhyggjur án þess að tala um þær. Það er mikilvægt fyrir börn að þau viti að það er í lagi að upplifa tilfinningar eins og áhyggjur og kvíða. Mikilvægt er að sýna tilfinningum þeirra skilning og minna þau á að okkur finnist spurningar þeirra og áhyggjur mikilvægar. Gott er að minna á að við erum ávallt til staðar til að hlusta á það sem börnum okkar liggur á hjarta. Ótti barna stafar oft af misskilningi eða upplýsingaskorti. Til dæmis er algengt að hamfarir veki hræðslu hjá börnum um að þau verði viðskila við foreldra sína eða að einhver slasist eða deyi. Það róar börn þegar þau skilja það sem er að gerast og fá upplýsingar um ráðstafanir til að vernda þau, fjölskyldu þeirra og vini. Mikilvægt er að róa börn, fræða þau og leiðrétta mögulegan misskilning. Foreldrar geta dregið úr kvíða og streitu barna sinna með því að tala um eldgosið í rólegum tón og á yfirvegaðan hátt. Gott er að veita upplýsingar um að það sé fólk í vinnu við að fylgjast stöðugt með gosinu og að brugðist verði við ef stórt gos eða flóð á sér stað. Mikilvægast er að börnin upplifi sig örugg. Ofangreind ráð eiga einnig við um aðra streituvaldandi atburði í lífi barna okkar, eins og efnahagskreppuna, ebóla-faraldurinn og önnur áföll. Munum að börn eru bæði klár og viðkvæm. Mikilvægt er að gefa þeim heiðarleg svör á sama tíma og við tökum mið af þroska þeirra. Oft þarf að endurtaka atriði, en það getur veitt börnunum þá hughreystingu sem þau þurfa. Með því að gefa okkur tíma til að ræða við börnin okkar, vera virkir hlustendur, vera einlæg og virða skoðanir þeirra og tilfinningar, veitum við þeim ómetanlegan stuðning.
Skoðun Rafbíllinn er ekki bara umhverfisvænn – hann er líka hagkvæmari Óskar Páll Þorgilsson skrifar
Skoðun Laun kvenna og karla í aðildarfélögum ASÍ og BSRB árið 2024 Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Sjávarútvegur er undirstöðuatvinnuvegur – ekki einangruð tekjulind Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Stærsta framfaraskref í námsmati íslenskra barna í áratugi Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar