Bjóða námslán til viðbótar við LÍN Jón Hákon Halldórsson skrifar 18. febrúar 2015 07:00 Hlíf Sturludóttir segir að Framtíðin muni bjóða upp á tvær tegundir námslána, óverðtryggð lán með breytilegum vöxtum og verðtryggð lán. Fréttablaðið/GVA Stofnaður hefur verið námslánasjóður sem háskólanemar geta sótt í. Sjóðurinn ber heitið Framtíðin. Stjórnarformaður sjóðsins, Hlíf Sturludóttir, segir að sjóðurinn geti verið góð leið til fjármögnunar fyrir fólk sem annars á í erfiðleikum með að komast í nám. Til dæmis þegar tekjuviðmið LÍN eða hámörk á skólagjaldalánum skerða möguleika þeirra. „Við vitum að fjárfesting í menntun er til hagsbóta fyrir samfélagið allt. Það er afar jákvætt ef fleiri komast í nám sem mun nýtast þeim og samfélaginu enda eflum við samkeppnishæfni Íslands með aukinni menntun,“ segir Hlíf. Framtíðin veitir háskólanemum bæði framfærslu- og skólagjaldalán. Allir námsmenn sem ætla í háskólanám á Íslandi eða á erlendri grundu geta sótt um námslán hjá Framtíðinni. Annað nám á Íslandi sem einnig er lánshæft er starfsnám, endurmenntun og nám með vinnu. Sjóðurinn áætlar að veita nokkur hundruð námsmönnum lán á ári. Hlíf segir námsmenn sem nú þegar eru með lán hjá LÍN einnig geta sótt um námslán hjá Framtíðinni. „Námslán frá LÍN er afar góður kostur fyrir námsmenn og við hvetjum alla til að sækja um lán hjá þeim fyrst. Aðstæður námsmanna í háskólanámi geta þó verið býsna ólíkar og því hentar ekki sama leiðin öllum þegar kemur að því að fjármagna nám. Námslán hjá Framtíðinni gæti til dæmis komið til greina fyrir fjölskyldufólk sem er á leið til útlanda í kostnaðarsamt framhaldsnám. Þá eru líka fjölmargir sem hafa hug á að mennta sig eftir nokkur ár á vinnumarkaði eða stunda nám meðfram vinnu. Í þeim tilvikum fá námsmenn ekki full lán frá LÍN og gætu því námslán frá Framtíðinni verið kostur,“ segir Hlíf. Það eru skuldabréfasjóðir í stýringu hjá fjármálafyrirtækinu GAMMA sem fjármagna Framtíðina í upphafi en síðar er stefnt að fjármögnun í gegnum skuldabréfaútgáfur í kauphöll. Eigendur skuldabréfasjóðanna eru öflugir stofnanafjárfestar eins og lífeyrissjóðir og tryggingafélög, ásamt eignastýringum og almennum fjárfestum. „Við lítum á Framtíðina sem jákvæða viðbót við þau fjölmörgu verkefni sem skuldabréfasjóðir í stýringu hjá GAMMA hafa komið að en sjóðirnir hafa m.a. komið að fjármögnun í sjávarútvegi, orkugeiranum, fasteignamarkaði, hugbúnaðargerð, kvikmyndagerð o.fl.,“ segir Hlíf. „Framtíðin er alls ekki í samkeppni við LÍN. Við erum miklu frekar að auka þá möguleika sem í boði eru fyrir námsmenn og þar með að mæta þeim óskum sem við höfum heyrt frá háskólanemum á síðustu árum um skólagjaldalán vegna kostnaðarsams náms erlendis, aukna grunnframfærslu, möguleika á námi með vinnu og því að fara í háskólanám eftir nokkur ár á vinnumarkaði. Við trúum því að það sé mikil eftirspurn eftir þjónustu á borð við þá sem Framtíðin veitir,“ segir Hlíf varðandi það hvort námslánasjóður eins og Framtíðin geti spjarað sig í samkeppni við LÍN. Framtíðin mun bjóða upp á tvær tegundir námslána, annars vegar óverðtryggð lán með breytilegum vöxtum og hins vegar verðtryggð lán með föstum vöxtum. Vextir taka mið af vaxtatöflu Framtíðarinnar hverju sinni. Þeir eru núna 8,75% á óverðtryggðum lánum og 6,45% á verðtryggðum lánum, en á meðan námsmaðurinn er enn í námi eru þeir einu prósentustigi hærri. Sjóðurinn áætlar að veita nokkur hundruð námsmönnum lán á ári. Mest lesið „Þetta er ekki mjög töff en ég get ekki að þessu gert“ Atvinnulíf Besti svefninn níu mínúturnar á milli snúsa Atvinnulíf Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Viðskipti innlent X-ið hans Musk virðist liggja niðri Viðskipti erlent Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Kallar eftir virðingu eftir tollahótanir Trump Viðskipti erlent Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Sjá meira
Stofnaður hefur verið námslánasjóður sem háskólanemar geta sótt í. Sjóðurinn ber heitið Framtíðin. Stjórnarformaður sjóðsins, Hlíf Sturludóttir, segir að sjóðurinn geti verið góð leið til fjármögnunar fyrir fólk sem annars á í erfiðleikum með að komast í nám. Til dæmis þegar tekjuviðmið LÍN eða hámörk á skólagjaldalánum skerða möguleika þeirra. „Við vitum að fjárfesting í menntun er til hagsbóta fyrir samfélagið allt. Það er afar jákvætt ef fleiri komast í nám sem mun nýtast þeim og samfélaginu enda eflum við samkeppnishæfni Íslands með aukinni menntun,“ segir Hlíf. Framtíðin veitir háskólanemum bæði framfærslu- og skólagjaldalán. Allir námsmenn sem ætla í háskólanám á Íslandi eða á erlendri grundu geta sótt um námslán hjá Framtíðinni. Annað nám á Íslandi sem einnig er lánshæft er starfsnám, endurmenntun og nám með vinnu. Sjóðurinn áætlar að veita nokkur hundruð námsmönnum lán á ári. Hlíf segir námsmenn sem nú þegar eru með lán hjá LÍN einnig geta sótt um námslán hjá Framtíðinni. „Námslán frá LÍN er afar góður kostur fyrir námsmenn og við hvetjum alla til að sækja um lán hjá þeim fyrst. Aðstæður námsmanna í háskólanámi geta þó verið býsna ólíkar og því hentar ekki sama leiðin öllum þegar kemur að því að fjármagna nám. Námslán hjá Framtíðinni gæti til dæmis komið til greina fyrir fjölskyldufólk sem er á leið til útlanda í kostnaðarsamt framhaldsnám. Þá eru líka fjölmargir sem hafa hug á að mennta sig eftir nokkur ár á vinnumarkaði eða stunda nám meðfram vinnu. Í þeim tilvikum fá námsmenn ekki full lán frá LÍN og gætu því námslán frá Framtíðinni verið kostur,“ segir Hlíf. Það eru skuldabréfasjóðir í stýringu hjá fjármálafyrirtækinu GAMMA sem fjármagna Framtíðina í upphafi en síðar er stefnt að fjármögnun í gegnum skuldabréfaútgáfur í kauphöll. Eigendur skuldabréfasjóðanna eru öflugir stofnanafjárfestar eins og lífeyrissjóðir og tryggingafélög, ásamt eignastýringum og almennum fjárfestum. „Við lítum á Framtíðina sem jákvæða viðbót við þau fjölmörgu verkefni sem skuldabréfasjóðir í stýringu hjá GAMMA hafa komið að en sjóðirnir hafa m.a. komið að fjármögnun í sjávarútvegi, orkugeiranum, fasteignamarkaði, hugbúnaðargerð, kvikmyndagerð o.fl.,“ segir Hlíf. „Framtíðin er alls ekki í samkeppni við LÍN. Við erum miklu frekar að auka þá möguleika sem í boði eru fyrir námsmenn og þar með að mæta þeim óskum sem við höfum heyrt frá háskólanemum á síðustu árum um skólagjaldalán vegna kostnaðarsams náms erlendis, aukna grunnframfærslu, möguleika á námi með vinnu og því að fara í háskólanám eftir nokkur ár á vinnumarkaði. Við trúum því að það sé mikil eftirspurn eftir þjónustu á borð við þá sem Framtíðin veitir,“ segir Hlíf varðandi það hvort námslánasjóður eins og Framtíðin geti spjarað sig í samkeppni við LÍN. Framtíðin mun bjóða upp á tvær tegundir námslána, annars vegar óverðtryggð lán með breytilegum vöxtum og hins vegar verðtryggð lán með föstum vöxtum. Vextir taka mið af vaxtatöflu Framtíðarinnar hverju sinni. Þeir eru núna 8,75% á óverðtryggðum lánum og 6,45% á verðtryggðum lánum, en á meðan námsmaðurinn er enn í námi eru þeir einu prósentustigi hærri. Sjóðurinn áætlar að veita nokkur hundruð námsmönnum lán á ári.
Mest lesið „Þetta er ekki mjög töff en ég get ekki að þessu gert“ Atvinnulíf Besti svefninn níu mínúturnar á milli snúsa Atvinnulíf Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Viðskipti innlent X-ið hans Musk virðist liggja niðri Viðskipti erlent Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Kallar eftir virðingu eftir tollahótanir Trump Viðskipti erlent Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Sjá meira