Öfundsverð staða Kristján Sigurður Kristjánsson skrifar 29. júlí 2015 07:00 Fjármálaeftirlitið hefur birt ársskýrslur lífeyrissjóðanna 2014. Skýrslan nær samt ekki yfir hina góðu stöðu kerfisins nema að litlu leyti. Heildartekjur sjóðanna voru kr. 373,5 milljarðar, þar af fengu sjóðirnir kr. 100,3 milljarða framlag úr ríkissjóði. Framlagið úr ríkissjóði dugði til að greiða allan lífeyri sjóðanna og fjóra milljarða sem dekkaði allan rekstrarkostnað. Það er rúmgóð staða, þetta er betri staða en að selja yngingarolíu úr tölvunni í foreldrahúsum á fríu fæði og húsnæði. Lífeyrissjóðirnir eru eina sameiningartákn þjóðarinnar og njóta friðhelgi stjórnmálamanna, fjölmiðla og netsins með sama hætti og biskup og forseti Íslands nutu forðum. „Útlendingar horfa öfundaraugum til“ þessarar stöðu. Þó einstaka neðanþindarfólk agnúist út í stjórnarkostnað horfir það fram hjá samlegðaráhrifum því meirihluti stjórnarmanna og nær allir formenn eru líka stjórnar- og framámenn í verkalýðshreyfingunni. Hagræðið kemur sérstaklega vel í ljós við kjarasamningagerð þar sem fulltrúar sjóðanna sitja báðum megin borðs og lífeyrissjóðirnir hafa lánað notaðan lífeyrissjóðsformann í embætti ríkissáttasemjara í frekara hagræðingarskyni. Þannig eru sjóðirnir yfir, undir og allt um kring við samningaborðið. Enn ein samlegðaráhrifin eru að lífeyrissjóðirnir reka nær alla láglaunastarfsemi ásamt dagvöru- og heildsöluverslun í landinu undir ströngu „verðlagseftirliti“ ASÍ. Þessi góða staða sannast með birtingu Neytendasamtakanna á verðkönnun ASÍ, þar koma verslanir sjóðanna mjög vel út, oftast best. Það verður að kalla öfundsverða stöðu að fiskverkakonan hjá Granda versli í Hagkaupi og búi í íbúð með 109% veði, sé að safna fyrir Kaupmannahafnarferð með Icelandair, fari til og frá flugvelli með Kynnisferðum og geti frestað brjóstabrottnámsaðgerðinni á Hótel Íslandi sem foreldrar hennar ætla að greiða. Allt innan þess hrings sem umlykur samningaborðið. Þetta var t.d. ekki hægt með Aeroflot því Sovétborgarar höfðu öngva lífeyrissjóði og þar með alls engar brjóstabrottnámsaðgerðastofur í hinum gersku Ármúlum Sovétsins. Fiskverkakonan fékk meira að segja vaxtabætur og leiðréttingu úr ríkissjóði sem gengu inn á lífeyrissjóðslánið þannig að veðhlutfallið hrapaði í 104%. Lífeyrissjóðirnir töpuðu 500 ma. í hruninu. Forsætisráðherrann vildi afnema verðtrygginguna 2008 a.m.k. tímabundið og skipaði nefnd sem hún sótti til lífeyrissjóðanna til að útfæra afnámið. Nefndin sagði nei og ástæðan var trúnaðarmál í nokkur ár er formaðurinn upplýsti loks í DV: „[A]ð inngrip í forsendur þegar tekinna lána myndi leiða til þess að ríkissjóður yrði að greiða bætur sem talið var að væru um 240 miljarðar króna.“ Þessi björgun sparaði ekki bara ríkissjóði 240 milljarða í skaðabætur heldur rétti 500 milljarða tap lífeyrissjóðanna af á einu kjörtímabili. Sem dæmi náðu sjóðirnir ekki bara að halda hlut sínum gagnvart gamla fólkinu sem keypti íbúðir hjá EIR með aðstoð sjóðanna heldur fengu líka eignarhlut þess með „inngripi í forsendur þegar tekinna lána“. Þetta er svo góð staða að „útlendingar horfa til íslenska lífeyriskerfisins öfundaraugum“. Svo góð staða nægði til að slá alla gagnrýni á kerfið út af borðinu væri hún fyrir hendi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Skoðun Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Sjá meira
Fjármálaeftirlitið hefur birt ársskýrslur lífeyrissjóðanna 2014. Skýrslan nær samt ekki yfir hina góðu stöðu kerfisins nema að litlu leyti. Heildartekjur sjóðanna voru kr. 373,5 milljarðar, þar af fengu sjóðirnir kr. 100,3 milljarða framlag úr ríkissjóði. Framlagið úr ríkissjóði dugði til að greiða allan lífeyri sjóðanna og fjóra milljarða sem dekkaði allan rekstrarkostnað. Það er rúmgóð staða, þetta er betri staða en að selja yngingarolíu úr tölvunni í foreldrahúsum á fríu fæði og húsnæði. Lífeyrissjóðirnir eru eina sameiningartákn þjóðarinnar og njóta friðhelgi stjórnmálamanna, fjölmiðla og netsins með sama hætti og biskup og forseti Íslands nutu forðum. „Útlendingar horfa öfundaraugum til“ þessarar stöðu. Þó einstaka neðanþindarfólk agnúist út í stjórnarkostnað horfir það fram hjá samlegðaráhrifum því meirihluti stjórnarmanna og nær allir formenn eru líka stjórnar- og framámenn í verkalýðshreyfingunni. Hagræðið kemur sérstaklega vel í ljós við kjarasamningagerð þar sem fulltrúar sjóðanna sitja báðum megin borðs og lífeyrissjóðirnir hafa lánað notaðan lífeyrissjóðsformann í embætti ríkissáttasemjara í frekara hagræðingarskyni. Þannig eru sjóðirnir yfir, undir og allt um kring við samningaborðið. Enn ein samlegðaráhrifin eru að lífeyrissjóðirnir reka nær alla láglaunastarfsemi ásamt dagvöru- og heildsöluverslun í landinu undir ströngu „verðlagseftirliti“ ASÍ. Þessi góða staða sannast með birtingu Neytendasamtakanna á verðkönnun ASÍ, þar koma verslanir sjóðanna mjög vel út, oftast best. Það verður að kalla öfundsverða stöðu að fiskverkakonan hjá Granda versli í Hagkaupi og búi í íbúð með 109% veði, sé að safna fyrir Kaupmannahafnarferð með Icelandair, fari til og frá flugvelli með Kynnisferðum og geti frestað brjóstabrottnámsaðgerðinni á Hótel Íslandi sem foreldrar hennar ætla að greiða. Allt innan þess hrings sem umlykur samningaborðið. Þetta var t.d. ekki hægt með Aeroflot því Sovétborgarar höfðu öngva lífeyrissjóði og þar með alls engar brjóstabrottnámsaðgerðastofur í hinum gersku Ármúlum Sovétsins. Fiskverkakonan fékk meira að segja vaxtabætur og leiðréttingu úr ríkissjóði sem gengu inn á lífeyrissjóðslánið þannig að veðhlutfallið hrapaði í 104%. Lífeyrissjóðirnir töpuðu 500 ma. í hruninu. Forsætisráðherrann vildi afnema verðtrygginguna 2008 a.m.k. tímabundið og skipaði nefnd sem hún sótti til lífeyrissjóðanna til að útfæra afnámið. Nefndin sagði nei og ástæðan var trúnaðarmál í nokkur ár er formaðurinn upplýsti loks í DV: „[A]ð inngrip í forsendur þegar tekinna lána myndi leiða til þess að ríkissjóður yrði að greiða bætur sem talið var að væru um 240 miljarðar króna.“ Þessi björgun sparaði ekki bara ríkissjóði 240 milljarða í skaðabætur heldur rétti 500 milljarða tap lífeyrissjóðanna af á einu kjörtímabili. Sem dæmi náðu sjóðirnir ekki bara að halda hlut sínum gagnvart gamla fólkinu sem keypti íbúðir hjá EIR með aðstoð sjóðanna heldur fengu líka eignarhlut þess með „inngripi í forsendur þegar tekinna lána“. Þetta er svo góð staða að „útlendingar horfa til íslenska lífeyriskerfisins öfundaraugum“. Svo góð staða nægði til að slá alla gagnrýni á kerfið út af borðinu væri hún fyrir hendi.
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun