Góð viðbragðsáætlun er lykilatriði Bryndís Níelsen skrifar 16. september 2015 07:00 Almannatenglar eru sérfræðingar í samskiptum og ráðleggja fólki, fyrirtækjum og stofnunum hvernig best er að koma skilaboðum á framfæri til almennings og hagaðila. Einn angi af þeirri þjónustu er krísustjórnun.Fyrstu viðbrögð skipta öllu Áföll geta verið af ýmsum toga, hvort sem þau eru af völdum óhappa, mannlegra mistaka eða náttúruhamfara. Fagleg og fumlaus viðbrögð strax í upphafi skipta sköpum um farveg umræðunnar í kjölfarið en viðhorf almennings mótast að miklu leyti af fyrstu viðbrögðum þess sem í hlut á. Þögn, útúrsnúningur, önugheit eða misvísandi upplýsingar geta valdið skaða, jafnvel óbætanlegum.Viðbragðsáætlun er mikilvæg Enginn gulltryggir sig gegn óhöppum í lífinu en það er vissulega hægt að vera vel undirbúinn, með viðbragðsáætlun tiltæka. Í góðri viðbragðsáætlun er að finna ítarlegan lista yfir helstu ógnir eða hættur sem að steðja og hver viðbrögðin ættu að vera. Fámennt en öflugt áfallateymi kemur að mótun viðbragðsáætlunar, þekkir hana vel og tekur til starfa þegar krísur dynja yfir. Allar boðleiðir þurfa að vera skýrar og vel útfærðar, hvort sem þær tengjast upplýsingaflæði innanhúss eða út á við. Upplýsingaflæðið þarf að vera vel skipulagt og samræmt. Hvernig skal miðla upplýsingum? Eiga þær erindi við alla eða varða þær einungis fáa? Hver er talsmaður fyrirtækisins?Sannleikurinn er sagna bestur Talsmaður þarf að vera vanur því að koma fram í fjölmiðlum eða hafa hlotið leiðsögn til að takast á við það verkefni. Sannleikurinn er að sjálfsögðu sagna bestur en hvernig á að koma honum á framfæri? Hvernig á að haga upplýsingum svo þær nái sem best til almennings eða hagaðila? Mörgum hættir til að fara í of nákvæmar lýsingar og ná ekki að skilja kjarnann frá hisminu. Fjölmiðlar hafa hvorki tíma né getu til að fjalla um málið í löngu máli en vilja fremur kjarngóð og meitluð skilaboð svo að fréttin og innihald hennar skili sér sem best til almennings.Ekki bíða eftir að sprengjan falli Sé niðurstaða greiningar sú að málið eigi erindi við almenning er ávallt best að hafa frumkvæði að því að upplýsa um málavexti. Slíkt stuðlar að trúverðugleika og trausti og gefur færi á að útskýra hvað hefur gerst og hvernig unnið sé að úrbótum. Þá borgar sig ekki að reyna að fela eða flýja vandann, „flótti“ skaðar viðkomandi fólk og fyrirtæki. Öllum geta orðið á mistök og þegar áföll dynja yfir er ekki öll nótt úti. Viðbrögð við áföllum geta á hinn bóginn skipt höfuðmáli í því hvort orðspor fyrirtækis, samtaka eða stofnana skaðist verulega til skemmri eða lengri tíma eða hvort takist að snúa vörn í sókn með skipulögðum viðbrögðum, heiðarlegum útskýringum og skýrum skilaboðum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 16.08.2025 Halldór Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Velferð fyrir alla í Garðabæ Sara Dögg Svanhildardóttir Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Fimm ár í feluleik Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Byggjum undir velferð með nýjum verkfærum Sara Dögg Svanhildardóttir Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Skoðun Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Sjá meira
Almannatenglar eru sérfræðingar í samskiptum og ráðleggja fólki, fyrirtækjum og stofnunum hvernig best er að koma skilaboðum á framfæri til almennings og hagaðila. Einn angi af þeirri þjónustu er krísustjórnun.Fyrstu viðbrögð skipta öllu Áföll geta verið af ýmsum toga, hvort sem þau eru af völdum óhappa, mannlegra mistaka eða náttúruhamfara. Fagleg og fumlaus viðbrögð strax í upphafi skipta sköpum um farveg umræðunnar í kjölfarið en viðhorf almennings mótast að miklu leyti af fyrstu viðbrögðum þess sem í hlut á. Þögn, útúrsnúningur, önugheit eða misvísandi upplýsingar geta valdið skaða, jafnvel óbætanlegum.Viðbragðsáætlun er mikilvæg Enginn gulltryggir sig gegn óhöppum í lífinu en það er vissulega hægt að vera vel undirbúinn, með viðbragðsáætlun tiltæka. Í góðri viðbragðsáætlun er að finna ítarlegan lista yfir helstu ógnir eða hættur sem að steðja og hver viðbrögðin ættu að vera. Fámennt en öflugt áfallateymi kemur að mótun viðbragðsáætlunar, þekkir hana vel og tekur til starfa þegar krísur dynja yfir. Allar boðleiðir þurfa að vera skýrar og vel útfærðar, hvort sem þær tengjast upplýsingaflæði innanhúss eða út á við. Upplýsingaflæðið þarf að vera vel skipulagt og samræmt. Hvernig skal miðla upplýsingum? Eiga þær erindi við alla eða varða þær einungis fáa? Hver er talsmaður fyrirtækisins?Sannleikurinn er sagna bestur Talsmaður þarf að vera vanur því að koma fram í fjölmiðlum eða hafa hlotið leiðsögn til að takast á við það verkefni. Sannleikurinn er að sjálfsögðu sagna bestur en hvernig á að koma honum á framfæri? Hvernig á að haga upplýsingum svo þær nái sem best til almennings eða hagaðila? Mörgum hættir til að fara í of nákvæmar lýsingar og ná ekki að skilja kjarnann frá hisminu. Fjölmiðlar hafa hvorki tíma né getu til að fjalla um málið í löngu máli en vilja fremur kjarngóð og meitluð skilaboð svo að fréttin og innihald hennar skili sér sem best til almennings.Ekki bíða eftir að sprengjan falli Sé niðurstaða greiningar sú að málið eigi erindi við almenning er ávallt best að hafa frumkvæði að því að upplýsa um málavexti. Slíkt stuðlar að trúverðugleika og trausti og gefur færi á að útskýra hvað hefur gerst og hvernig unnið sé að úrbótum. Þá borgar sig ekki að reyna að fela eða flýja vandann, „flótti“ skaðar viðkomandi fólk og fyrirtæki. Öllum geta orðið á mistök og þegar áföll dynja yfir er ekki öll nótt úti. Viðbrögð við áföllum geta á hinn bóginn skipt höfuðmáli í því hvort orðspor fyrirtækis, samtaka eða stofnana skaðist verulega til skemmri eða lengri tíma eða hvort takist að snúa vörn í sókn með skipulögðum viðbrögðum, heiðarlegum útskýringum og skýrum skilaboðum.
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun