Krísustjórnun sambandsslita og atvinnumissis Andrés Jónsson skrifar 29. júlí 2015 10:15 Vinsæll forstjóri í stóru íslensku fyrirtæki var hrókur alls fagnaðar. Hann mátti á tímabili sjá alls staðar, á ráðstefnum, fundum, frumsýningum og á vinsælustu veitingastöðum borgarinnar. Þegar hann var skyndilega rekinn sem forstjóri þá hvarf hann hins vegar gersamlega sjónum. Af hverju fannst honum hann þurfa að fara í felur? Gerði það persónulega krísu hans, að hafa misst fína forstjórastólinn, kannski enn verri að bregðast þannig við? Sendi það þau skilaboð að hann væri bugaður og brotinn? Fólk sem hættir í ástarsambandi í dag gerir það yfirleitt að sínu fyrsta verki að þurrka út allar myndir á Facebook þar sem fyrrverandi makinn sést. Telst það kannski krísustjórnun? Sambandsslit uppfylla vissulega mörg sömu skilyrðin og krísur fyrirtækja og stofnana. Það verður mikið rask á daglegum heimilisrekstri, fjárhagurinn skaðast, samskipti við vini og fjölskyldu fara í uppnám, andleg líðan fólks versnar en um leið verður það að peppa sig upp í að sinna fjölmörgum verkefnum sem krísunni fylgja og loks þarf að gera drög að því að laða til sín nýjan maka/viðskiptavini. Nýlega einhleypir fara í ræktina, fyrirtæki taka upp nýtt nafn, atvinnulausir fara í nám. Yfirmanni ríkisstofnunar var bolað úr starfi. Væri hann þegar kominn með nýtt embætti í dag ef hann hefði tekist á við breytta hagi sína með prinsippum krísustjórnunar? Ef hann hefði gengist við sínum hlut og ef hann hefði forðast að mála sig upp sem fórnarlamb í málinu. Það er stórhættulegt fyrir fólk í slíkri stöðu að næra biturð í garð náungans. Í starfi mínu hjá Góðum samskiptum hittum við reglulega fólk skömmu eftir að krísan dynur yfir. Fyrstu viðbrögð fólks eru gjarnan reiði, því næst afneitun og lömun. Fólk langar helst að skríða inn í skel. Afneitunin birtist í frösum eins og: „Les einhver þennan fjölmiðil hvort sem er?“, „Þetta verður gleymt á morgun“ og „Af hverju gera þau ekki fréttir um samkeppnisaðila minn, hann er miklu verri!“ Til að komast í gegnum áfallið þá gera þau lítið úr krísunni og efast um að hún hafi nokkur langtímaáhrif. Það gæti ekki verið fjær sannleikanum. Þvert á móti þá berum við krísurnar eins og ör á sálinni. Þegar maður hittir fólk sem hefur lent í kastljósi fjölmiðla vegna krísu þá er það yfirleitt enn að vinna úr storminum, jafnvel mörgum árum og áratugum síðar. Kunningi minn rakst á einn reynslumesta flugstjóra Malaysian Airlines á flugvelli skömmu eftir að flugvél félagsins var skotin niður yfir Úkraínu en það var önnur vélin sem flugfélagið tapaði með manni og mús á nokkurra mánaða tímabili. Hann spurði um líðan hans. Svarið var: „Við vorum lítið flugfélag, eiginlega eins og fjölskylda, ég þekkti alla áhafnarmeðlimi sem voru um borð í vélinni sem var skotin niður, ALLA!“ Svo fór hann að gráta. Þessi flugstjóri er kominn í leyfi, eins og flestir aðrir sem unnið höfðu hjá Malaysian lengi. Ólíklegt er að flest þau fljúgi nokkurn tíma á ný sem áhafnarmeðlimir. Þegar er búið að endurnýja flestar áhafnirnar og verið er að breyta um nafn á flugfélaginu. Krísur hafa víðtækar afleiðingar og það eru einmitt oft eftirköstin sem eru vanmetin af stjórnendum fyrirtækja. Flest stór fyrirtæki eru þó með áætlun tilbúna ef upp koma krísur og æfa hana jafnvel reglulega. Þau vita sem er að orðspor sem byggt er upp á löngum tíma getur tapast á svipstundu. Samfélagsmiðlar breiða hratt út slæmar fregnir. Fjölmiðlar endurbirta fréttir annarra og það gerir ekki aðeins örðugt að leiðrétta rangar upplýsingar, heldur geta þær orðið grundvöllur þess hvernig fréttaumfjöllun þróast. Tíminn sem þú hefur til að ná stjórn á frétt er núorðið nær enginn. Sá sem þetta skrifar hefur nokkrum sinnum verið rekinn. Við höfum líka flest upplifað sorgina sem fylgir sambandsslitum, þegar sú framtíð sem virtist bíða okkar hverfur eins og dögg fyrir sólu. Hvort sem það er skilnaður, brottrekstur eða eitthvert af öðrum algengum áföllum sem við verðum fyrir á lífsleiðinni þá geta rétt viðbrögð skipt miklu um áhrifin sem þau hafa á okkur, bæði til langs og skamms tíma. Rétt viðbrögð í öllum þessum aðstæðum eru að horfast í augu við staðreyndir, líta í eigin barm, veita umhverfinu nauðsynlegar upplýsingar, leita sér aðstoðar og gera betur næst. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson Skoðun Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Hugleiðing um rauð epli og skynjun veruleikans Gauti Páll Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Tvær sögur Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Stærsta kjarabót öryrkja í áratugi Ingjibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Háskóli Íslands. Opinn og alþjóðlegur? Styrmir Hallsson,Abdullah Arif skrifar Skoðun Nýtt örorkulífeyriskerfi Inga Sæland skrifar Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir skrifar Skoðun Velferð sem virkar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Gleðileg ný fiskveiðiáramót …von eða ótti? Arnar Laxdal skrifar Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Áhrif, evran, innviðir, öryggi Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Hugleiðing um rauð epli og skynjun veruleikans Gauti Páll Jónsson skrifar Skoðun Tumi þumall og blaðurmaðurinn Kristján Logason skrifar Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Stefnum á að veita 1000 börnum innblástur fyrir framtíðina Dr. Bryony Mathew skrifar Skoðun Samgönguáætlun – skuldbinding, ekki kosningaloforð skrifar Skoðun Menntun til framtíðar Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson skrifar Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Menntastefna stjórnvalda – ferð án fyrirheits? Sigvaldi Egill Lárusson skrifar Skoðun Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Beint og milliliðalaust Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Áfengissala: Þrýstingur úr tveimur áttum Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Ég er íslensk – en samt séð sem eitthvað annað Sóley Lóa Smáradóttir skrifar Skoðun Hin yndislega aðlögun Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Sjá meira
Vinsæll forstjóri í stóru íslensku fyrirtæki var hrókur alls fagnaðar. Hann mátti á tímabili sjá alls staðar, á ráðstefnum, fundum, frumsýningum og á vinsælustu veitingastöðum borgarinnar. Þegar hann var skyndilega rekinn sem forstjóri þá hvarf hann hins vegar gersamlega sjónum. Af hverju fannst honum hann þurfa að fara í felur? Gerði það persónulega krísu hans, að hafa misst fína forstjórastólinn, kannski enn verri að bregðast þannig við? Sendi það þau skilaboð að hann væri bugaður og brotinn? Fólk sem hættir í ástarsambandi í dag gerir það yfirleitt að sínu fyrsta verki að þurrka út allar myndir á Facebook þar sem fyrrverandi makinn sést. Telst það kannski krísustjórnun? Sambandsslit uppfylla vissulega mörg sömu skilyrðin og krísur fyrirtækja og stofnana. Það verður mikið rask á daglegum heimilisrekstri, fjárhagurinn skaðast, samskipti við vini og fjölskyldu fara í uppnám, andleg líðan fólks versnar en um leið verður það að peppa sig upp í að sinna fjölmörgum verkefnum sem krísunni fylgja og loks þarf að gera drög að því að laða til sín nýjan maka/viðskiptavini. Nýlega einhleypir fara í ræktina, fyrirtæki taka upp nýtt nafn, atvinnulausir fara í nám. Yfirmanni ríkisstofnunar var bolað úr starfi. Væri hann þegar kominn með nýtt embætti í dag ef hann hefði tekist á við breytta hagi sína með prinsippum krísustjórnunar? Ef hann hefði gengist við sínum hlut og ef hann hefði forðast að mála sig upp sem fórnarlamb í málinu. Það er stórhættulegt fyrir fólk í slíkri stöðu að næra biturð í garð náungans. Í starfi mínu hjá Góðum samskiptum hittum við reglulega fólk skömmu eftir að krísan dynur yfir. Fyrstu viðbrögð fólks eru gjarnan reiði, því næst afneitun og lömun. Fólk langar helst að skríða inn í skel. Afneitunin birtist í frösum eins og: „Les einhver þennan fjölmiðil hvort sem er?“, „Þetta verður gleymt á morgun“ og „Af hverju gera þau ekki fréttir um samkeppnisaðila minn, hann er miklu verri!“ Til að komast í gegnum áfallið þá gera þau lítið úr krísunni og efast um að hún hafi nokkur langtímaáhrif. Það gæti ekki verið fjær sannleikanum. Þvert á móti þá berum við krísurnar eins og ör á sálinni. Þegar maður hittir fólk sem hefur lent í kastljósi fjölmiðla vegna krísu þá er það yfirleitt enn að vinna úr storminum, jafnvel mörgum árum og áratugum síðar. Kunningi minn rakst á einn reynslumesta flugstjóra Malaysian Airlines á flugvelli skömmu eftir að flugvél félagsins var skotin niður yfir Úkraínu en það var önnur vélin sem flugfélagið tapaði með manni og mús á nokkurra mánaða tímabili. Hann spurði um líðan hans. Svarið var: „Við vorum lítið flugfélag, eiginlega eins og fjölskylda, ég þekkti alla áhafnarmeðlimi sem voru um borð í vélinni sem var skotin niður, ALLA!“ Svo fór hann að gráta. Þessi flugstjóri er kominn í leyfi, eins og flestir aðrir sem unnið höfðu hjá Malaysian lengi. Ólíklegt er að flest þau fljúgi nokkurn tíma á ný sem áhafnarmeðlimir. Þegar er búið að endurnýja flestar áhafnirnar og verið er að breyta um nafn á flugfélaginu. Krísur hafa víðtækar afleiðingar og það eru einmitt oft eftirköstin sem eru vanmetin af stjórnendum fyrirtækja. Flest stór fyrirtæki eru þó með áætlun tilbúna ef upp koma krísur og æfa hana jafnvel reglulega. Þau vita sem er að orðspor sem byggt er upp á löngum tíma getur tapast á svipstundu. Samfélagsmiðlar breiða hratt út slæmar fregnir. Fjölmiðlar endurbirta fréttir annarra og það gerir ekki aðeins örðugt að leiðrétta rangar upplýsingar, heldur geta þær orðið grundvöllur þess hvernig fréttaumfjöllun þróast. Tíminn sem þú hefur til að ná stjórn á frétt er núorðið nær enginn. Sá sem þetta skrifar hefur nokkrum sinnum verið rekinn. Við höfum líka flest upplifað sorgina sem fylgir sambandsslitum, þegar sú framtíð sem virtist bíða okkar hverfur eins og dögg fyrir sólu. Hvort sem það er skilnaður, brottrekstur eða eitthvert af öðrum algengum áföllum sem við verðum fyrir á lífsleiðinni þá geta rétt viðbrögð skipt miklu um áhrifin sem þau hafa á okkur, bæði til langs og skamms tíma. Rétt viðbrögð í öllum þessum aðstæðum eru að horfast í augu við staðreyndir, líta í eigin barm, veita umhverfinu nauðsynlegar upplýsingar, leita sér aðstoðar og gera betur næst.
Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson Skoðun
Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar
Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson Skoðun
Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun