Meðalaldur bílaflota Bandaríkjanna 11,5 ár Finnur Thorlacius skrifar 29. júlí 2015 11:31 Þung umferð í Bandaríkjunum. Það er ekki bara á Íslandi sem bílaflotinn eldist þessa dagana. Það á einnig við í bílalandinu Bandaríkjunum og er hann nú orðinn 11,5 ár. Þar eru nú skráðir 257,9 milljónir bíla og jókst hann um 2,1% á milli áranna 2013 og 2014. Meðalaldurinn var 11,4 ár árið 2012 svo ekki eldist hann nú hratt en eldist samt. Spáð er að meðalaldurinn verði 11,6 ár árið 2016 og 11,7 árið 2018. Helsta ástæða þess að bílar verða eldri á götum Bandaríkjanna er að bílar eru nú betur smíðaðir en áður og endast betur. Því heldur fólk lengur í bíla sína. Að meðaltali eiga bíleigendur bíla sína í 6,5 ár en þá eru þeir seldir til annarra eigenda. Þessi tala hefur vaxið mjög á undanförnum árum, eða um 2 ár frá árinu 2006. Í fyrra var bílasala umfram afskráningar 42% og hefur ekki mælst meiri frá árinu 2002. Gert er ráð fyrir því að magn bíla yngri en 5 ár muni aukast um 24% á næstu 5 árum, bílum 6-11 ára muni fækka um 11% en bílum 12 ára og eldri muni fjölga um 15%. Mest lesið Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent
Það er ekki bara á Íslandi sem bílaflotinn eldist þessa dagana. Það á einnig við í bílalandinu Bandaríkjunum og er hann nú orðinn 11,5 ár. Þar eru nú skráðir 257,9 milljónir bíla og jókst hann um 2,1% á milli áranna 2013 og 2014. Meðalaldurinn var 11,4 ár árið 2012 svo ekki eldist hann nú hratt en eldist samt. Spáð er að meðalaldurinn verði 11,6 ár árið 2016 og 11,7 árið 2018. Helsta ástæða þess að bílar verða eldri á götum Bandaríkjanna er að bílar eru nú betur smíðaðir en áður og endast betur. Því heldur fólk lengur í bíla sína. Að meðaltali eiga bíleigendur bíla sína í 6,5 ár en þá eru þeir seldir til annarra eigenda. Þessi tala hefur vaxið mjög á undanförnum árum, eða um 2 ár frá árinu 2006. Í fyrra var bílasala umfram afskráningar 42% og hefur ekki mælst meiri frá árinu 2002. Gert er ráð fyrir því að magn bíla yngri en 5 ár muni aukast um 24% á næstu 5 árum, bílum 6-11 ára muni fækka um 11% en bílum 12 ára og eldri muni fjölga um 15%.
Mest lesið Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent